A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Stađardalsrétt

18. september 2022 | Ţorgeir Pálsson
« 1 af 4 »

Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir hlutaðeigandi,

Í dag, sunnudaginn 18. september, var réttað í nýrri rétt í Staðardal. Þessi nýja rétt leysir af hólmi gömlu Staðarrétt sem er komin vel til ára sinna og orðin lúin, enda búin að þjóna vel í gegnum tíðina.  Þessi nýja rétt er önnur af tveimur nýjum réttum sem reistar hafa verið í haust og eru báðar gott merki um þá verkþekkingu og framsýni sem býr í bændum í Strandabyggð.

Þessi nýja rétt, sem er í landi Hrófbergs, er um margt nýstárleg og óhefðbundin.  Enda var haft á orði í dag, að nú gætu krakkarnir ekki lengur dregið í dilka líkt og áður.  Þessi rétt er með svokölluðum flokkunargangi, sem bændur hafa notað víða í fjárhúsum, en er ekki algengt form hvað réttirnar sjálfar varðar.  Hin nýja rétt er ein örfárra slíkra á landinu.  Þetta verklag tryggir betra flæði og minna álag á féð.

Heiðurinn að þessari uppbyggingu réttarinnar eiga þau hjón Magnús og Marta á Stað, sem að öðrum ólöstuðum hafa sýnt einstakan áhuga og eljusemi í þessu verkefni.  Hugmyndavinnan á sér langan aðdraganda sem í dag skilaði sér sérlega vel.  Þeim hjónum og börnum og tengdabörnum þeirra, sem einnig komu hingað til að vinna við réttarsmíðina, er þakkað einstakt framlag og framsýni.

Sömuleiðis fær Haraldur Jónsson smiður og bóndi góðar þakkir, en hann miðlaði af sinni miklu fagþekkingu og tók að sér hlutverk yfirsmiðs. 

Margir aðrir komu einnig að verkefninu og má þar nefna, Birki Þór Stefánsson í Tröllatungu, Þorvald Garðar Helgason, krakkana á efsta stigi í Grunnskólanum á Hólmavík og listakennarann þeirra, Diddu Hjartardóttur Leaman sem gerðu skiltið og marga fleiri.  Kærar þakkir til allra sem komu að gerð réttarinnar með einum eða öðrum hætti.

Síðast en ekki síst ber að nefna landeigandann, Einar Gottskálksson og fjölskyldu hans, sem frá upphafi hafa sýnt verkefninu mikinn skilning og stuðning.  Þeim þökum við sömuleiðis kærlega fyrir.  Það má með sanni segja að þess nýja rétt rísi með sterkt bakland, stuðning og áhuga margra.

Um leið og við þökkum gömlu Staðarrétt fyrir dygga þjónustu, tökum við í notkun Staðardalsrétt í landi Hrófbergs í Staðardal og það er einlæg ósk okkar allra að hún muni þjóna notendum sínum vel og lengi.

Til hamingju Strandabyggð!

Kveðja

Þorgeir Pálsson

Oddviti.

Réttađ í nýrri rétt i Stađardal, sunnudaginn 18. september

17. september 2022 | Ţorgeir Pálsson
Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir hlutaðeigandi,

Réttað verður í nýrri rétt í Staðardal, sunnudaginn 18.september.  Miðað er við að réttarstörf hefjist um kl 14.  Réttarstjóri er Magnús Steingrímsson.  Það verður stutt athöfn áður en réttarstörf hefjast og við hvetjum ykkur til að mæta og samgleðjast okkur með þessa glæsilegu rétt, sem er í landi Hrófbergs, fljótlega eftir að ekið er inn í Staðardal.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti


Útsending frá sveitarstjórnarfundi 1336

13. september 2022 | Ţorgeir Pálsson
Hér má finna tengil á beina útsendingu á Youtube síðu Strandabyggðar frá sveitarstjórnarfundi 1336, í dag kl 16.  Upptakan ætti svo að verða aðgengileg á síðunni fljótlega.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Viđvera sýslumanns

13. september 2022 | Anna Björg Ţórarinsdóttir

Viðtalstími sýslumanns  

 

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, Jónas B. Guðmundsson, verður til viðtals á skrifstofu  embættisins á Hólmavík
milli kl. 10:00 og 12:00 föstudaginn 16. september nk.

