Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

30.03.2012

Gógó-píurnar á Aldrei fór ég suður!

Í gær var gefinn út endanlegur listi yfir þær hljómsveitir sem koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskahelgina. Í fyrsta skipti eiga Strandamenn hljómsveit á ro...
30.03.2012

Nafnasamkeppni á neðstu hæðinni

Sveitarfélagið Strandabyggð blæs nú til samkeppni um nafn á neðstu hæðina í Þróunarsetrinu. Skila þarf hugmyndum að nafni á skrifstofu Strandabyggðar fyrir kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 13. apríl 2012 eða í netfang Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa:  tómstundafulltrui@strandabyggd.is.

Sveitarstjórn Strandabyggðar mun velja nafn til samþykktar á fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður 17. apríl 2012. Strandamenn nær og fjær og landsmenn allir, ungir sem aldnir eru hvattir til að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni! Vinningshafi verður heiðraður sérstaklega á formlegri opnunarhátíð neðstu hæðarinnar nú í vor.

29.03.2012

Fræðslunefnd 29. mars 2012

Fundur haldinn í fræðslunefnd á skrifstofu Strandabyggðar þann 29. mars 2012 og hófst hann kl. 14:00. Mættir eru Ingibjörg Benediktsdóttir sem ritar fundargerð, Steinunn Þorsteinsdótti...
29.03.2012

Auglýst eftir tilboðum í slátt og hirðingu á opnum svæðum á Hólmavík

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir tilboðum í slátt og hirðingu á opnum svæðum á Hólmavík. Um er að ræða svæði með mismunandi þjónustustig eins og fram kemur í útboðsgögnum. Verksamningur verður gerður við verktaka og gildir hann í þrjú ár, fyrir árin 2012 til 2014. Sveitarfélagið Strandabyggð áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Útboðsgögn eru fáanleg á skrifstofu Strandabyggðar. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 16. apríl 2012. Skila þarf tilboðum á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða í netfangið verk@holmavik.is  Nánari upplýsingar gefur Sigurður Marinó Þorvaldsson verkstjóri Áhaldahúss Strandabyggðar, 894-4806. 
29.03.2012

Gógó-píurnar koma fram á Aldrei fór ég suður

Í dag var gefinn út endanlegur listi yfir þær hljómsveitir sem koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskahelgina. Í fyrsta skipti eiga Strandamenn hljómsveit á rok...
29.03.2012

Rödd Strandamanna fönguð í Félagsheimilinu

Félagsheimilið á Hólmavík er í stanslausri notkun þessar vikurnar, enda brjálað að gera í menningarlífinu í Strandabyggð. Í kvöld er árshátíð Grunnskólans og undanfarna daga he...
28.03.2012

Pönnukökur og dagarnir fyrir páska

 Kæru foreldrarSíðasta vika gekk ljómandi vel, allir voru mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum.Í íslensku fengu nemendur nokkur orð í hendurnar, þessum orðum áttu þeir að ra...
28.03.2012

náttúrufræðitilraun

Í dag gerðum við tilraun í náttúrufræði. Við bjuggum til spúandi eldfjall sem spúði bláu. Allir voru mjög áhugasamir og var þetta mjög gaman. Fleiri myndir eru í myndaalbúmi....
27.03.2012

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2011/2012 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 1182, 21. desember 2011.

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir:
Kaldrananeshreppur (Drangsnes)
Akureyri (Grímsey)

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 297/2012 í Stjórnartíðindum
27.03.2012

Til hamingju með frumsýningardaginn!

Stuðmanna söngleikurinn Með allt á hreinu verður frumsýndur í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld kl. 20:00. Uppsetningin er samstarfsverkefni Grunnskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og er í leikstjórn Arnars S. Jónssonar og tónlistarstjórn Borgars Þórarinssonar. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Bjarni Ómar Haraldsson. Það eru á þriðja tug nemenda í 8.-10. bekk sem taka þátt í söngleiknum ásamt félögum í Leikfélagi Hólmavíkur. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar sýningarhópnum innilega til hamingju með daginn!

