Björk mun sýna litríkar vatn- og tússlitamyndir og einnig akrýlmyndir á striga, en Jóhanna er þessi misserin að vinna með klippimyndir sem byggja m.a. á heimsþekktum málverkum. Það verður án efa gaman að fylgjast með þessari skemmtilegu sýningu og óvenjulegu blöndu þeirra mæðgna á Hamingjudögum.
Rétt er að minna á að eiginmaðurinn og pabbinn - Stefán Gíslason - verður með æði langan gjörning á laugardeginum. Hann ber nafnið Hamingjuhlaupið.
