A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Höldum haus, stöndum saman

Ţorgeir Pálsson | 29. nóvember 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Nú þrengir að á svo margan hátt.  Covid-19 faraldurinn virðist enn á ný í vexti, niðurskurður og aðhald liggja fyrir hvað varðar rekstur sveitarfélagsins og veturinn er farinn að minna vel á sig.  Við vissum reyndar að það kæmu vond veður þennan vetur sem aðra, en hitt sáum við ekki fyrir.

 

Covid-19

Það er mjög viðkvæmur tími núna, að sögn sóttvarnaryfirvalda.  Hættan á að missa tökin verulega er til staðar.  Aðdragandi jólanna, bæjarferðir, útsölur, afsláttarhelgar kalla á samkomur og aukin samskipti fólks. 

 

Höfum samt í huga að Jólin koma, hvað sem biðröðum og afsláttar samkomum líður.  Og það er alfarið okkar að skapa það andrúmskoft sem fylgir Jólahátíðinni, ekki verslunarinnar.  Förum varlega, hugleiðum hvort bæjarferðir og biðraðir séu þess virði.  Jólin koma eftir sem áður.

 

Niðurskurður og aðhald

Eins og gerð hefur verið grein fyrir, blasir nú við sveitarfélaginu mikil tekjuskerðing vegna niðurskurðar á framlögum Jöfnunarsjóðs.  Þrátt fyrir að um 17 milljónir hafi komið tilbaka sem stuðningur frá ríkinu, er skerðingin engu að síður tugir milljóna eða 50-60 milljónir; miklu meira en okkar fjárhagur þolir.  Fjárhagsáætlun fyrir 2021 fram til 2024 ber þess líka merki að leiðrétting á þessum tekjumissi er ekki í augsýn.   Næstu ár verða einfaldlega mjög erfið.

 

Til að mæta þessari stöðu, þarf að ráðast í erfiðar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir.  Sumt er þegar komið til framkvæmda en aðrar aðgerðir taka gildi um áramót.  Við munum sjá niðurskurð í snjómokstri, skerðingu á opnunartíma stofnana sveitarfélagsins, frestun eða stöðvun viðhalds og framkvæmda, almennan niðurskurð og hert kostnaðaraðhald í stofnunum sveitarfélagsins, takmörkun á mannaráðingum og yfirvinnu o.s.frv.  Endanlegur listi liggur ekki fyrir, en sveitarstjórn mun taka sínar ákvarðandi á næstu vikum og þá verður endanlegur aðgerðalisti kynntur íbúum.

 

Sveitarstjórn hefur hingað til lagt meginaherslu á að raska sem minnst því þjónustustigi sem við höfum byggt upp í Strandabyggð.  Nú er hins vegar ljóst að skerðing á þjónustu er óhjákvæmileg og er þar vísað í t.d. snjómokstur, opnunartíma stofnana og frestun framkvæmda.  Allar frekari hagræðingaraðgerðir, eins og uppsagnir, sameingingar stöðugilda eða þess háttar, eru ekki til umræðu núna. 

 

Höldum haus, stöndum saman

Þetta er staðan.  Nær öll sveitarfélög á landinu skila nú tapi og horfa á erfið næstu ár.  En, það gildir í þessu sem og öllu öðru mótlæti, að trúa því að það taki enda.  Halda haus! Við munum ná okkur á strik aftur, það er ekki spurning.  Gleymum því heldur ekki, að í kreppu verða alltaf til tækifæri

 

Hingað til höfum við bara rætt um það að draga úr kostnaði, en það eru tvær hliðar á þessu eins og öllu öðru.  Hin hliðin er að auka tekjurnar.  Hér í Strandabyggð eru mikil tækifæri, t.d. í ferðaþjónustu, ef við horfum til lengri tíma.  Haftengd ferðaþjónusta er td augljóst tækifæri í Strandabyggð; kayak leiga, sjóstangaveiði, útsýnissiglingar o.s.frv.   Við sjáum líka tækifæri í að fá hingað skemmtiferðaskip og bjóða upp á ótal ferðir fyrir farþega í Strandabyggð og nágreni.  Hér eru stórkostleg söfn, einstök náttúra, gönguleiðir, gistiaðstaða, tjaldsvæði, sudlaug, gisti- og veitingahús o.s.frv.  Hér er líka mikið tækifæri hvað varðar skíðagöngu og æfingar eða námskeið tengd því.  Tækifærin eru hér; við þurfum bara að nýta þau og koma þeim á framfæri.

 

Við þurfum að auka við okkar tekjustofna til að forðast þá stöðu sem við erum í núna, að vera svona háð t.d. framlögum Jöfnunarsjóðs.  Það er ekki gott að framlög sjóðsins séu að jafnaði 45-50% af okkar tekjum.  Við þurfum að hugsa út fyrir rammann, skoða nýjar atvinnugreinar, ný tækifæri, nýja sókn!  Ég hef hvatt sveitarstjórn til að hugsa út fyrir rammann og hvet ykkur líka, kæru íbúar.  Hugsum stöðuna upp á nýtt

 

Hvernig Strandabyggð viljum við eftir 5 ár, 10 ár, 20 ár?

 

Kveðja

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri í Strandabyggð

 

 

Ungmennaţing

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 26. nóvember 2020
Ungmennaþing verður haldið fimmtudaginn 26. nóvember kl 17:00.
Vegna Covid verður það haldið á Zoom og kemur linkur á Facebook viðburðinn rétt fyrir þingið.
Á þinginu fá öll ungmenni tækifæri til þess að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri.

Dagskrá þingsins verður aðallega að ræða og álykta um breytingu á aldurssamsetningu fulltrúa ungmennaráðs.
Við hvetjum öll ungmenni í Strandabyggð á aldrinum 13-25 ára til að taka þátt í þessu skemmtilega starfi, líka þau sem dvelja langt að heiman í bili.

Hér má nálgast Facebook viðburðinn: 
https://www.facebook.com/events/377252140156886

Mbk. Ungmennaráðið.


Samningum um hitaveitu hćtt

Ţorgeir Pálsson | 19. nóvember 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Hitaveita hefur lengi verið í umræðunni í Strandabyggð af augljósum og skiljanlegum ástæðum.  Það væru aukin lífsgæði ef við gætum fengið heitt vatn til húshitunar, í pottinn í garðinum og jafnvel til að bræða snjó í innkeyrslunni.  En þetta er ekki sjálfgefið.  Búið er að kanna nokkra kosti í Steingrímsfirði, en undanfarin ár hefur sveitarstjórn Strandabyggðar horft til samstarfs við landeigendur í Hveravík um kaup á heitu vatni þaðan. Umræðan hefur staðið lengi sem og undirbúningur af hálfu sveitarfélagsins og landeigenda.  Margar rannsóknir hafa verið unnar á svæðinu, á vatninu og þeim borholum sem til staðar eru.  Búið er að skoða og reikna fjárhagslegar forsendur þess að kaupa heitt vatn í Hveravík og leiða það til Hólmavíkur, bæði landleiðina og svo yfir fjörðinn með lögn í sjó.  Síðastliðin 1-2 ár hefur verið unnið að samningagerð við landeigendur, sem byggði á niðurstöðu álagsprófunar á þeirri holu sem horft er til í Hveravík.  Öll þessi vinna hefur skilað miklu magni af verðmætum og gagnlegum upplýsingum, bæði fyrir sveitarfélagið en einnig landeigendur, en líka kostað tíma og fjármuni.

 

Þrátt fyrir að hugur sveitarstjórnar hafi sannarlega staðið til þess að kanna til hlítar möguleika þess að setja upp hitaveitu, hafa forsendur í samfélaginu breyst til hins verra undanfarið, eins og allir vita.  Covid-19 hefur víðtæk áhrif og auk þess má nefna að líklegt er að kostnaður vegna hitaveituframkvæmda sé mun meiri nú en áætlað var í byrjun, vegna breytinga á gengi krónunnar.  Þá hefur Strandabyggð einnig orðið mjög illa úti vegna skerðingar á framlögum Jöfnunarsjóðs, sem að jafnaði eru 45-50% af tekjum sveitarfélagsins.  Skerðingin á þessu ári er um 70 milljónir, sem setur rekstrarforsendur sveitarfélagsins augljóslega í uppnám.  Ekki er útlit fyrir að þessi skerðing gangi tilbaka fyrr en amk eftir 2023, samkvæmt upplýsingum frá Jöfnunarsjóði.