Börn og unglingar á Ströndum eru einstaklega öflug og setja sterkan svip á daglegt líf á svæðinu. Á síðasta sveitarstjórnarfundi samþykkti sveitarstjórn Strandabyggðar eftirfarandi bókun:

26.03.2012

Kvenfélagið Glæður með aðalfund

Aðalfundur hjá kvenfélaginu Glæðum á Hólmavík verður haldinn í húsi félagsins að Kópnesbraut 7, 510 Hólmavík, mánudaginn 26. mars 2012 og hefst hann kl. 20:00.Dagskrá:  Venjuleg ...
25.03.2012

Með allt á hreinu - frumsýning á þriðjudag

Nú standa æfingar og undirbúningur fyrir Stuðmanna söngleikinn Með allt á hreinu sem hæst. Uppsetningin er samstarfsverkefni Grunnskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og er í leikstjórn Arnar S. Jónsson leikstjóri og Borgar Þórarinsson er tónlistarstjóri. Það eru á þriðja tug nemenda í 8.-10. bekk sem taka þátt í söngleiknum ásamt félögum í Leikfélaginu. Bjarni Ómar Haraldsson fer með framkvæmdastjórnina og að hans sögn eigum við von á þrusugóðri sýningu sem gleður bæði augu og eyru eldri og yngri áhorfenda. Leiksýningin er byggð á samnefndri kvikmynd Stuðmanna.

 

23.03.2012

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í dag

XXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið í Reykjavík í dag. Meginviðfangsefni landsþingsins að þessu sinni voru þau mál sem eru efst á baugi á vettvangi sveitarfél...
22.03.2012

Viðtalstími byggingarfulltrúa 12. apríl 2012

Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi Strandabyggðar verður með viðtalstíma á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu fimmtudaginn 12. apríl n.k. milli kl. 10:00-12:00. Fundur umhverfis- og ...
20.03.2012

Fræðslufyrirlestur um málefni fatlaðra miðvikudaginn 21. mars

Eva Þórdís Ebenezersdóttir fötlunarfræðingur og þjóðfræðingur verður með fræðslufyrirlestur um málefni fatlaðra í Skelinni á morgun, miðvikudaginn 21. mars 2012. Fyrirlesturi...
20.03.2012

Forseta- og stjórnarskrárkosningar á dagskrá Hamingjudaga

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í morgun að kosið verði um tillögu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá og fimm grundvallarmál samhli...
20.03.2012

Söfnun fyrir útsendingarbúnaði að verða lokið

Söfnun fyrir flatskjá og útsendingarbúnaði úr Hólmavíkurkirkju yfir í Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík sem núna stendur yfir í Strandabyggð er á lokasprettinum og hefur gengið afar vel. Alls hafa safnast kr. 795.000 en með búnaðinum verður unnt að senda út alla viðburði og athafnir í Hólmavíkirkju til íbúa á Heilbrigðisstofnuninni. Fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar á Ströndum geta lagt þessu brýna og góða málefni lið en áætlaður kostnaður er um 1 milljón króna.
19.03.2012

Hlutverk félagslegrar ráðgjafar

Markmið með félaglegri ráðgjöf er að veita upplýsinga og ráðgjöf um viðeigandi stuðning og úrlausnir mála. Félagsmálastjóri annast félagslega ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Komið er til móts við einstaklingsbundnar þarfir þeirra sem sem þangað leita. Markmið félagslegrar ráðgjafar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar til að allir geti notið sín sem best í samfélaginu og fengið úrlausn sinna þarfa. Félagsleg ráðgjöf felur í sér til að mynda ráðgjöf vegna:
16.03.2012

Bakari, kokkur og pæja :)

