Hægt er að nálgast PDF-útgáfu af skjalinu til útprentunar með því að smella hér.
Þeir sem treysta sér frekar í styttri vegalengdir geta vitaskuld byrjað á fyrirfram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu - eða annars staðar ef því er að skipta - það er í góðu lagi að byrja að hlaupa 100 metra frá rásmarkinu. Hamingjuhlaupið snýst um að hver og einn hleypur samkvæmt eigin getu í þeim tilgangi að auka hamingjustuðul sinn. Að vanda er það Stefán Gíslason Gíslasonar á Gröf í Bitrufirði sem stendur fyrir hlaupinu, en þetta er fjórða árið í röð sem formlegt Hamingjuhlaup fer fram.
Fyrirspurnum varðandi hlaupið má beina til Stefáns í netfangið stefan[hjá]environice.is.