Fara í efni

Tóbakslaus bekkur

27.04.2012
Undanfarnar vikur höfum við verið að vinna að lokaverkefni fyrir átakið Tóbakslaus bekkur. Á ýmsu hefur gengið og verkefnið tekið marga kollhnísa. En nú er það að smella og í mor...
Deildu
Undanfarnar vikur höfum við verið að vinna að lokaverkefni fyrir átakið Tóbakslaus bekkur. Á ýmsu hefur gengið og verkefnið tekið marga kollhnísa. En nú er það að smella og í morgun lögðum við lokahönd á teiknimyndasögu um unglinga sem eru að kljást við siðferðislegar spurningar sem snúa að tóbaksleysi og tóbaksnotkun.
Til baka í yfirlit