STÆRÐFRÆÐI:
Nemendur eru að vinna að markmiðum sínum og gengur vel. Markmiðið er hjá öllum að klára kafla 3 í stærðfræði fyrir jól, nemendur setja niður hjá sér hvernig þeir ætla að fara að því og eiga að vinna eftir því. Allir eru byrjaðir á kaflanum en eru mislangt komnir eins og gengur og gerist.
NÁTTÚRUFRÆÐI:
Byrjað var á nýrri bók sem heitir Sól, tungl og stjörnur. Unnið var með kafla 1 og öll upprifjunarverkefnin í kaflanum unnin. Er þetta spennandi bók sem fjallar um áhugavert svið jarðvísinda eða stjörnufræðina. Nemendur fengu upplýsingar um ritgerðina sem þeir eiga að skila 6. desember.
Stærðfræði og náttúrufræði 14. - 18. nóvember
18.11.2011
STÆRÐFRÆÐI:Nemendur eru að vinna að markmiðum sínum og gengur vel. Markmiðið er hjá öllum að klára kafla 3 í stærðfræði fyrir jól, nemendur setja niður hjá sér hvernig þeir ...