Á mánudeginum voru allir mjög duglegur að vinna að markmiðum sínum í íslensku og stærðfræði. Í íþróttum hjá Kolla var farið í hringþjálfun og leiki.
Á Þriðjudeginum var stafurinn N n kynntur. Nemendur kepptust við að finna orð sem áttu N n sem fyrsta staf og voru þau öll skrifuð upp á töflu. Þá myndskreyttu þau fyrstu myndina í jóladagatalinu. Hjá Dúnu byrjuðu þau á að föndra snjókorn og koma þau til með að klára þau næsta mánudag. Þá fórum við í ensku og unnum með helstu hugtök líkamans s.s. augu, eyru, nef o.s.frv.
Á miðvikudeginum unnu nemendur að markmiðum í stærðfræði og íslensku. Skrifuðu litla jólasögu og myndskreyttu hana. Í í þróttum var farið í Tarzan leik og það höfðu þau eflaust gaman af. Eftir hádegismat myndskreyttu þau fyrstu myndina í frásögninni um fæðingu Jesús.
Jólatónleikar tónskólans voru miðvikudags- og fimmstudagskvöld og tóku nemendur í 1. - 2. bekk að sjálfsögðu þátt og stóðu sig með prýði.
Á fimmtudeginum var komið að jólabakstri, nemendur bökuðu piparkökur eyrnaslapa og gerðu kornflexkökur öskubusku. Það gekk ljómandi vel. Eftir hádegið myndskreyttu nemendur aðra mynd sem tengdist fæðingu Jesús.
Á föstudeginum byrjuðum við á því að skreyta piparkökurnar, unnum upp ókláruð verkefni og fengum svo frjálst vel þar sem allir voru búir að vera svo duglegir og stilltir í vikunnu :)
Gaman að segja frá því að við tókum þátt í vísnasamkeppni grunnskólanema. Nemendur fengu fyrripart sem þeir svo botnuðu, en sendir voru fjórir botnar.
Litlu jólin fara fram í Félagsheimilinu fimmtudaginn 15. desember kl. 14:00. Mikilvægt er að nemendur mæti tímalega þar sem atriði okkar er fyrst á dagskrá.
Næsta föstudag er jólasamvera í skólanum, hún hefst kl. 11:00 og eru til 12:00. Þá mega nemendur koma með gos, góðgæti í poka og pakka til að skiptast á fyrir u.þ.b. 500 kr
Takk fyrir vikuna,
Með kveðju,
Vala
