A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lubbi finnur málbein

24. mars 2017 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Nú 3. mars var haldið námskeið í Hnyðju tengt málörvunarefninu Lubbi finnur málbein.

Námskeiðið var haldið fyrir tilstuðlan leikskólans Lækjarbrekku. Auk starfsfólks leikskólans mættu  starfsfólk leik- og grunnskóla Drangsness og starfsfólk Reykhólaskóla – sem er samrekinn leik- og grunnskóli.  Eyrún Ísfold Gísladóttir talmeinafræðingur og annar höfunda Lubba finnur málbein, hélt námskeiðið.

Lubbi finnur málbein er málörvunarefni sem byggt er á samnotkun tákna og hljóða. Í íslensku tungumáli eru 35 málhljóð og í námsefninu er hvert og eitt einasta málhljóð bundið við bein. Lubbi fer því um allt land til að finna íslensku málbeinin, til að læra að hljóða stafina.

Námsefni Lubba samanstendur af bók með sögum um hvert málhljóð og vísur eftir Þórarinn Eldjárn, íslandskortið þar sem málbeinin hans Lubba er að finna, DVD diskur og CD diskur þar sem börn eru að flytja Lubbavísurnar og sýna börnum hvernig táknið er fyrir  hvert málhljóð. Þá eru líka fjórar sérstakar Lubbasmiðjur sem innihalda ítarefni og hugmyndir að því hvernig hægt er að vinna með Lubbaefnið.

Við lok síðasta skólaárs gaf foreldrafélag leikskólans leikskólanum Lubbasmiðju 1,  Lubbabókina, DVD og CD diska ásamt veggspjöldum með málhljóðunum og Íslandskortið.

1. mars gáfu Viðar Guðmundsson og Barbara Ósk Guðbjartsdóttir leikskólanum Lubbasmiðjur 2 og 3 og í framhaldi af námskeiðinu fjárfesti leikskólinn í Lubbasmiðju 4 og hefur leikskólinn því eignast allt námsefni Lubba.

Nú þegar er byrjað að vinna með Lubbasmiðjurnar með öllum börnum leikskólans.

Strandabyggđ tekur ţátt í Jarđarstund - Earth hour

23. mars 2017 | Andrea Kristín Jónsdóttir
Þann 25. mars. nk. á milli kl.20:30-21:30 er stund sem kallast Jarðarstund.  Markmið Jarðarstundar er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftlagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund og sýna þannig fram á vitundarvakningu. Allir eru hvattir til að taka þátt í Jarðarstundinni og kveikja ekki á rafmagnsljósum milli kl. 20:30 og 21:30 laugardaginn 25. mars....
Meira

Sigurganga í Flandrasprettum

23. mars 2017 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Sigurvegarar stigakeppninnar ásamt skipuleggjendum
Sigurvegarar stigakeppninnar ásamt skipuleggjendum
Eftirfarandi Strandamenn hlutu verðlaun í stigakeppnivetrarins:
Árný Helga Birkisdóttir varð stigahæst yfir árið í flokki stúlkna, 18 ára og yngri.
Stefán Þór Birkisson varð stigahæstur yfir árið í flokki drengja, 18 ára og yngri.
Vala Friðgeirsdóttir varð stigahæst yfir árið í flokki kvenna, 40-49 ára.
Auk þess hlutu Esther Ösp, Birkir og Vala öll útdráttarverðlaun....
Meira

Verđfyrirspurn vegna lagningar á ljósleiđara í Strandabyggđ

17. mars 2017 | Andrea Kristín Jónsdóttir
Veitustofnun Strandabyggðar óskar eftir að áhugasamir aðilar gefi einingaverð í eftirfarandi vinnuþætti vegna fyrirhugaðrar vinnu við lagningu ljósleiðara í Strandabyggð á árinu 2017.
Verkið felst í því að plægja niður annarsvegar ljósleiðara og hinsvegar  ljósleiðara og háspennustreng saman, fleygun í skurði og gröft við hús....
Meira

Fundarbođ - Sveitarstjórnarfundur 1258 í Strandabyggđ

13. mars 2017 | Andrea Kristín Jónsdóttir
Fundur nr. 1258 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í miðvikudaginn 15. mars 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
...
Meira

Starf á skrifstofu Strandabyggđar

08. mars 2017 | Andrea Kristín Jónsdóttir
Við hjá Strandabyggð leitum enn að liðsauka á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem skipulagðir og töluglöggir einstaklingar með góða samskiptafærni ættu að blómstra á góðum og skemmtilegum vinnustað. 
Tengill inn á www.alfred.is
...
Meira

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Mars 2017 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir

Vefumsjón