Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.
Skila þarf lögum á geisladiski í síðasta lagi föstudaginn 4. maí, merkt Hamingjudagar á Hólmavík - Lagasamkeppni 2011, Höfðagata 3, 510 Hólmavík. Úrslitakeppnin fer svo fram í félagsheimilinu á Hólmavík og munu áhorfendur eins og venjulega velja sigurlagið í kosningu.
Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá tómstundafulltrúa Strandabyggðar, Arnari Snæberg Jónssyni, í netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941. Hér má skoða upplýsingar um fyrri sigurlög í keppninni, en Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík hefur farið með sigur af hólmi síðustu þrjú skipti sem keppnin hefur farið fram.
