Elsku mamma og pabbi
Ég er búin að vera rosalega dugleg/ur í vikunni. Vala ætlaði að kenna mér stafinn K k en ég var búinn að læra hann fyrir löngu. Ég skrifaði eina æfingu í stafsetningu og nokkrar línur í skrift.
Ég var mjög dugleg/ur að vinna að markmiðum í stærðfærði.
Ég æfði mig í bringusundi og skólabaksundi hjá Kolla og síðan fórum við í leiki. Það var mjög gaman.
Í upplýsingatækni skrifaði ég sögu á tölvuna og svo fann ég mynd inn á vefnum og límdi hana inn á skjalið mitt.
Í ensku rifjaði ég upp tölurnar upp í tíu og litina.
Á mánudaginn verða áheyrnarpróf hjá okkur sem eru tónskólanum, þá er nú eins gott að ég æfi mig vel :)
Á fimmtudaginn þarf ég ekki að mæta í skólann því að þá er sumardagurinn fyrsti og enginn skóli :) en svo verður umhverfisdagur á föstudaginn. Við endu skóladaginn á því að drekka heitt kakó upp í Rósulaut.
Með góðri kveðju,
Brynhildur, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnhildur Kría, Hrafnkatla og Þorsteinn