Ef óskað er viðtals látið vita á skrifstofunni á Hólmvík í s. 458 2453 eða í netfangið jg@syslumenn.is.


Sveitarstjórnarfundur nr. 1336

09. september 2022 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Fundur nr. 1336 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13. september kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:


1. 6 mánaða uppgjör Strandabyggðar
2. Forsendur fjárhagsáætlunar 2023-2026, bréf frá Sigurði Á. Snævarr
3. Viðauki IV
4. Stjórnsýsluskoðun Strandabyggðar
5. Reglur um fjárhagsaðstoð barnaverndarnefndar
6. Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar
7. Endurreikningur á launum sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna v. vísitöluútreiknings þingfararkaups
8. Sameiningarviðræður við önnur sveitarfélög
9. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Strandabyggð
10. Reglur um refa- og minkaveiði
11. Erindi frá Þórdísi Karlsdóttur um leyfi frá nefndarstörfum
12. Fulltrúi og varamaður í fulltrúaráð umhverfisvottunar Vestfjarða

...
Meira

Strandabyggđ auglýsir tvćr íbúđir til leigu.

09. september 2022 | Salbjörg Engilbertsdóttir

 

Um er að ræða eftirfarandi íbúðir:

Lækjartún 20. Íbúðin er 61,5 m2 og er laus frá 15. september nk. Í íbúðinni er 1 svefnherbergi og sameignlegt rými fyrir eldhús og stofu. Einnig er geymsla í íbúðinni.

Lækjartún 18. Íbúðin er 87,8 m2 og er laus frá 15. október nk. Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi, eldhús, stofa og geymsla.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 25 eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 16. september nk.

Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Strandabyggðar á opnunartíma, 10:00-14:00 eða í síma 451-3510.

 

Reglur um útleigu á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar

Samþykktar í sveitarstjórn Strandabyggðar 21. júní 2011

  1. Strandabyggð getur leigt út íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins, bæði tímabundið og ótímabundið. Gerðir eru skriflegir samningar við leigutaka og er miðað við þriggja mánaða uppsagnarfrest af beggja hálfu. Heimilt er að tengja leigugjald við vísitölu. Leigugjald skal taka mið af verði á almennum markaði á svæðinu og jafnframt stærð, aldri, gerð og ástandi húsnæðis.
  2. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að breyta leiguverði samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Tilkynna skal leigutökum um slíkt áður en breytingin tekur gildi með þriggja mánaða fyrirvara.
  3. Sveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að selja leiguíbúðir og íbúðarhús í eigu sveitarfélagsins. Skylt er að tilkynna leigutaka um slíka ákvörðun þegar hún liggur fyrir.
  4. Þegar íbúðarhúsnæði losnar er meginregla að það tiltekna húsnæði skuli auglýst opinberlega til leigu og óskað eftir umsóknum. Þeir sem þegar hafa lýst yfir áhuga á leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins þurfa að endurnýja umsókn sínar hverju sinni. Miða skal við að auglýsing sé uppi á viðteknum stöðum í sveitarfélaginu og jafnframt birt á vef Strandabyggðar í að minnsta kosti 10 daga áður en umsóknarfrestur rennur út. Í einstökum tilfellum getur sveitarstjórn vegna sérstakra aðstæðna tekið formlega ákvörðun um að fyrirkomulag sé annað.
  5. Áður en íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er úthlutað til leigu skal leita eftir umsögn félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps um hvort þörf sé fyrir úthlutun þess á grundvelli félagslegra aðstæðna og sjónarmiða.
  6. Sveitarstjórn skal á fundi sínum fjalla um og úthluta leiguíbúðum samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum með hliðsjón af aðstæðum umsækjenda.
  7. Fara skal með umsóknir sem trúnaðarmál

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón