A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarlokun skrifstofu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 19. júlí 2024
Skrifstofa Strandabyggðar er lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá  kl.14, 19. júlí til 6. ágúst. Ef þörf krefur er hægt að hringja í vaktsíma 865-4806.

Byggingarfulltrúi er i sumarleyfi fram í ágúst en fylgist með pósti og hefur samband er þörf krefur og þess er óskað. Hann tekur við tölvupósti á grettir@strandabyggd.is


Réttarsmíði í Kollafirði

Þorgeir Pálsson | 17. júlí 2024

Strandabyggð óskar eftir tilboðum í réttarsmíði í Kollafirði, í landi Litla Fjarðarhorns.

Fyrirmynd að réttinni er Staðardalsrétt og er stuðst við teikningar og magnskrár úr þeirri framkvæmd. Gerð er krafa um að trésmíðameistari vinni vekið eða að það sé unnið undir stjórn hans.  


Verklýsing sem byggir á ráðleggingum bænda er eftirfarandi:

  • Fjárfjöldi: Varlega áætlað munu koma 4500 -6000 fjár í réttina
  • Gerð réttar: Sundurrekstrargangur með dilkum. Eingöngu fastar grindur í úthring. Það á einnig við um úthringi hvers og eins dilks og úthringi sundurrekstrargangs. Úthringur og allar milligerðir þurfa að vera fastar og ófjarlægjanlegar til að notagildi haldist.  Réttin sé smíðuð úr efni sem gripum stendur ekki hætta af hvorki eitrunarhætta né slysahætta.  Setja þarf upp réttargirðingu.
  • Fjöldi dilka:  9 - 11
  • Hönnun og útfærsla: Öll nánari hönnun og útfærsla réttarinnar skal unnin í samráði við bændur og fulltrúa sveitarfélagsins.  Stuðst verður við teikningar af Staðardalsrétt rétt sem eru aðgengilegar á skrifstofu Strandabyggðar.

Verklok: Verktaki skal skila réttinni fullbúinni og tilbúinni fyrir notkun, 9. september 2024, kl 17.00. Dagsektir: Dagsektir skulu reiknast 1% af kostnaðaráætlun verksins. Kostnaðaráætlun er kr. 4.500.000.-

Allar frekari upplýsingar má fá hjá sveitarstjóra; thorgeir@strandabyggd.is eða á skrifstofu Strandabyggðar, strandabyggd@strandabyggd.is

Tilboðum skal skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir lok dags 24. júlí n.k.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

Heiðrún Harðardóttir | 11. júlí 2024

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum auglýsir stöður aðalstefnuvotts og varastefnuvotts sameiginlega fyrir Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp lausar til umsóknar.

Verkefni stefnuvotta er að birta stefnur, kvaðningar og aðrar tilkynningar í sveitar-félögunum, sbr. 81. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

Þar segir að til að birta skipi sýslumaður a.m.k. einn mann í hverju sveitarfélagi í umdæmi sínu og annan til vara til að gegna þeim störfum í forföllum.

Greitt er fyrir starfann skv. gjaldskrá sem ráðherra gefur út og er nú nr. 892/2020. Má nálgast hana á vef Stjórnartíðinda. Ekki fylgja starfinu önnur laun eða tekjur en þau sem þar eru ákvörðuð.

Leitað er að heiðarlegum og áreiðanlegum einstaklingi með góða framkomu, sem þarf að hafa ökutæki til umráða. Stefnuvottur þarf að hafa náð 25 ára aldri.


Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. 


Stefnuvottur skal undirrita drengskaparheit um að hann muni rækja starfann af trú-mennsku og samviskusemi.


Umsóknarfrestur er til og með 25. júlí nk. og berist umsóknir til Sýslumannsins á Vestfjörðum í netfangið vestfirdir@syslumenn.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ráðið hefur verið í stöðurnar.


Nánari upplýsingar veitir sýslumaður, Jónas B. Guðmundsson, eða Sigríður Eysteinsdóttir, staðgengill syslumanns í síma 458 2400 eða með svari við erindum sem berast í netfangið jg@syslumenn.is eða sigridur.eysteinsdottir@syslumenn.is .

 

 

Ísafirði, 10. júlí 2024.

  

Jónas B. Guðmundsson
sýslumaður

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð nr. 1366 - aukafundur

Heiðrún Harðardóttir | 10. júlí 2024

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð nr. 1366 - aukafundur
Fundur nr. 1366 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn föstudaginn 12. júlí kl. 14.00 að Hafnarbraut 25, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Samningur við Litla Klett vegna leikskólalóðar
  2. Vinnuskýrsla sveitarstjóra – júní 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Óskar Hafsteinn Halldórsson

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 10. júlí
Þorgeir Pálsson oddviti

Staðan í uppbyggingu grunnskólans

Þorgeir Pálsson | 10. júlí 2024

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það er virkilega gaman að segja frá því að nú sér fyrir endann á þeirri uppbyggingu sem unnið hefur verið að í yngri hluta grunnskólans.  Byggingin hefur tekið stakkaskiptum á liðnum mánuðum enda hópur iðnaðarmanna að störfum að jafnaði.  Staðan núna er í stórum dráttum eftirfarandi:

Efri hæð:

  • Efri hæðin er nánast tilbúin
  • Loft eru frágengin, ljós tilbúin og verið er að tengja loftræstikerfi
  • Frágangur á skápum og vöskum er á lokastigi og á aðeins eftir að setja upp krana í vaska í kennslustofum
  • Allt er tilbúið fyrir lokamálun.  Verktaki er kominn í þá vinnu
  • Í eldhúsi er nánast allt frágengið.  Allar innréttingar komnar upp, búið að flísaleggja og tæki komin
  • Öll klósett eru komin upp, eftir er að setja milliveggi og verður það gert eftir að dúkur er komin á gólfin.  Borðplata og vaskar koma á næstu dögum.  Á salerni fatlaðra á eftir að setja upp tæki, en búið er að flísaleggja veggi og fúa
  • Samverurými.  Allt tilbúið í loftum, lýsing komin.  Unnið að tengingu loftræstikerfis.  Frágangur við stiga og handrið í undirbúningi
  • Hannyrðarými.  Unnið í loftræstikerfi.  Búið að ganga frá ljósum í lofti og unnið að lokafrágangi
  • Dúklagning.  Verktaki mun hefja vinnu við dúklagningu seinni hluta þessa mánaðar og skilar af sér 1 ágúst
  • Hurðir í kennslurými kennara og glerveggir verða settir í eftir að búið er að dúkleggja. Eru það í raun síðustu verkþættirnir.

Neðri hæð: 

  • Eftir er að einangra og loka lofti með plötum.  Það er þó fljótlegt í framkvæmd og mun einfaldara en á efri hæð.  Vinna við það hefst innan fárra daga
  • Öll vinna við rafmagn er nánast að baki enda mun einfaldara við að eiga; einfaldari hönnun og færri ljós
  • Eftir er að tengja nýtt vatnsinntak.  Verktaki er kominn í lokafrágang
  • Málari á eftir lokaumferð en er kominn á staðinn og undirbúnngsvinna hafin.

Samantekt:  Óhætt er að segja að þessi uppbygging sé nánast öll komin.  Verktakar eru meðvitaðir um tímaramma og upphaf skólaárs, sem og að það þarf að þrífa og koma húsgögnum og öðru fyrir.  Það eru því mörg verkefni eftir þannig séð, en stóra myndin er komin og aðeins lokahnykkurinn eftir.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

 

Síða 1 af 456
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón