Fara í efni

Enska - nýtt námsefni.

05.12.2011
Kæru nemendur og foreldrar.Í dag fengu nemendur nýja lesbók í ensku sem nefnist Action og er ætluð til enskukennslu á efra miðstigi. Í bókinni eru fjölbreyttir textar og verkefni sem h?...
Deildu

Kæru nemendur og foreldrar.

Í dag fengu nemendur nýja lesbók í ensku sem nefnist Action og er ætluð til enskukennslu á efra miðstigi. Í bókinni eru fjölbreyttir textar og verkefni sem hægt er að velja á milli. Með bókinni fylgir vinnubók.

Í dag byrjuðum við á því að lesa, glósa og vinna með bls. 4 og 5 í kafla 1 sem heitir Fortune telling. Í næsta tíma höldum við áfram að vinna með efnið og Sunneva ætlar að vera svo elskulega að koma með Tarrot-spil og kynna fyrir okkur. Þá skoðum við stjörnumerkin og lesum enskan texta um þau og vinnum verkefni í vinnubók í kjölfarið.

Nemendur settu sér markmið í Skjatta í dag og ættu að geta unnið þau í enskutímum í vikunni. Ég vil minna á að það sem ekki vinnst í skólanum, af einhverjum ástæðum, skal vinna heima. Ég setti líka markmiðin inn í heimavinnuáætlun á Mentor.

Með kveðju,
Hildur

Til baka í yfirlit