A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarlokun skrifstofu Strandabyggđar

19. júlí 2019 | Ţorgeir Pálsson
Strandabyggð verður með sumarlokun á skrifstofu sinni frá 22. júlí – 2. ágúst. 

Sjáumst hress í ágúst. Njótið sumarsins í Strandabyggð.

Stađa ýmissa verkefna

19. júlí 2019 | Ţorgeir Pálsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,

"Sumarið er tíminn", söng Bubbi Morthens hér um árið. Og það er rétt, að sumarið er tíminn til ýmissa verka, en ekki allra.  Sumarið er nefnilega sá tími þar sem mörg verkefni riðlast og/eða fara í bið vegna sumarleyfa.  Þannig er það hjá okkur í Strandabyggð, eins og öðrum.

Frá og með mánudeginum 22. júlí n.k. verður skrifstofa Strandabyggðar lokuð fram yfir Verslunarmannahelgi.  Júlí hefur þar að auki verið erfiður vegna sumarleyfa starfsmanna og því hafa nokkur verkefni farið í bið.  Má þar nefna; Umhverfisátakið, undirbúning hitaveitu, skipulagsmál o.s.frv. 

Það verður hins vegar allt sett á fulla ferð aftur eftir sumarfrí og lokun og við munum þá sjá næstu skref í umhverfisátakinu, sem eru að fjarlægja þá bíla sem Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða merkti fyrr í sumar, en eru enn á sínum stað.  Við munum auka tiltekt á Skeiðinu, ganga frá lóð til geymslu vinnuvéla o.s.frv.  Hvað hitaveitumálin varðar munum við hefja álagsprófun sem fyrst í haust, ef og þegar samningar við landeigendur liggja fyrir.

Það er því engin breyting eða endir á neinum verkefnum, aðeins bið ... því eins og segir í kvæðinu: "sumarið er tíminn ..."

Starf viđ leikskólann Lćkjarbrekku

19. júlí 2019 | Leikskólinn Lćkjarbrekka

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni í 100% stöðu. Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu fólki eða fólki sem hefur áhuga á að starfa með börnum. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 7. ágúst 2019.

 

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Við leikskólann er unnið eftir áherslum jákvæðs aga. Einnig er lögð mikil áhersla á læsi í víðum skilningi. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði og sjálfstæði í starfi góður kostur.

 

Umsóknarfrestur er til 28. júlí 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, leikskólastjóri, sími 845 4589,
netfang: leikskolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á leikskolastjori@strandabyggd.is eða alma@strandabyggd.is 

Sumar í Strandabyggđ!

15. júlí 2019 | Ţorgeir Pálsson

Sumarið er ekki búið!  Það hefur verið mikið líf og fjör á Hólmavík að undanförnu.  Alls kyns hátíðir og viðburðir, talsvert um ferðamenn, enda mikið að sækja hingað sem og í Strandabyggð alla og sveitarfélögin í kring um okkur.  Það er líf við höfnina, tjaldsvæðið er þétt skipað, mikið að gera á veitingastöðum, söfnum, kaffihúsum, fólk á gangi um bæinn að skoða og njóta og nýta sér alls kyns þjónustu, allt frá dekkjaviðgerðum til þriggja rétta máltíða o.s.frv., o.s.frv.  Þetta er ánægjulegt og hvetur okkur til dáða; til að gera betur, auka þjónustuna og efla Strandabyggð sem ferðamannastað.  Og eins og við vitum, er Strandabyggð miklu meira en bara Hólmavík: Til dæmis Kaldalón og allt það svæði, sem er kafli útaf fyrir sig.  Þvílík náttúruperla.  Í okkar landi!  Þarna eru mikil tækifæri fyrir okkur íbúa sem og aðra til að njóta þess besta sem okkar landslag og náttúra hefur uppá að bjóða. 

Strandabyggð er sélega vel staðsett þegar kemur að ferðaþjónustu. Héðan er hægt að fara í fjölda stórkostlegra dagsferða; Djúpavík, Drangsnes, Bjarnarfjörður, Norðurfjörður, Krossneslaug, Reykhólar, Dalirnir og þannig mætti lengi telja.


Njótum sumarsins, njótum Strandabyggðar og nágrenis!

Laus stađa Félagsmálastjóra

12. júlí 2019 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Félagsþjónusta Stranda- og Reykhóla auglýsa lausa til umsóknar stöðu félagsmálastjóra frá 1. september 2019.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps var stofnuð 1. febrúar 2011. Fjögur sveitarfélög sameinast um félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur. Félagsmálastjóri hefur aðsetur á Hólmavík en hefur auk þess haft fasta viðveru á Reykhólum einn dag í viku. Sex málaflokkar heyra undir félagsmálastjóra en þeir eru: Barnavernd • Félagsleg heimaþjónusta • Félagsleg ráðgjöf Fjárhagsaðstoð • Málefni aldraðra • Málefni fatlaðra.

Nánari upplýsingar um starfið og umsókn er hægt að finna hér.

Náttúrubarnahátíđ á Ströndum 2019

08. júlí 2019 | Salbjörg Engilbertsdóttir
« 1 af 4 »
Fjölskylduhátíðin Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin í þriðja skiptið helgina 19.-21. júlí nú í sumar. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni en hann hefur verið starfræktur síðan sumarið 2015. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum yfir sumartímann og miðar að því að fræða börn á öllum aldri um ólíkar hliðar náttúrunnar á námskeiðum sem snúast um útivist og náttúruskoðun þar sem þau læra með því að sjá, snerta og upplifa viðfangsefnin....
Meira

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Júlí 2019 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón