A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1307 í Strandabyggđ, 14.07.20

Ţorgeir Pálsson | 10. júlí 2020

 

Sveitarstjórnarfundur 1307 í Strandabyggð

Fundur nr. 1307, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. júlí 2020 kl 16.00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Lántökur hjá Lánasjóði Sveitarfélaga
 2. Fjárhagsáætlun 2020 – skerðing á framlögum Jöfnunarsjóðs
 3. Geislinn – Húsbygging á Grundum
 4. Strandagaldur – Minnisvarði um galdraöldina við Galdrasýninguna
 5. Leikskólinn Lækjarbrekka – framkvæmdir á leikskólaóð
 6. Hallgrímur Sveinn Sævarsson – fyrirspurn
 7. Hallgrímur Sveinn Sævarsson - Styrkumsókn
 8. Fundargerðir nefnda
  1. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, frá 24.06.20
  2. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd frá 13.07.20
 9. HMS – Úthlutun stofnfjárframlags vegna húsbyggingar í Strandabyggð
 10. Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla – ársreikningur 2019
 11. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð nr. 885 frá 12.07.20
 12. Vestfjarðastofa – aukafundur 12.05.20
 13. Skipulagsstofnun - Umsögn svæðisráðs um athugasemdir við lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum
 14. Skipulagsstofnun - Skipting Arnarfjarðar í Eldissvæði
 15. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti – Fiskeldi í Jökulfjörðum
 16. EFLA – Sviðsmyndir um raforkunotkun á Vestfjörðum

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Pétur Matthíasson

 

Náttúrubarnahátíđ á Ströndum 2020

Brynja Rós Guđlaugsdóttir | 10. júlí 2020
« 1 af 2 »

Fjölskylduhátíðin Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin laugardaginn 11. júlí nú í sumar. Hátíðin fer fram á Sauðfjársetrinu á Ströndum.

Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin en þetta sumarið verður hún með örlítið óhefðbundnu sniði og fer til dæmis fram á einum degi en ekki þrem líkt og áður. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem flétta saman skemmtun og fróðleik.

Dagskrána má sjá hér:

11:00 Náttúrujóga með Hvatastöðinni

12:00 Rölt eftir stígnum Sjávarslóð og framkvæmdur Veðurgaldur

12:00 Hægt að kaupa súpur og samlokur í Sævangi

12:30 Magnað atriði frá Sirkus Íslands

13:00 Spennandi útismiðja með Jóni Víðis

14:30 Náttúruhljóðsmiðja, hljóðum úr náttúrunni safnað og notuð í tónverk með aðstoð tækninnar, Auður Viðarsdóttir er listrænn stjórnandi smiðjunnar

16:00 Gönguferð í teistuvarpið, kíkt á teistuunga sem búa í kössum í fjörunni

17:00 Strandahestar, bogfimi, opið hús í tilraunastofunni, plastdýragarðinum og fleira

17:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur í Sævangi

19:00 Töfrasýning með Jóni Víðis

20:00 Stuðboltinn Raggi Torfa stjórnar fjörusöng

21:30 Trölla- og draugasögur í Sagnahúsinu


Það er frítt á öll atriði hátíðarinnar. Frítt verður líka á sögusýningar Sauðfjársetursins á laugardaginn og frábær tilboð á Kaffi kind alla helgina.

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að kynna sér hátíðina á Facebook síðu Náttúrubarnaskólans, á natturubarnaskoli@gmail.com eða hjá Dagrúnu í síma 661-2213.

Sumar í Strandabyggđ

Ţorgeir Pálsson | 07. júlí 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það er mikið að gerast í Strandabyggð þessa dagana.  Hamingjudagar voru nýlega og tókust mjög vel. Lotta kom eins og áður en nú var sýningin þeirra í lundinum við hliðina á Bragganum og það reyndist frábær staður.  Dagskrá Hamingjudaga var annars nokkuð viðamikil, með brekkusöng, varðeld, hamingjuhlaupi, hamingjujoga, opnum húsum, söngatriði Unnar Malínar, Galdraleikum ofl.

Síðustu dagar hafa verið sérlega góðir á Hólmavík; sól og sæla. Vinnuskólakrakkarnir hafa unnið vel í að fegra umhverfið okkar og sést það um allan bæ.  Síðan var formleg opnun á ærslabelgnum í gær, með pylsupartýi og fjöri. 

Að auki hefur Geislinn boðið upp á tveggja vikna leikjanámskeið fyrir yngri börnin og íþróttaþjálfun fyrir þau eldri. Þetta bætist við leikjanámskeið og Náttúrubarnaskóla sem voru í síðasta mánuði.  Þannig að það er nóg að gerast á Hólmavík!

Njótum sumarsins!

Halló Krakkar!

Ţorgeir Pálsson | 05. júlí 2020

Halló Krakkar í Strandabyggð!

Á morgun, mánudag 6. júlí, kl 15.30, ætlum við að taka ærslabelginn okkar formlega í notkun.  Við hittumst öll við Ærslabelginn, skemmtum okkur og fáum veitingar.  Athöfnin verður búin um kl 16.30. 

Foreldrar leikskólabarna;  vinsamlegast sækið börnin við Ærslabelginn, ekki í leikskólann í þetta sinn!

Sjáumst!

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum viđ verkefniđ Sterkar Strandir

Brynja Rós Guđlaugsdóttir | 03. júlí 2020

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í tengslum við
Sterkar Strandir. Um er að ræða fyrstu úthlutun í verkefninu en verkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir. Umsóknarfrestur er til 24. júlí 2020.

Alþingi ákvað að veita auknu fjármagni til verkefna á vegum Brothættra byggða og því eru til ráðstöfunar
13,7 m. kr. í þessari úthlutun. Verkefni sem verða styrkt að þessu sinni og hljóta styrk úr aukaframlagi Alþingis til Brothættra byggða á þessu ári þurfa að vera hafin í síðasta lagi 1. september 2020 og lokið eigi síðar en 1. apríl 2021 og eru umsækjendur beðnir um að hafa það að leiðarljósi við gerð umsókna.

Meginmarkmið verkefnisins Sterkar Strandir eru eftirfarandi:
Sterkir innviðir og öflug þjónusta
Stígandi í atvinnulífi
Stolt og sjálfbært samfélag

Væntanlegar umsóknir þurfa að taka mið af þessum markmiðum.

Á vef Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is) eru nánari
reglur um styrkveitingar, markmiðaskjal verkefnisins. Á vef Vestfjarðarstofu (www.vestfirdir.is) má nálgast umsóknareyðublað sem umsækjendur um styrk skulu notast við. Athugið að ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Það styrkir umsókn ef verkefnið laðar fram fjármuni og krafta aðstandenda verkefnisins og samstarfsaðila. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina. Umsækjendur er hvattir til að lesa ofangreindar leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við framtíðarsýn og meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Sigurður Líndal verkefnisstjóri í síma 661-4698 eða á netfanginu sigurdurl@vestfirdir.is  

Síđa 1 af 336
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Júlí 2020 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir

Vefumsjón