Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

08.12.2011

Stuðningsfjölskylda óskast

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar eftir stuðningsfjölskyldu á svæðinu í kringum Hólmavík og nágrenni. Um er að ræða vinnu eina helgi í mánuði um óákveðinn tíma....
07.12.2011

Störf í leikskólanum Lækjarbrekku

Tvær 100% stöður í leikskólanum Lækjarbrekku
Vegna fjölgunar nemenda auglýsir leikskólinn Lækjarbrekka tvær tímabundnar stöður leikskólakennara/leiðbeinenda lausar til umsóknar. Um er að ræða tvær 100% stöður með vinnutíma frá kl. 08:00-16:00. Annars vegar leitum við eftir starfsmanni sem getur hafið störf sem fyrst. Hins vegar leitum við eftir starfsmanni sem gæti hafið störf 1. febrúar 2012. Bæði störf eru tímabundin fram á vorið.
07.12.2011

Desemberdagskrá

Nú er jólamánuðurinn að fara í hönd með tilheyrandihátíðarbrag og skemmtilegheitum. Þá er mikilvægt að muna eftir því sem mestuskiptir - að vera saman og njóta þess með bros á...
06.12.2011

Menntamálaráðherra á menntaþingi á Hólmavík

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra verður gestur á menntaþingi sem haldið verður á Hólmavík fimmtudaginn 12. janúar 2012. Þingið átti að halda nú í haust í tilefni af því...
05.12.2011

Enska - nýtt námsefni.

Kæru nemendur og foreldrar.Í dag fengu nemendur nýja lesbók í ensku sem nefnist Action og er ætluð til enskukennslu á efra miðstigi. Í bókinni eru fjölbreyttir textar og verkefni sem h?...
05.12.2011

Góðir gestir frá Skelinni

Gestir í Skelinni, lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu, hafa heiðrað okkur með heimsóknum í skólann í nóvember. Kolbeinn Proppé sagnfærðingur kom til okkar og flutti erind...
04.12.2011

Stóraukin þjónusta Sorpsamlags Strandasýslu á Hólmavík

Nú hefur Sorpsamlag Strandasýslu opnað fyrir flokkun beint inn í húsið á Skeiði 3 á Hólmavík eins og lengi hefur staðið til. Forsvarsmenn Sorpsamlagsins vona að þetta komi sér vel fyrir þá sem eru að flokka og benda hinum sem enn eru ekki farnir að flokka sinn úrgang á að nú er ekkert því til fyrirstöðu að hefjast handa.

,,Við erum þess fullviss að flokkunin verður eins vönduð og verið hefur þó þessi breyting verði, enda hefur þessi aðferð gengið mjög vel á þeim stöðum þar sem gámar eru staðsettir. Við hvetjum fólk til að lesa vel leiðbeiningar um flokkun" kemur fram í tilkynningu frá Sorpsamlaginu sem dreift hefur verið inn á heimili á svæðinu.
03.12.2011

Sameining Bæjarhrepps og Húnaþings vestra samþykkt

Í dag fóru fram kosningar um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra. Niðurstaðan liggur nú fyrir og er birt á vef Húnaþings vestra. Sameining var samþykkt í báðum hreppum. Alls k...
01.12.2011

Til fyrirmyndar: Eldri borgarar á Ströndum

Það er vel við hæfi á þessum fyrsta degi aðventunnar að tilnefna eldri íbúa á Ströndum til fyrirmyndar fyrir öflugt framlag og virka þátttöku í menningar- og félagslífi hérlendis sem erlendis og fyrir gefandi nærveru. Spila- og skákdagar í flugstöðinni á sunnudögum, samveru- og upplestrarstundir á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík á miðvikudögum, boccia í Íþróttamiðstöðinni á föstudögum og skiplagðar gönguferðir um Hólmavík og nágrenni tvisvar í viku er meðal þess sem Félag eldri borgara í Strandabyggð stendur fyrir en formaður félagsins er Maríus Kárason.
30.11.2011

Grænfánaverkefnið eflist á Íslandi

Skólum á grænni grein vex fiskur um hrygg á fullveldisdaginn, 1. desember. Þá verður undirritaður þriggja ára styrktarsamningur milli umhverfisráðuneytisins, mennta- menningarmálaráðuneytisins og Landverndar, sem stýrir verkefninu en það er einnig þekkt sem Grænfánaverkefnið. Grunnskólinn á Hólmavík er einn þeim skólum sem eru til fyrirmyndar í umhverfismálum og hafa hlotið Grænfánann.
30.11.2011

Video og vetrafrí

 Kæru foreldrarÉg er mjög stolt af öllum nemendunum  mínum, þeir stóðu sig mjög vel á opnu húsu síðast liðin miðvikudag. En þá lásu þeir eina setningu sem þeim fannst vera lý...
30.11.2011

Opið hús í Grunnskólanum á Hólmavík í dag

Í dag verður opið hús í Grunnskólanum á Hólmavík milli kl. 13:00 -14:00 í tilefni af ADHD dögum í skólanum sem hafa staðið í viku. Markmiðið með verkefninu er að auka fræðslu ...
29.11.2011

Fjölgun starfa í leikskólanum Lækjarbrekku

Tvær 100% stöður í leikskólanum Lækjarbrekku
Vegna fjölgunar nemenda auglýsir leikskólinn Lækjarbrekka tvær tímabundnar stöður leikskólakennara/leiðbeinenda lausar til umsóknar. Um er að ræða tvær 100% stöður með vinnutíma frá kl. 08:00-16:00. Annars vegar leitum við eftir starfsmanni sem getur hafið störf sem fyrst. Hins vegar leitum við eftir starfsmanni sem gæti hafið störf 1. febrúar 2012. Bæði störf eru tímabundin fram á vorið.

