Kæru foreldrar
Eins og undanfarnar vikur er búið að vera nóg um að vera hjá í 1. - 2. bekk.
Við byrjuðum vikuna á því að fara í sameiginlega söngstund og sungum lög sem nemendur í 4. bekk völdu. Stafurinn V v var kynntur, nemendur fundu mörg orð sem áttu stafinn V v sem fyrsta staf. Þá unnu nemendur að markmiðum í stærðfræði. Í náttúrufræði kláruðu nemendur dúkkulísurnar og nú hafa allir klárað að mála sjálfsmyndina. Nemendur klipptu úr hús úr kartoni og byrjuðu að innrétta það.
Á þriðjudeginum unnu nemendur að markmiðum sínu í íslensku og eftir matinn fórum við í ensku.
Dagur íslenskrar tungu var á miðvikudeginum og gerðum við margt skemmtilegt honum tengt.
Dagur íslenskrar tungu var á miðvikudeginum og gerðum við margt skemmtilegt honum tengt. Nemendur byrjuðu á því að lesa sögurnar sínar um sauðkindina. Þá fluttu þau ljóð/vísu að eigin vali og gekk það ljómandi vel hjá þeim. Eftir matinn botnuðu þau vísuna:
Kannast þú við köttinn minn? Kannast þú við köttinn minn?
Kátur löngum er hann. Kátur löngum er hann.
Hann er svo stór kötturinn. Langur og stuttur kötturinn.
Og svo fallega ól ber hann. Er minn fallegi vinur.
Kannast þú við köttinn minn? Kannast þú við köttinn minn?
Kátur löngum er hann. Kátur löngum er hann.
Sætur er hann vinurinn. Fallegur er feldurinn.
Og augun grænu ber hann. Sem ber hann.
Mér fannst þetta takast bara vel hjá þeim :)
Nemendur unnu einnig að markmiðum sínum í stærðfræði og teiknuðu upp hendur á stífan pappír og lituðu þær í skrautlegum litum.
Á fimmtudeginum myndskreyttu nemendur ljóð í verkefnabókina sína „Sín ögnin af hverju". Í upplýsingatækni fór nemendur í einfaldan eða tvöfaldan sérhljóða. Í val fóru flest allir í lego.
Á föstudeginum var lítið lært við byrjuðu daginn á því horfðum við á dvd myndina Barbie og skytturnar þrjár. Eftir matinn máluðum við trommurnar okkar.
Takk fyrir vikuna krakkar mínir ég er mjög stolt af ykkur öllum, þið standið ykkur frábærlega vel.
Bestu kveðjur, Vala
