Fara í efni

Vikurnar 7.-11.nóvember og 14. - 18. nóvember

18.11.2011
Mánudagurinn 7. nóvember byrjaði á söngstund, þar sem sungin voru lög sem 3. bekkur hafði valið. Prófatímabil var í fullum gangi og því var ekki hefðbundinn skóladagur. Sumir nemend...
Deildu
Mánudagurinn 7. nóvember byrjaði á söngstund, þar sem sungin voru lög sem 3. bekkur hafði valið. Prófatímabil var í fullum gangi og því var ekki hefðbundinn skóladagur. Sumir nemendur voru í prófum, aðrir að undirbúa sig fyrir næsta próf og enn aðrir í hefðbundinni kennslu allt eftir þörfum hvers og eins. Þriðjudagurinn var eins skipulagður. Á miðvikudeginum var rætt um skipulag miðannar sem er að hefjast, nemendur byrjuðu að setja sér markmið og vinna eftir þeim. Á hádegi fór 8. bekkur af stað í fermingarfræðslu ferð að Laugum í Sælingsdal þar sem þau munu dvelja í þrjá daga við hin ýmsu störf. 
Á fimmtudegi og föstudegi var frá hjá nemendum.
Mánudagurinn 14. nóvember hófst á söngstund og í þetta skiptið voru sungin lög sem 4. bekkur valdi. Verða sömu lög sungin á næsta mánudag. Fram að hádegi var dagurinn undirlagður í íslensku, þar sem að ný mánudagsrúlla var að byrja, hún er svona: 14. nóvember: íslenska, 21. nóvember: tjáning/lífsleikni: 28. nóvember: heimilisfræði: 5. desember: stærðfræði með jólaívafi. Nemendur fengu óvænt frí eftir hádegi þennan dag vegna veikinda kennara. Hinir dagar vikunnar voru hefðbundnir og voru nemendur mjög duglegir við vinnu sína. Unnið var jafnt og þétt að markmiðum sínum í íslensku og stærðfræði.
Í náttúrufræði á miðvikudeginum var haldið áfram við vinnu sína í námsbókum nemendur 7. bekkjar eru að vinna í köflunum um taugakerfið og sjónina allt eftir því hversu langt hann er kominn. Nemendur 8. bekkjar eru að vinna í kafla 2 í Mannslíkamanum sem fjallar um meltinguna og öndunina. Nemendur vinna á sínum hraða og því eru þeir mislangt komnir í kaflanum. En allir eru að standa sig vel, eru áhugasamir og einbeittir við vinnuna. Í lok tímans var horft á myndina Þegar nýrun gefa sig, sem fjallar um líf fólks sem er með nýrnabilun í næsta tíma verður unnið meira með efni myndarinnar.
Í næstu viku verða myndatökur í skólanum, mun ljósmyndari frá fyrirtækinu Mynd koma og taka einstaklingsmyndir og hópamyndir af öllum. ALLIR AÐ MUNA EFTIR ÞVÍ OG KOMA EXTRA FÍNIR OG FLOTTIR Á ÞRIÐJUDEGINUM.

Góða helgi og takk fyrir enn eina frábæra viku.
Hrafnhildur, Ása, Steinar og Árný 
Til baka í yfirlit