03.04.2012
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir sumarstarfsfólki á eftirtalda starfsstaði sumarið 2012:
- Áhaldahús Strandabyggðar
- Vinnuskóli Strandabyggðar
- Íþróttamiðstöð Strandabyggðar
Leitað er að dugmiklu fólki með ríka þjónustulund sem hefur áhuga á að vinna að áframhaldandi þróun og uppbyggingu í Strandabyggð. Umsóknum skal skila á Skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, og er umsóknarfrestur til og með 12. apríl 2012. Einnig er hægt að senda umsóknir í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is Umsóknareyðublöð um störf hjá Strandabyggð má sjá neðst til hægri hér á síðunni.