Matráður og ræstitæknir 

Við auglýsum einnig eftir starfsmanni í starf matráðs og ræstitæknis. Um er að ræða 100% starf frá kl. 08:00-16:00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun janúar 2012.

29.11.2011

Góð gjöf frá nemanda

Þessi ungi piltur í 8. bekk Símon Ingi Alfreðsson kom færandi hendi í vor og gaf skólanum alla Legókubbana sína að gjöf í þessum fína kassa. Gjöfin kom sér mjög vel og hafa nemendu...
29.11.2011

Fjárhagsáætlun 2012 - hugmyndir óskast


Sveitarfélagið Strandabyggð leggur áhersla á að halda áfram þróun og uppbyggingu á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á til eflingar lífsgæða íbúa Strandabyggðar. Til að svo megi vera reynir á skapandi hugsun og aðhaldssemi sveitarstjórnar, nefnda og alls þess öfluga fólks sem starfar hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur einnig eftirfarandi að leiðarljósi við gerð fjárhagsáætlunar 2012:

-Viðhalda þjónustustigi grunnþjónustu sveitarfélagsins
-Halda áfram að ná niður rekstrarkostnaði starfseininga Strandabyggðar
-Halda yfirvinnu í lágmarki í starfseiningum Strandabyggðar

28.11.2011

Fróðleiksmolar um ADHD frá félagsmálastjóra

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík tók virkan þátt í evrópsk vitundarvika um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) sem fram fór í síðustu viku.  Þeir sem eru með ADHD eru m...
28.11.2011

Breytingar í stoðkerfi atvinnu og byggða á Vestfjörðum

Auka Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið föstudaginn 25. nóvember, samþykkti tillögu um sameiningu starfsemi stofnana stoðkerfis atvinnu og byggðar á Vestfjörðum. Um er að ræða stofnanir sem sveitarfélög á Vestfjörðum koma að með beinni eignaraðild eða samstarfssamningum og greiða árleg framlög til. Sameiningin tekur til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Menningarráðs Vestfjarða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga, að því gefnu að aðalfundir þessara stofnanna samþykki sameininguna.
28.11.2011

Tilraunaeldhús - áhugasamir hvattir til að sækja um

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja fara í gegnum tilraunaferli í framleiðslueldhúsinu í Félagsheimilinu á Hólmavík. Eldhúsið hefur fengið vottun sem framleiðslueldhús og því er ekki eftir neinu að bíða. Sá aðili sem fer fyrstur í gegnum ferlið þarf ekki að borga leigu fyrir eldhúsið en vinna hans nýtist við að koma upp stöðluðu vinnuferli við útleigu á framleiðslueldhúsinu fyrir aðra matvöruframleiðendur.
28.11.2011

Vissir þú... Fróðleiksmolar um ADHD

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík tók virkan þátt í evrópsk vitundarvika um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) sem fram fór í síðustu viku.  Þeir sem eru með ADHD eru með frávik í þeim hluta heilans sem stjórnar athygli og virkni. Það þýðir að taugaboð í þeim hluta heilans eru trufluð (taugaþroskaröskun) og því eiga þeir í erfiðleikum með að einbeita sér, eru eirðarlausir og lenda oft í vandræðum. Orsakir ADHD eru af líffræðilegum toga og hafa ekkert að gera með slakt uppeldi foreldra eða lélegar kennsluaðferðir.
27.11.2011

Jólaföndur Foreldrafélagsins mánudaginn 28. nóvember

Jólaföndur Foreldrafélagsins verður haldið mánudaginn 28. nóvember kl 18:00 í FÉLAGSHEIMILINU.

Í ár ætlum við að mála á keramik:
- Fólki gefst kostur á að kaupa eina keramikstyttu til þess að mála á kr. 1.500.
- Innifalið í verði er afnot af málningu og penslum sem verða á staðnum (ef að fólk á pensla má það gjarnan hafa þá meðferðis).
- Ef að fólk vill koma og föndra eitthvað annað er það velkomið, t.d jólakort eða það sem fólki dettur í hug.
27.11.2011

Ljósmyndasýning í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík

Fjöldi fólks lagði leið sína í Íþróttamiðstöðina á Hólmavík í gær þar sem ljósmyndasýning Haraldar Auðunssonar eðlisfræðings var opnuð. Haraldur sem er gestur Þjóðfræ...
26.11.2011

