Fara í efni

Ó, já ég er sko búin/n að standa mig vel :)

27.04.2012
 Elsku mamma og pabbiÉg var rosalega dugleg/ur í vikunni. Í íslensku náði ég að klára öll markmiðin mín, svo skrifaði ég hálfa blaðsíðu í skrift, eina æfingu í stafsetningu og...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi


Ég var rosalega dugleg/ur í vikunni. Í íslensku náði ég að klára öll markmiðin mín, svo skrifaði ég hálfa blaðsíðu í skrift, eina æfingu í stafsetningu og myndskreytti ljóð í ljóðabókinni minni. Vala sýndi mér nýjan staf í vikunni og ég þekkti hann sko alveg. Þetta var stafinn P p eins og er í pabbi og pizza. Og hún sagði líka að ég hafi staðið mig frábærlega vel :)

Í stærðfræði var ég að vinna í Sprota  og ég lærði plús og mínus dæmi, mér finnst svolítið erfitt að gera plús og mínus en ég veit að með æfingunni verð ég mjög góð/ur. Ég fór líka út og mældi fótboltavöllinn, körfuboltavöllinn, bátinn, rennibrautina og borðið sem er fyrir utan gluggann minn. En áður en ég fór út þá var ég búin/n að giska á hvað allir þessir hlutir væru langir.


Í íþróttum hjá Kolla lærði ég sundtökin (beygja, kreppa, sundur og saman). Hann kenndi mér líka skriðsund og bringusund.


Í listum hjá Dúnu var ég að gera afríkumynd, en ég náði ekki að klára hana þannig að í næsta tíma klára ég hana :)


Í náttúrfræði lærði ég helling um líkamann, eins og að hjartað mitt er jafn stórt og hnefinn minn er, að þegar ég brosi nota ég færri vöðva en þegar ég er í fýlu. Svo teiknaði ég blóðfrumu og vöðvafrumu. Svo reyndi ég að hreyfa eyrun eins og fíllinn gerir.


Í tölvutíma fékk ég að leika á leikjanetinu því að ég var búin/n að vera svo dugleg/ur. Það fannst mér rosalega gaman.


Það komu tvær hollenskar stelpur í heimsókn til mín, það voru þær Naomi og Julie. Þær fóru með mér í „munaspil" og „para saman" orð og myndir


Í mateiðslu blandaði ég sumardrykk, skar niður appelsínu og notaði hana sem skraut í drykkinn minn. Ég skar niður grænmeti og bjó til grænmetiskarl, svo bjó ég líka til hollustusamloku og ég mátti velja hvað ég setti á hana. Naomi og Julie hjálpuðu mér við að skera niður allt grænmetið, það var svolítið erfitt.
 

Krakkarnir í 3. bekk fengu að vera með mér í einum tíma, þannig að ég kenndi þeim „ormaleikinn" sem ég fer stundum í með hinum í 1. - 2. bekk.    
       

Annars er ég búin/n að vera rosalega dugleg/ur í vikunni eða það segir Vala og Alda alla vegna :)                                                                                         

Með góðri kveðju,

Brynhildur, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnhildur Kría, Hrafnkatla og Þorsteinn.


Skilaboð frá Völu og Öldu

Í næstu viku stækkar hópurinn okkar aðeins, þar sem nemendurnir í þriðja bekk sameinast okkar hópi. 1. maí verður næsta þriðjudag en þá fá allir frí í skólanum. Á miðvikudaginn er fyrirhugað að fara í heimsókn í fjárhúsin hennar Arndísar Unu á Stóru Grund. Á fimmtudag ætlum við að fara í matreiðslu.

Til baka í yfirlit