Fréttir og tilkynningar

Fleiri góðir styrktaraðilar Hamingjudaga

Strandakúnst opnar þriðjudaginn 12. júní 2012
Starf sveitarstjóra Strandabyggðar
Starf sveitarstjóra í Strandabyggð er laust til umsóknar og er leitað eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni.
Í Strandabyggð búa rúmlega 500 íbúar og er Hólmavík þéttbýlisstaðurinn. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og skólastarf öflugt, grunnskóli, leikskóli og tónskóli. Nánari upplýsingar um Strandabyggð er að finna á vefsíðunni www.strandabyggd.is.

Ársreikningur Strandabyggðar 2011

Auglýst eftir veiðimanni til hefðbundinnar minkaveiðar

Stuðningur við þingsályktunartillögu um heilsársveg í Árneshrepp
Sveitarstjórn Strandabyggðar lýsir yfir eindregnum stuðningi við tillögu til þingsályktunar um lagningu heilsársvegar í Árneshrepp (þingskjal 1417) og hvetur þingmenn til að vinna kappsamlega að því að málið nái fram að ganga. Heilsársvegur í Árneshrepp er afar brýnt hagsmunamál fyrir íbúa á Ströndum og grundvallaratriði fyrir jákvæða byggðarþróun.

Vorsýning leikskólans Lækjarbrekku
Umhverfis- og skipulagsnefnd 24. maí 2012
Sveitarstjórn Strandabyggðar 1197 - 29. maí 2012

Félagsmálastjóri í fríi 4. - 14. júní 2012

Skákhátíð á Ströndum hefst á Hólmavík í ár
Tímatafla Hamingjuhlaupsins tilbúin
13. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps, 30. maí 2012

Íbúð að Austurtúni 8 auglýst til tímabundinnar leigu
Sveitarstjórn Strandabyggðar fór yfir tilboð í 4 herbergja íbúð í raðhúsi að Austurtúni 8 á Hólmavík á vinnufundi sveitarstjórnar í gær. Ekki fengust viðunandi tilboð í eignina. Sveitarstjórn hefur ákveðið að auglýsa íbúðina til tímabundinnar útleigu frá 15. júní - 15. ágúst 2012. Íbúðin er jafnframt ennþá á sölu.
Umsóknir skal senda með pósti merkt: Skrifstofa Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða senda umsókn í tölvupósti merkt strandabyggd@strandabyggd.is fyrir kl. 12:00 á hádegi 11. júní 2012. Þeim umsækjendum sem þegar eiga umsóknir um leiguhúsnæði er bent á að endurnýja umsóknir sínar samkvæmt reglum, sjá hér að neðan.
Sveitarstjórn úthlutar íbúðunum samkvæmt eftirfarandi reglum sem samþykktar voru í sveitarstjórn 21. júní 2011:
Reglur um útleigu á íbúðarhúsnæði
í eigu sveitarfélagsinsStrandabyggðar
Samþykktar í sveitarstjórn Strandabyggðar 21. júní 2011

Viltu koma út að leika?

Vilt þú vera með sölubás á Hamingjudögum?
Vorferð og útieldun

Starf sveitarstjóra í Strandabyggð
Starf sveitarstjóra í Strandabyggð er laust til umsóknar og er leitað eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni.
Í Strandabyggð búa rúmlega 500 íbúar og er Hólmavík þéttbýlisstaðurinn. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og skólastarf öflugt, grunnskóli, leikskóli og tónskóli. Nánari upplýsingar um Strandabyggð er að finna á vefsíðunni www.strandabyggd.is.
Starfsvið sveitarstjóra:
Sveitarstjórnarfundur 1197 þriðjudaginn 29. maí 2012

Mögnuð töfrasýning með Ingó á föstudagskvöldinu

Arion banki styður við Hamingjudaga

Upplýsingamiðstöðin, sundlaug og tjaldsvæði - sumaropnun!
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Strandamönnum og ferðalöngum öllum gleðilegs sumars!

Jafnréttisáætlun Stranda og Reykhólahrepps samþykkt
Allir sem búa og starfa í sveitarfélögunum fjórum, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Reykhólahreppi og Strandabyggð, skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða,stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. Hugað skal sérstaklega að því að stuðla að jöfnum rétti karla og kvenna og vinna gegn stöðnuðum hugmyndum um hlutverk kynjanna sem hefta frelsi einstaklingsins til að geta notið sín á þeim sviðum sem slíkar staðalímyndir ná til.
Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð taka skýra afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og beinnar og óbeinnar mismununar kynjanna. Þetta kemur m.a fram í jafnréttisáætlun sem Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps vann.

Fundur í Umhverfis- og skipulagsnefnd
Pappírsblóm og vorpróf

Furðufatadagur og prófatímabil
Umhverfis- og skipulagsnefnd 14. maí 2012
12. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps, 9. maí 2012
