Fara í efni

Pönnukökur og dagarnir fyrir páska

28.03.2012
 Kæru foreldrarSíðasta vika gekk ljómandi vel, allir voru mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum.Í íslensku fengu nemendur nokkur orð í hendurnar, þessum orðum áttu þeir að ra...
Deildu
 

Kæru foreldrar


Síðasta vika gekk ljómandi vel, allir voru mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum.


Í íslensku fengu nemendur nokkur orð í hendurnar, þessum orðum áttu þeir að raða upp í setningu og skrifa hana í stílabókina. Síðan áttu þeir að breyta setningunni sinni yfir í spurningu . Þetta gekk ljómandi vel.  Þá fórum við nokkrum sinnum í orðabingó, það þótti þeim mjög gaman.  Stafurinn y Y var kynntur og unnu nemendur í 1. bekk verkefni honum tengd.  Á meðan unnu nemendur í 2. bekk verkefni í  Ritrúnu, Ás og í Við lesum. Þá myndskreyttu allir ljóð í ljóðabókina sína. Lásu frjálst og skrifuðu frjálst í 5 mínútna ritun.


Í stærðfræði var  meðal annars verið að vinna með samlagningu og frádrátt (tölur upp í 20), tölfræði og lengdir.


Í íþróttum fóru nemendur í  stöðvaþrautir í fyrri tímanum sem reyndu m.a. á jafnvægi, en í seinni tímanum fóru nemendur í hringþjálfun sem reyndi m.a. á samhæfingu, styrk og þol.


Í listum eru nemendur enn að smíða og náðu felstir að klára bátana sína.

Í trúarbragðafræði unnu nemendur myndverk tengt páskunum. Þeir unnu verk sem túlka átti föstudaginn langa.

Í upplýsingatækni skrifðu nemendur sögu í word-skjal fundu mynd af netinu og límdu hana inná. Síðan lásu þau söguna hver fyrir annan.


5 ára hópurinn kom í heimsókn til okkar eins og undanfarnar vikur, að þessu sinni unnu þau með orðmyndirnar ís, lás og sól í bókinni Við lesum. Á meðan unnu nemendur í 1. - 2. bekk eina æfingu í stafsetningu síðan sameinaðist allur hópurinn í kubba vali.

Í heimilisfræði unnum við verkefnið „Hvaðan kemur maturinn?"  Matreiðslutíminn sem vera átti féll niður vegna veikinda en í staðinn horfðu við á myndina Hopp.

Næsta fimmtudag verður Árshátíðin okkar í félagsheimilinu og hefst hún klukkan 19:30. Mikilvægt er að allir mæti tímalega þar sem við verðum fyrst á sviðið. Á Föstudeginum verður stóri pönnuköku dagurinn skólastjórnendur baka ásamt nemendum í 6. bekk pönnukökur fyrir nemendur og  starfsfólks skólans. Athugið að á fösudaginn byrjar skólinn klukkan 9:00 en nemendur eru velkomin í skólann á réttum tíma og mun starfsfólk skólans taka vel á móti þeim :)

31. mars hefst svo páskafríið, nemendur mæta hressir og kátir í skólann aftur miðvikudaginn 11. apríl.

 

Með góðri kveðju,

                       Vala


Til baka í yfirlit