Starf forstöðumanns/bókavarðar Héraðs- og skólabókasafns

Bókasafnsnefnd Héraðsbókasafns Strandasýslu og Grunnskólinn á Hólmavík auglýsa laust til umsóknar 50% starf forstöðumanns/bókavarðar Héraðs- og skólabókasafnsins á Hólmavík. B...
26.11.2011

Umsókn um útvíkkun og stækkun á eldisleyfi í Ísafjarðardjúpi

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., í Hnífsdal hefur staðið að uppbyggingu fiskeldis á starfssvæði sínu í Ísafjarðardjúpi allt frá árinu 2002. Í dag er fyrirtækið með sjókvíaeldi í Álftafirði og Seyðisfirði og eina tilraunakví í Skötufirði ásamt seiðaeldisstöð á Nauteyri í Ísafirði. Í Súðavík er miðstöð sjókvíaeldisstarfseminnar með sláturhúsi, fóðurgeymslu og þjónustuaðstöðu á hafnarsvæðinu. Þar er einnig heimahöfn þjónustubáta starfseminnar sem eru sérhæfðir fyrir flutning á lifandi fiski, fóðrun og veiða til áframeldis á þorski. Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri HG segir að áætlanir um þorskeldi, bæði hér og í Noregi, hafi ekki gengið eftir eins hratt eins áætlanir gerðu ráð fyrir.
25.11.2011

Alfa og Omega

 Kæru foreldrarMánudagurinn var frekar hefðbundin hjá okkur, við byrjuðum á því að fara í sögnstund, í íslensku var stafurinn E e kynntur og í sprota lærðum við að draga frá. T...
24.11.2011

Áfallateymi skipað í Strandabyggð

Áfallateymi hefur verið skipað í Strandabyggð. Áfallateymið heyrir undir Velferðarsvið og er skipað 5 aðalmönnum og 3 varamönnum:

Aðalmenn
Anna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur
Arnar Jónsson tómstundafulltrúi
Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri
Sigríður Óladóttir prestur
Victor Örn Victorsson fyrrverandi skólastjóri

Varamenn
Hildur Guðjónsdóttir aðstoðarskólastjóri
Hlíf Hrólfsdóttir sérkennslu- og deildarstjóri
Sverrir Guðmundsson lögreglumaður
23.11.2011

Breyting á skólastarfi vegna námskeiðs starfsmanna

Eins og áður hefur komið fram verður er vikan 23.- 30. nóvember nk. helguð fróðleik um ADHD (semer athyglisbrestur og ofvirkni). Grunnskólinn og Tónskólinn hafa lagt á það ríka áher...
23.11.2011

Laust starf í íþróttamiðstöð veturinn 2011 - 2012

Íþróttamiðstöð auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf veturinn 2011 - 2012:
 

Helstu verkefni:
- Afgreiðslustörf
- Baðvarsla í kvennaklefa
- Létt þrif
- Sundlaugarvarsla
- Önnur störf sem starfsmanni eru falin 

23.11.2011

Breytingar á nefndum og fundartíma sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á sveitarstjórnarfundi 1190 sem haldinn var í gær, þær breytingar á samþykktum sveitarfélagsins að sveitarstjórnarfundir verði haldnir mánaðarlega, annan þriðjudag í mánuði og hefjast fundirnir kl. 16:00. Sveitarstjórn samþykkti einnig breytingar á nefndum sveitarfélagsins en þeim hefur verið fækkað úr 7 í 5. Sveitarstjórnarfulltrúar eru formenn nefndanna fyrir utan Velferðarnefnd, sem er sameiginleg nefnd sveitarfélaga á Ströndum og Reykhólahreppi. Markmið með breytingunum er að efla upplýsingaflæði milli nefnda og sveitarstjórnar, deifa ábyrgð, auka skilvirkni og ná fram sparnaði í rekstri sveitarfélagsins.

22.11.2011

ADHD-vitundarvika í Grunnskólanum á Hólmavík

Dagana 23.-30. nóvember í Grunnskólanum á Hólmavík verða helgaðir fróðleik og vitundarvakningu nemenda og foreldra um ADHD; athyglisbrest og ofvirkni. Skipulagning hefur staðið yfir í skólanum undanfarna daga, en það eru þær Hildur Guðjónsdóttir og Jóhanna Hreinsdóttir sem annast undirbúninginn í samvinnu við starfsmenn skólans, foreldra og aðra áhugasama. Markmið með verkefninu er að auka fræðslu og skilning samfélagsins á ADHD röskun sem leiðir til betri hegðunar, líðan og viðhorfi allra í samfélaginu. Á vef Grunnskólans kemur m.a. fram að með þessu átaki sé ætlunin að byggja upp jákvætt og uppbyggjandi umhverfi fyrir einstaklinga með ADHD þannig að þeir fari út í framtíðina með góða sjálfsmynd sem er forsenda velgengni.

21.11.2011

Ljósmyndataka

Á morgun, þriðjudaginn 22. nóvember, kemur hann Bjarni Jónsson ljósmyndari frá Mynd - Ljósmyndastofu og tekur myndir af nemendum og starfsfólki í Grunnskólanum á Hólmavík. Sú nýbrey...