Fara í efni

Vorsýning leikskólans Lækjarbrekku

06.06.2012
Vorsýning leikskólans Lækjarbrekku var opnuð í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík 25. maí s.l. Á sýningunni má líta fjölda glæsilegra listaverka eftir nemendur skólans sem unnin ha...
Deildu
Vorsýning leikskólans Lækjarbrekku var opnuð í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík 25. maí s.l. Á sýningunni má líta fjölda glæsilegra listaverka eftir nemendur skólans sem unnin hafa verið skólaárið 2011- 2012. Gullkorn sem nemendur hafa látið falla í dagsins önn setja einnig sterkan blæ á sýninguna og fá gesti til að sjá lífið og tilveruna í nýju og oft á tíðum stórskemmtilegu ljósi. 

Allir íbúar og gestir á Ströndum eru hvattir til að skoða sýninguna sem stendur uppi fram yfir Hamingjudaga 2012.
Til baka í yfirlit