Fara í efni

Pallíettur og annað glansandi dót

20.04.2012
 Elsku mamma og pabbi Ég var líka mjög dugleg/ur í vikunni. Ég byrjaði vikuna á því að fegra umhverfið í kringum skólann minn. Ég tíndu upp allt rusl sem ég fann og svo sópaði é...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi

Ég var líka mjög dugleg/ur í vikunni. Ég byrjaði vikuna á því að fegra umhverfið í kringum skólann minn. Ég tíndu upp allt rusl sem ég fann og svo sópaði ég stéttina fyrir framan skólann minn.
 

Vala sýndi mér nýjan staf í vikunni en ég var löngu búin/n að læra hann. Þetta var stafurinn D d. Ég var rosalega dugleg/ur að vinna að markmiðum bæði í íslensku og stærðfræði.

Ég bjó til fallegan fisk hjá Dúnu og ég skreytti hann með geisladiskum, pallíettum og öðru fallegu glansandi dóti.

Ég æfði mig í flugsundi, bak og skriðsundi hjá Kolla og síðan fórum við í leiki. Það var svakalega gaman.

Á miðvikudeginum fékk ég að horfa á DVD myndina „Happy feet 2" hún var alveg ótrúlega skemmtileg og svo poppaði Alda fyrir okkur. Vala var í leyfi í dag, hún ætlaði að skreppa aðeins til Akureyrar að horfa á Jón Hauk keppa á gönguskíðum.

Svo fékk ég frí á fimmtudeginum, því að þá var sumardagurinn fyrsti og sumarið að koma :)

Á föstudeginum var umhverfisdagur hjá grunnskólanum. Einar Indriðason kom og talaði alveg helling um flokkun á sorpi og svo í framhaldinu á því þá fór ég ásamt öllum hinum krökkunum í skólanum að tína rusl um alla Hólmavík, við fórum í bláa hverfið. Ég var ótrúlega dugleg/ur að tína rusl og saman náðum við krakkarnir að safna 540 kg af allskonar rusli.


Næsta föstudag fer ég ásamt hinum í 1. - 2. bekk í matreiðslu og það verður nú gaman :)

Með góðri kveðju,

Brynhildur, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnhildur Kría, Hrafnkatla og Þorsteinn.

Ps. Vala biður að heilsa :)

Til baka í yfirlit