Íslenska: Í íslensku höfum við mikið verið að vinna í vinnubókum, búið tilsögur, farið í hringekju og fleira skemmtilegt. Við höfum einnig verið að prófaað skipta hópnum aðeins upp það sem hver árgangur er tekin út í einnikennslustund og vinnur þar með einum kennara á meðan hinir eru hjá öðrumkennara. Það hfur gefið góða reynslu svona í upphafi.
Stærðfræði: Í stærðfræðinni höfum við verið að vinna hvertog eitt á sínum stað í bókunum. Við höfum einnig verið að spila sequence, 7 ate9 og uno. Hópnum í stærðfæði hefur einnig verið skipt upp – og munum við halda áfram með það - hver árgangurverður tekin út og vinnur með einum kennara.
Listir: Í listum höfum við verið að vinna mynstur og núsíðast vorum við að læra að prjóna
Enska: þar höfum við verið að æfa okkur í að tala ensku ítímunum. Við höfum verið að glósa og nú höfum við bætt inn hlustun líka.
Upplýsingatækni: Þar erum við að byrja að vinna með word,einnig vinnum við áfram á bókasafni. Áður höfum við verið mest verið að æfaokkur í fingrafimi.
Samfélagsfræði: Þar höfum við verið að vinna með kortalestur. Nú erum við aðleggja af stað í verklega vinnu þar sem hver hópur er með eitt land og gerirverkefni tengt því. Einnig verða löndin teiknuð upp á veggspjald.