Fara í efni

Vorferð og útieldun

28.05.2012
 Elsku mamma og pabbiÉg var voða dugleg/ur í vikunni. Vikan byrjaði í listum hjá Dúnu, þar vann ég í stöðvum, ég byrjaði á því að búa til ótrúlega flott armband úr pappír. ?...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi


Ég var voða dugleg/ur í vikunni. Vikan byrjaði í listum hjá Dúnu, þar vann ég í stöðvum, ég byrjaði á því að búa til ótrúlega flott armband úr pappír. Ég vafði  pappírsræmu utan um tannstöngul sem átti að mynda perlu, þegar ég var búin að gera sex til sjö pappírsperlur lakkaði ég þær. Þegar þær voru orðnar þurrar, þræddi ég þær á teygjutvinna og setti skrautperlur inn á milli. Svo teiknaði ég frjálst í smá tíma og endaði á því að leika mér aðeins að leir.  
 

Í vikunni tók ég próf í ensku og fór í talnalykilinn hjá Jóhönnu Hreins. Ég var dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum bæði í íslensku og stærðfræði.


Í íþróttum hjá Kolla fór ég í kafsund og nokkra leiki. Krakkarnir í vorskólanum kom og voru með okkur á miðvikudeginum. Það var mjög gaman að fá þau í heimsókn.


Í ensku fór ég í samstæðu spil en þá átti ég að finna tvö eins orð, það gekk alveg ljómandi vel hjá mér enda er ég búin að fara mörgum sinnum í þetta spil.
 

Það sem mér fannst standa upp úr í vikunni var að fara í vorferðalagið. En ég fór á Eiríksstaði og Rjómabúið á Erpstöðum. Á Eiriksstöðum ferðaðist ég þúsund ár aftur í tíman, og fékk að skyggnast inn í heim Eiríks rauða.


Siggi safnvörður sagði mér sögur og sýndi mér allskonar víkingadót. Ég fékk meira að segja að baka víkingabrauð á langeldinum og mátt svo borða það þegar það var tilbúið. Ég fékk að máta víkingahjálm, brúka víkingasverð og halda á víkingaskyldi. Á leiðinni í rútuna sullaði ég aðeins í læknum :)
 

Á Rjómabúinu Erpstöðum fór ég á kanínu veiðar, ég fangaði þær með því að grípa í eyrun á þeim þegar þær kíktu út úr holunni sinni. Það var mjög skemmtilegt. Svo fékk ég að koma við kúarspena  og það var nú aldeilis upplifun. Ég fékk líka að halda á hömstrum, þeir voru rosalega flottir. Ég sá líka nokkrar kindur með lömbin sín og landnámshænur. Ég fékk að taka eggin og setja þau í fötu.  Áður en við lögðum af stað heim þá fékk ég að kaupa mér ís. Á heimleiðinni var ég mjög þreytt/ur þannig að ég lagði mig bara.

 

Vikan endaði svo á útieldun, en allir krakkarnir í skólanum voru saman þennan dag. Okkur var skipt í átta hópa. Tveir hópar sáu um að baka brauð, tveir hópar sáu um að elda súpu, tveir hópar sáu  um að poppa og tveir hópar sáu um að skera niður ávexti. Ég var í einum af þessum hópum og ég stóð mig frábærlega vel. Þessi vika er búin að vera mjög skemmtileg.


Eins og áður er ég búin/n að standa mig vera mjög vel í vikunni  og hegðun mín var til fyrirmyndar eða það segja stelpurnar allavegna :)

Skilaboð:

Á þriðjudag og miðvikudag fara fram nemendaviðtöl, þessa daga verður róleg stund hjá hinum á meðan viðtölin fara fram. Einnig minni ég á foreldraviðtölin, en þið kæru foreldrar hafið fengið upplýsingar um ykkar tíma sendar heim. Skólaslitin fara svo fram á föstudaginn í kirkjunni kl. 12:00


Með góðri kveðju,

Díana Jórunn, Elín Victoría, Friðrik Heiðar, Guðmundur Ragnar, Halldór Víkingur, Helgi Sigurður, Hilmar Tryggvi, Júlíanna Steinunn, Kristín Lilja, Lárus, Matthías, Róbert Máni, Signý, Sigurður Kári og Svanur Eðvald,



Til baka í yfirlit