Þetta var í fjórða skipti sem dagurinn er haldinn hátíðlegur í Grunnskólanum á Hólmavík. Dagurinn hófst með fræðslu frá Einari Indriðasyni framkvæmdastjóra Sorpsamlags Strandasýslu, en að lokinni ruslatínslunni fengu allir heitt kakó í skólanum og áttu saman góða stund í vikulokin. Það var Ingibjörg Emilsdóttir verkefnisstjóri ásamt umhverfisnefnd skólans sem skipulagði umhverfisdaginn. Hann er liður í Grænfánastarfi skólans, en Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Grunnskólinn á Hólmavík hefur nú flaggað honum í þrjú ár.
Nemendum og starfsfólki grunnskólans á Hólmavík er þakkað frábært framlag við fegrun kauptúnsins!
