Einn af föstum liðum skólastarfsins okkar er starfskynning10. bekkjar þar sem nemendur kynnast atvinnulífinu og mæta til vinnu í nokkra daga.Starfskynning er hluti af náminu og velja nemendur sér fyrirtæki í þeimtilgangi að kynnast starfsháttum þess, bæði til fróðleiks og ánægju.Síðastliðna viku héldu níu sprækir nemendur okkar af stað í starfskynningar íBorgarnesi, Reykjavík, Akureyri og hér á Hólmavík. Meðal þeirra fyrirtækja semheimsótt voru má nefna Límtré-Vírnet, Borgarverk, Loftorka, Vegagerðin, BeautyBar, Hárgreiðslustofa Helgu Bjarkar, Bakarameistarinn, Borgarleikhúsið,Sportver, Menningarhúsið Hof, Félagsmiðstöðvar Akureyrarbæjar, Tónabúðin,Studio 6, Ljósmyndastofa Guðrúnar Hrannar, Tölvutek, Subway, LeikfélagAkureyrar, Árholt, skólavistun fyrir fötluð börn, Grunnskólinn á Hólmavík, Héraðsbókasafn Strandasýslu og Gullsmiðirnir Sigtryggur og Pétur. Aukþess voru námsráðgjafar í Verkmennaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum áAkureyri og Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem tóku á móti hluta afnemendahópnum og kynntu nemendum ýmsa námsmöguleika og aðstæður. Markmiðið meðstarfskynningum er að kynna nemendum hina ýmsu atvinnumöguleika sem í boði eruog ýta undir áhuga þeirra á námi og hverskonar þekkingarleit.
Nemendur 10. bekkjar í starfskynningu
27.04.2012
Einn af föstum liðum skólastarfsins okkar er starfskynning10. bekkjar þar sem nemendur kynnast atvinnulífinu og mæta til vinnu í nokkra daga.Starfskynning er hluti af náminu og velja nemend...