 

Samningaviðræður við landeigendur hafa tekið tíma, sem fyrr segir, en oftast gengið vel,  þó hafa þar alltaf verið vissar forsendur sem ekki hefur náðst full sátt um.  Þær forsendur snúast um verðlagningu á svokölluðu nýtingargjaldi, sem er það gjald sem landeigendur fá fyrir það vatn sem keypt er.  Þar ber einfaldlega talsvert í milli.  Við þessar aðstæður metur sveitarstjórn Strandabyggðar það svo, að óábyrgt sé og í raun ekki fjárhagslega gerlegt að halda áfram með málið og hefur því ákveðið að stöðva af sinni hálfu frekari samningaviðræður og undirbúning, amk þar til forsendur breytast. 

 

Samningsaðilar eru nú óbundnir frekari samningaumleitunum, nema þeir kjósi annað.

Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

 

 

Félagsmálaráđuneytiđ hefur opnađ fyrir umsóknir

Brynja Rós Guđlaugsdóttir | 19. nóvember 2020


Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum.  

Til að sækja um styrkinn þarf að hafa samband við Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla:

 

a)     með því að senda tölvupóst á felagsmalastjori@strandabyggd.is

b)     hafa samband við félagsmálastjóra í síma 842251.

c)     koma í afgreiðslu félagsþjónustunnar að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík og fylla þar út umsókn um styrkinn.

Með styrkumsókn þarf að fylgja útprentuð staðfesting frá island.is (má einnig vista og senda rafrænt í tölvupósti með umsókninni) um að viðkomandi eigi rétt á styrknum og einnig þarf að fylgja staðfesting á útlögðum kostnaði vegna íþrótta- og tómstundastarfs barns/barna í fjölskyldunni.

Ef vafi leikur á hvort ákveðið íþrótta- og tómstundastarf sé styrkhæft er hægt að fá leiðbeiningar sbr. leiðirnar hér að ofan. 

Einungis er hægt að sækja um styrk vegna þátttöku í íþrótta- eða tómstundastarfi, ekki til kaupa á íþróttavörum, búnaði eða öðru þess háttar. Einungis er styrkt vegna barna á aldrinum 6-16 ára, fædd á árunum 2005 til 2014, þ.e. á grunnskólaaldri.

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhóla afgreiðir umsóknir sem berast og svarar umsækjendum að því loknu eða innan mánaðar frá því að öll gögn liggja fyrir.  Ef viðkomandi fær synjun á umsókn sína frá félagsmálastjóra eða er ósáttur við niðurstöðu málsins getur hann skotið málinu til Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla sem fjallar þá um málið. Erindi þess eðlis skal sent skriflega ásamt rökstuðningi umsækjanda til: Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla, Höfðagata 3, 510 Hólmavík.

 

Farsóttafréttir

Brynja Rós Guđlaugsdóttir | 18. nóvember 2020


Fréttabréf sóttvarnalæknis, 4. tölublað 2020 er komið út. Þar er fjallað um uppsveiflu COVID-19 faraldursins á haustmánuðum, opinberar sóttvarnaráðstafanir, sýnatökur, samanburð við Norðurlönd, stöðuna í lok október, farsóttarþreytu og aðrar öndunarfærasýkingar.

Sjá hér:

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item43688/Fars%C3%B3ttafr%C3%A9ttir%202020_11_16.pdf?fbclid=IwAR13XPY6Q41xwXK_AqEn9pSMt88rHmLRqK4yfotMmcVvhUHZC8GKdKuEfT8

Síđa 1 af 346
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Nóvember 2020 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nćstu atburđir

Vefumsjón