Kæru foreldrar
Ég er mjög stolt af öllum nemendunum mínum, þeir stóðu sig mjög vel á opnu húsu síðast liðin miðvikudag. En þá lásu þeir eina setningu sem þeim fannst vera lýsandi fyrir einstakling með ADHD.
Á mánudeginum voru allir mjög duglegur að vinna að markmiðum sínum í íslensku og stærðfræði. Stafurinn O o var kynntur og fundu nemendur ,,slatta" af orðum sem áttu O sem fyrsta staf. Í íþróttum hjá Kolla var stöðvaþjálfun þar sem gróf og fínhreyfingar voru þjálfar ásamt samhæfingu. Eftir hádegi voru ókláruðu verkefni tengd ADHD vikunni unninn.
Á þriðjudeginum unnu allir að marmiðum sínum bæði í íslensku og stærðfræði og náðu flest allir að klára þau J. Hildur kom til okkar með sameiginlegu myndina og allir fengu að velja sér reit og teikna mynd inn í hann. Í ensku var unnið verkefnablað um villt dýr og gekk það ljómandi vel.
Á miðvikudeginum var leti dagur hjá okkur þar sem allir voru búnir að vera svo rosalega duglegir í vikunnu. Við horfðum á myndina ,,Santa buddies" en hún fjallar um fimm hvolpa sem hjálpa til við að bjarga jólunum J. Í íþróttum voru þau í leikjum. Eftir hádegið var svo opið hús þar sem verk nemenda úr ADHD vikunni voru til sýnis.
Vikan var ekki lengri að þessu sinni þar sem það var vetrafrí fimmtudag og föstudag. Vonandi höfðu allir það gott í fríinu. Sjáumst hress á mánudaginn J
Bestu kveðjur,
Vala
