Kæru foreldrar
Vikan gekk mjög vel þrátt fyrir að veikindi séu aðeins farin að gera vart við sig hjá okkur. Í íslensku var stafurinn ý Ý kynntur og unnu nemendur í 1. bekk verkefni honum tengd. Á meðan unnu nemendur í 2. bekk verkefni í Ritrúnu, Ás og í Tvist. Í stærðfræði var meðal annars verið að vinna með samlagningu og frádrátt (tölur upp í 20), tölfræði og lengdir. Nemendur héldu áfram að sauma kross saum og gengur það ljómandi vel hjá þeim :)
Við vorum með afmælisstelpu í vikunni, en hún Alda okkar átti afmæli síðast mánudag og við sungum að sjálfssögðu fyrir hana :)
Í íþróttum fóru nemendur í hópleiki sem reyndu á samvinnu í fyrri tímanum en í seinni tímanum voru skotleikir s.s. brennó og skotbolti.
Í listum eru nemendur að smíða báta og gengur það ljómandi vel hjá þeim.
Í samfélagsfræði og náttúrufræði fóru nemendur í 1. bekk í Skólabókina mína og kláruðu myndina sína af skólanum. Nemendur í 2. bekk unnu með áttirnar (norður, suður, austur og vestur) í bókinni Kostuleg kort og gröf. Í náttúrufræði ræddum við meðal annars saman um það hvað hver og einn ætlaði að verða þegar þeir yrðu stórir. Í bekknum mátti finna tölvustrák, lækni, leikara, balletdansara, bakara, kokk og pæju sem eitthvað sé nefnt. Nemendur myndskreyttu sjálfsmyndina af sér sem fullorðnum.
Í trúarbragðafræði unnu nemendur myndverk tengt páskunum. Þeir unnu verk sem túlka átti skírdag.
Í upplýsingatækni unnu nemendur í stærðfræðiforritinu Snót og Snáði.
5 ára hópurinn kom í heimsókn til okkar eins og undanfarnar vikur, að þessu sini teiknuðu þeir fjölskyldu mynd. Á meðan unnu nemendur í 1. - 2. bekk eina æfingu í stafsetningu síðan sameinaðist allur hópurinn í kubba vali.
Næsta föstudag verður bangsadagurog þá meiga nemendur koma með bangsa í skólann J
Með góðri kveðju,
Vala