 Kæru foreldrarVikan gekk mjög vel þrátt fyrir að veikindi séu aðeins farin að gera vart við sig hjá okkur. Í íslensku var stafurinn ý Ý kynntur og unnu nemendur í 1. bekk  verkefn...
16.03.2012

hvað er að gerast

Það er allt á fullu í skólanum. Allir eru mjög duglegir við að vinna. Það gengur vel í öllum fögum. Nemendur eru mjög áhugasamir og glaðir við vinnu sína. Höldum svona áfram og ...
15.03.2012

Fyrirhuguð bygging á raðhúsi á Hólmavík

Á sveitarstjórnarfundi sem haldinn var 13. mars s.l. voru húsnæðismál til umræðu sem er eitt stærsta hagsmunamál sveitarfélagsins um þessar mundir. Samþykkt var að ganga til viðræðna við Hornsteina fasteignafélag ehf. um kaup á íbúðum í þriggja íbúða raðhúsi sem Hornsteinar hafa hug á að byggja á Hólmavík. Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í sveitarfélaginu og hefur sú eftirspurn aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Fjölskyldur hafa ítrekað lent í vandræðum vegna húsnæðisleysis á Hólmavík og algengt að fólk hafi bjargað sér tímabundið með búsetu inn á ættingjum, í sumarhúsum og jafnvel á gistiheimilum á svæðinu.

15.03.2012

Stærsti íþróttaviðburður á Ströndum

Stærsti íþróttaviðburður á Ströndum, hin árlega Strandaganga Skíðafélags Strandamanna, fer fram í Selárdal við Hólmavík á laugardag. Keppt verður í 5 km, 10 km og aldurskipti 20 km göngum, auk þess sem stelpur og strákar 12 ára og yngri geta keppt í 1 km göngu. Þá verður einnig keppt í sveitakeppni í öllum vegalengdum, en hún fer þannig fram að þriggja manna lið ganga sömu vegalengdina og samanlagður tími þeirra gildir. Ræst verður í 1 km gönguna klukkan 12.20 og í aðrar vegalengdir klukkan 13.00.
15.03.2012

Náttfatadagur

Föstudaginn 16. mars ernáttfatadagur í skólanum okkar. Náttfatadegur er hluti af öðruvísi föstudögumfram að páskafrí en þá kryddum við skólastarfið með skemmtilegum viðfangsefnu...
15.03.2012

Hvanndalsbræður spila á Hamingjuballinu

Það verða æringjarnir, gleðigjafarnir og norðlensku "bræðurnir" í Hvanndalsbræðrum sem munu halda uppi fjörinu á Hamingjuballinu í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardaginn 30. jún...
14.03.2012

Íbúð óskast til leigu á Hólmavík

Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir húsnæði til leigu á Hólmavík,  ekki seinna en frá og með 15. ágúst í sumar. Æskilegt stærð eru þrjú svefnherbergi og einnig væri gott a?...
14.03.2012

Léttmessa á sunnudegi á Hamingjudögum

Allt frá því að fyrstu Hamingjudagarnir voru haldnir árið 2005 hefur verið haldin svokölluð Léttmessa í Hólmavíkurkirkju á sunnudegi kl. 11:00. Messan hefur jafnan verið vel sótt, f...
14.03.2012

10. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 5. mars 2012

10. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahreppsm haldinn í Þróunarsetrinu Höfðagötu 5 á Hólmavík þann 5. mars klukkan 14:00. Mættir: Andrea Björnsdóttir(Reykhólahreppi), Bryn...
14.03.2012

Umhverfis- og skipulagsnefnd 8. mars 2012

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 8. mars 2012 kl. 16:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Stu...
14.03.2012

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1194 - 13. mars 2012

Fundur nr. 1194 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 13. mars 2012 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar...
13.03.2012

Blásið til lagasamkeppni Hamingjudaga!!

Enn á ný hefur verið ákveðið að efna til stórskemmtilegrar, gefandi, hamingjuríkrar og spennandi lagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík. Skilafrestur á lagi í keppnina er til fö...