Kæru foreldrar
Mánudagurinn var frekar hefðbundin hjá okkur, við byrjuðum á því að fara í sögnstund, í íslensku var stafurinn E e kynntur og í sprota lærðum við að draga frá. Til að byrja með var það svolítið erfitt, en eftri smá þjáfun ekkert mál J. Í þemaverkefninu ,,Um mig og þig" teiknuðu þau myndir af sér sem ,,smá barn".
Allir ótrúlega duglegir að vinn að markmiðum í íslenskuJ
Þriðjudagurinn byrjaði heldur óvenjulega hjá okkur, við fórum í myndatöku hjá Bjarna Jónssyni ljósmyndara. Hann tók einstaklingsmydir af okkur ásamt bekknum í heild. Það var smá erfitt að sitja kyrr J. Eftir myndatökuna unnum við að markmiðum okkar í íslensku. Í listum hjá Dúnu unnum við með línur og áferð. Hjá Kolla í íþróttum fórum við í stöðvaþjálfum þar sem við æfðum gróf og fínhreyfingar. Það gekk bara vel hjá okkur. Eftir hádegi æfðum við okkur aðeins í enskum hugtökum tengd líkamannum og rifjuðum upp litina og húsdýrin.
Á miðvikudeginum komu þær Hildur og Jóhanna í heimsókn til okkar með fyrirlestur um ADHD og útfrá honum unnum við nokkur verkefni honum tengdum. Við teiknuðum hendur okkar og inn í þær skrifuðum við eina setningu um einkenni ADHD. Við vorum mjög dugleg að vinna að markmiðum okkar í stærðfræði. Í íþróttum fórum við í leiki. Eftir hádegið teiknuðum við upp fæturnar okkar á stífan pappír, það vakti mikla kátínu því að sumum kítlaði svo mjög mikið J. Þá klipptum við þær út og skreyttum með alls konar munstrum.
Á fimmtudeginum gerðum við myndasögum og ADHD. Teiknuðum myndir og skrifuðum atburðarás . Í ensku fórum við inn á náms.is um unnum verkefni í ensku.
Nemendur að teikna myndasögu um ADHD
Á föstudeginum teiknuðum við sjálfsmyndir, perluðum og gerðum tengi verkefni en í því erum við að tengja á milli talna og það finnst okkur mjög gaman. Í samverustundinni með Bjarna skólastjóra horfðum við á myndina Alfa og Omega :)
Eins og þið hafið kannski orðið vör við kæru foreldrar þá er AHDH vikan í fullum gangi hjá okkur í grunnskólanum. Á miðvikudaginn verður opið hús hjá okkur frá kl. 13.00 - 14:00 og hvet ég ykkur til að kíkja við og skoða verk nemenda úr ADHD vikunni.
Vil minna á að jólaföndur Foreldrafélagsins verður haldið á mánudaginn 28. nóv. kl. 18:00 í félagsheimilinu
Vetrarfrí Grunnskólans verður fimmtudaginn 1. des. og föstudaginn 2. des.
Kærar kveðjur,
Vala
