A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Gögn frá íbúafundi um sameiningarvalkosti Strandabyggđar

22. október 2021 | Jón Jónsson
Niđurstöđur af röđuninni á valkostunum
Niđurstöđur af röđuninni á valkostunum

Fyrr í mánuðinum var haldinn vel sóttur íbúafundur í Strandabyggð til að leita eftir sjónarmiðum íbúa og kynna vinnu við greiningu valkosta í sambandi við hugsanlega sameiningu sveitarfélagsins við önnur. Spurt var hvort Strandabyggð ætti að hefja sameiningarviðræður og hver ættu að vera áhersluatriði Strandabyggðar í slíkum viðræðum. 

 
Það var RR-ráðgjöf sem tók að sér vinnu við valkostagreininguna og kynntu þeir niðurstöður sínar. Einnig kom Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar Múlaþings og fyrrum sveitarstjóri Djúpavogshrepps á íbúafundinn og sagði frá reynslu Djúpavogshrepps við uppbyggingu og reynslu sveitarfélagsins af sameiningarviðræðum á Austurlandi og sameiningu í nýtt Múlaþing. 

 

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist um niðurstöður skoðunarkönnunar á fundinum, um hvernig þátttakendur röðuðu þeim valkostum sem voru í boði. 33 tóku þátt í þeirri röðun, en um það bil helmingi fleiri voru á fundinum í eigin persónu eða fylgdust með í streymi. Niðurstaðan var nokkuð afgerandi varðandi að fundarmenn vildu hefja sameiningarviðræður við nálæg sveitarfélög, en skiptar skoðanir um hversu stórtæk hún ætti að vera. 

 

Eins er ekki búið að fá afstöðu nágrannasveitarfélaga til málsins, en á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar var samþykkt að senda öllum sveitarfélaginum sem nefnd voru til sögu í valkostagreiningu erindi og spyrjast fyrir um afstöðu þeirra til að hefja viðræður við Strandabyggð um sameiningu. Slíkt bréf hefur þegar verið sent til Reykhólahrepps, Dalabyggðar, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Húnaþings vestra. 

Tenglar:
Glærur sem kynntar voru á fundinum
Samantekt á niðurstöðum fundarins 

Ađalfundur

20. október 2021 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir

Aðalfundur

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík og Foreldrafélag leikskólans Lækjarbrekku boða til sameiginlegs aðalfundar miðvikudaginn 27. október 2021.

Fundurinn verður haldinn í Hnyðju kl. 20:00.

Dagskrá fundar:

  • Skýrsla stjórnar og reikningar foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku
  • Kosið um slit á Foreldrafélagi leikskólans Lækjarbrekku
  • Skýrsla stjórnar og reikningar Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík
  • Kosið um breytingar á lögum Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík
  • Kosning stjórnar
  • Önnur mál

Sýnum lit og fjölmennum á fundinn. Stuðningur foreldra við skólastarfið er dýrmætur og til góðs fyrir alla nemendur skólans. 

Bestu kveðjur

Stjórn foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku og
Stjórn foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

Hinsegin frćđsla

15. október 2021 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir
Hinsegin fræðsla verður í Leikskólanum Lækjarbrekku og Grunnskólanum á Hólmavík dagana 18.- 19. október nk. 
Fræðari kemur frá Samtökunum78 en þau halda úti umfangsmikilli fræðslu um hinseginleikann fyrir alla aldurshópa. Fræðslan fer fram bæði í leikskólanum og grunnskólanum.

Hinsegin fræðsla fyrir öll áhugasöm verður í félagsheimilinu klukkan 18:00-19:00 mánudaginn 18. október. 
Um samtökin78 og starfsemi þeirra er hægt að fræðast á https://samtokin78.is/


Menntakvika

15. október 2021 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir
Nýjustu rannsóknir í menntavísindum hér á landi verða kynntar á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, sem haldin verður á netinu 15. október. Flutt verða um 280 erindi í 76 rafrænum málstofum.
 Dagskrána er að finna á https://menntakvika.hi.is/dagskra-2021/

Tveir starfsmenn Grunnskólans á Hólmavík taka þátt í kynningunni þær Hrafnhildur Þorsteinsdóttir og Magnea Dröfn Hlynsdóttir.
Ráðstefnan er opin öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Sveitarstjórnarfundur 1324 í Strandabyggđ

09. október 2021 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Fundur nr. 1324, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. október 2021 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:


   1. RR Ráðgjöf, niðurstöður valkostagreiningar frá íbúafundi 5. október.

  2. Fjárhagsáætlun Brunavarna Dala, Strandabyggðar- og Reykhólahrepps v. 2022

  3. Úttekt HMS á starfssemi slökkviliðs Strandabyggðar.

  4. Kvenfélagið Glæður, ósk um umsjón með gróðurreitum í Klifi.

...
Meira

Lokađ verđur fyrir vatniđ í kvöld

06. október 2021 | Brynja Rós Guđlaugsdóttir

Lokað verður fyrir vatnið kl. 21:00 vegna viðgerða miðvikudaginn 6.10.2021. Lokað verður fyrir innan klif ásamt höfninni, þetta er við eftirtaldar götur Borgabraut, Brattagata, Brunngata, Hafnarbraut innan klifs, Höfðagata, og Kópnesbraut áætlað er að viðgerðin geti tekið allt að klukkustund.

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón