03.03.2012
Krakkarnir í félagsmiðstöðinni Ozon eru í sannkallaðri skemmtiferð í höfuðborginni nú um helgina. Í gær héldu tæplega þrjátíu hressir krakkar af stað undir leiðsögn Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar, Alfreð Gests Símonarsonar bílstjóra og Bjarna Ómars Haraldssonar gæslumanns. Fyrsti áfangastaður var Stjörnutorg í Kringlunni þar sem fyllt var á orkuna fyrir hið eina sanna Samfésball þar sem Páll Óskar, Emmsé Gauti, Jón Jónsson og DJ Sindri BM komu fram. Að sögn Arnars gekk allt eins og í sögu og voru krakkarnir til fyrirmyndar og skemmtu sér vel.