Kæru foreldrar
Við byrjuðum vikuna á því að mála fallegar myndir í gluggana í stofunni okkar. Myndskreytt voru mörg falleg jólakort sem voru svo send til hinna í bekknum.
Þá fórum við í föndurtíma til Dúnu og hún hjálpaði okkur að klára snjókornin og svo gerðum við líka jólapoka.
Við fengum nokkrar heimsóknir í vikunni, Barbara kom og hjálpaði okkur við að æfa jólalögin sem við ætluðum að syngja á litlu jólunum.
Inga Foss og Rúna Mæja komu með sjálflýsandi vesti sem þær mátuðu okkur í. Svo skrifuðu þær niður hjá sér stæðina sem við pössuðum í, því að við eigum að fá vesti að gjöf eftir jólin.
Hrafnhildir G kom líka til okkar með tvo stráka úr 7. - 8. bekk, þá Jón og Tómas. Þeir spiluðu og sungu fyrir okkur jólalög og voru ótrúlega flottir :)
Við kláruðum líka bókina um fæðingu jesús og unnum í jólaverkefnaheftinu okkar.
Bekkjarfulltrúarnir í 1. og 2. bekk voru með bekkjarsamveru fyrir okkur í skólanum, við hittumst eftir skólatíma og horfðum á mynd, borðuðum nammi og það var rosalega gaman :)
Á fimmtudeginum lærðum við smá en fórum svo upp í félagsheimili og æfðum fyrir litlu jólin. Þegar við vorum búinn að því fengum við að leika okkur í íþróttasalnum. Litlu jólin voru svo klukka tvö. Við sungum lögin okkar og hún Barbara spilaði fyrir okkur undir á gítar. Við stóðum okkur frábærlega vel. Þá horfðum við á atriðin hjá hinum, dönsuðum í kringum jólatréið og fengum mandarínur hjá jólasveinunum.
Á föstudeginum var svo jólasamvera hjá okkur en þá máttum við koma með gos og góðgæti í poka. Vala las fyrir okkur jólasögu, við skoðuðum jólakortin okkar og svo skiptumst við líka á pökkum.
Gleðileg jól og njótið þess að vera í fríi. Skólinn hefst svo aftur þriðjudaginn 3. janúar.
Kær kveðja,
Vala
