Fara í efni

Pappírsblóm og vorpróf

21.05.2012
Elsku mamma og pabbi.Í þessari viku var ég líka mjög dugleg/ur . Ég byrjaði á því að fara í listir hjá Dúnu, þar vann ég í stöðvum, ég byrjaði á því að teikna mynd með kle...
Deildu
Elsku mamma og pabbi.

Í þessari viku var ég líka mjög dugleg/ur . Ég byrjaði á því að fara í listir hjá Dúnu, þar vann ég í stöðvum, ég byrjaði á því að teikna mynd með klessulitum, þá leiraði ég í smá tíma og endið svo á því að skreytti pappírs blómið mitt.
 

Ég fór í mörg próf í vikunni, ég byrjaði á því að taka próf í skrift, en ég tók líka próf í íslensku, stafsetningu og hraðlestrarpróf. Þó svo að vikan hafi einkennst af prófum var ég rosalega dugleg/ur  og náði ég flest öllum markmiðum mínum.

Í stærðfræði  var ég að vinna í Sprota  og ég var að vinna með þróun talna en þeir sem voru búnir með þær unnu með samlagningu og frádrátt. Ég tók líka próf í stærðfræði það var pínu erfitt en ég gerði eins vel og ég gat.  


Í íþróttum hjá Kolla tók ég sundpróf, það gekk alveg ljómandi vel. 

Í ensku vann ég æfingahefti, því að í næstu viku á ég að fara í enskupróf.

Svo var furðufatadagur  á föstudeginum, ég mætti í furðulegum fötum í skólann og það var mjög gaman.

Svo gerði ég líka margt annað sem óþarf er að telja hér upp :)


Skilaboð:

Næsta þriðjudag ætlar Jóhanna Hreindsdóttir að leggja fyrir mig stærðfræði talnalykilinn og svo stefni ég líka á að fara í heimsókn til Stínu á bókasafnið 


Næsta fimmtudag ætla ég að fara með hinum í 1. - 3. bekk í  skólaferðalag. Ég ætla að fara að ferðast þúsund ár aftur í tímann, fá sögustund við langeldinn og sjá hvernig fólkið  bjó á tímum Eiriks rauða.

Síðan ætla ég að fara í Rjómabúið Erpstöðum og gæða mér á heimagerðum rjómaís og sjá hvernig hann er unnin.  Ég þarf að taka með mér eitt þúsund krónur og tvöfalt nesti. Við förum af stað rúmlega átta og komum heim um tvö leytið.

Matthías var afmælisbarn vikunar.

Annars er ég búin/n að standa mig vera rosalega vel í vikunni eða það segir Vala, Alda og Árný allavega :)
 

Með góðri kveðju,

Díana Jórunn, Elín Victoría, Friðrik Heiðar, Guðmundur Ragnar, Halldór Víkingur, Helgi Sigurður, Hilmar Tryggvi, Júlíanna Steinunn, Kristín Lilja, Lárus, Matthías, Róbert Máni, Signý, Sigurður Kári og Svanur Eðvald,

 

Til baka í yfirlit