A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vetrarsól á Ströndum

13. janúar 2021 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Nú eru sex dimmustu vikur vetrar að baki og við erum farin að finna fyrir sólinni rísa á ný. Og þrátt fyrir að Covid hamli okkur frá því að gera almennilegan óskunda (eða kannski bara skunda?) þá ætlum við að gera okkar besta til að fagna rísandi sólu og vaxandi ljósi með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi.

Vetrarsólarteymið, með Arnkötlu í fararbroddi, hefurs sett niður þessa litlu dagskrá og lofa því að verða enn duglegri á næsta ári með fullt af skemmtilegu!

Linkar fyrir Zoom viðburði verða birtir síðar á Facebooksíðu hátíðarinnar.
...
Meira

Ljósmyndaklúbburinn Augnablikiđ

13. janúar 2021 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Mynd Svavar Knútur, tekin af Augnablikinu
Mynd Svavar Knútur, tekin af Augnablikinu
Arnkatla - lista- og menningarfélag á Ströndum og í Reykhólahreppi búið að stofna ljósmyndaklúbb sem heitir Augnablikið. Öll sem vilja mega taka þátt í Augnablikinu. Þar verður í gangi allskonar myndasprell, þrautir og þemavinna fyrir þátttakendur, auk námskeiða sem hugsanlega verða haldin í framtíðinni. Fyrsta sprellið, dálítill ljósmyndaleikur, verður á meðan vetrarhátíðin
Vetrarsól á Ströndum er í gangi um helgina sem nú er að bresta á. Þau sem eru með í Augnablikinu mega svo gjarnan birta skemmtilegar nýjar myndir sem fólk hefur sjálft tekið á síðu hópsins.
Augnablikið er að finna á Facebook.

Ţorrablótiđ 2021

12. janúar 2021 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Þorrablótinu 2021 er því miður frestað til ársins 2022 vegna sóttvarnarreglna. Nefndin hefur því lengri tíma til undirbúnings og safnar skemmtiatriðum í ár í viðbót. 

Þorrablótsnefndin 2021-2022

Viđvera sýslumanns

12. janúar 2021 | Brynja Rós Guđlaugsdóttir


Jónas Guðmundsson sýslumaður verður til viðtals á skrifstofunni á Hólmavík fimmtudaginn 14. janúar, tímapantanir í síma 458 2400

 

Laus störf

12. janúar 2021 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir


Strandabyggð auglýsir laus störf í Grunnskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku

 • Stuðningsfulltrúi, 100%. Vinnutími 8:00-16:00. Um er að ræða starf með nemanda/nemendum með sérþarfir og eftirfylgni í grunnskóla og Frístund. Í starfinu felst einnig gæsla í frímínútum.
 •  Deildarstarfsmaður á leikskóla 50% Vinnutími 12:00-16:00. Leitað er eftir fólki með kennaramenntun, uppeldismenntuðu fólki eða fólki sem hefur áhuga á að vinna með börnum.

Áhersla er lögð á jákvæðni, sveigjanleika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Áreiðanleiki og frumkvæði eru góðir kostir.

Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að fara á milli leik- og grunnskóla og þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst.

Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2021.

Nánari upplýsingar gefur Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri sími 451 3430, skolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir ásamt starfsferilskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á netfangið: skolastjori@strandabyggd.is

Sveitarstjórnarfundur 1313 í Strandabyggđ, 12.01.21

08. janúar 2021 | Ţorgeir Pálsson

Sveitarstjórnarfundur 1313 í Strandabyggð

Fundur nr. 1313, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. janúar 2021 kl 16.00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

 1. Staðfesting á lánasamningum vegna endurfjármögnunar lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga
 2. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra
 3. Nefndarfundir
  1. Tómstunda og íþróttanefnd, 11.01.21
 4. Gjaldskrárbreytingar, reglur
  1. Gjaldskrá fráveitu
  2. Gjaldskrá vatnsveitu
  3. Gjaldskrá byggingarleyfa ofl
  4. Gjaldskrá fyrir gáma- og geymslusvæði
  5. Reglur um gáma- og geymslusvæði
 5. Sterkar strandir – fundargerð frá 22.12.20 - til kynningar
 6. Vestfjarðastofa – fundargerðir 31 og 32 frá 27.10.20 og 16.12.20 – til kynningar
 7. Vestfjarðastofa, starfsáætlun 2021 – til kynningar
 8. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 892 frá 11.12.20 – til kynningar
 9. Hafnarsamband Íslands – fundargerðir 429 og 430 frá 26.11.20 og 11.12.20 – til kynningar.

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Janúar 2021 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir

Vefumsjón