A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Samþykkt um búfjárhald - opið fyrir athugasemdir

Heiðrún Harðardóttir | 13. ágúst 2025
Á sveitarstjórnarfundi nr. 1379, 12. ágúst 2025 voru lögð fram drög að Samþykkt um búfjárhald. 

Sveitarstjórn samþykkti að drög að samþykktinni væru gerð opinber á heimasíðu Strandabyggðar og að opið væri fyrir athugasemdir íbúa. Samþykktin verður þá unnin áfram með tilliti til athugasemda sem kunna að berast og mun fara fyrir sveitarstjórnarfund 9. september nk. 

Drög að samþykkt um búfjárhald í Strandabyggð má sjá hér: SAMÞYKKT um búfjárhald í Strandabyggð.docx 

Hægt er að senda inn athugasemdir vegna samþykktarinnar til skrifstofu Strandabyggðar í gegnum netfangið strandabyggd@strandabyggd.is. Opið er fyrir athugasemdir til og með 31. ágúst. 

Sameinumst á Ströndum, 2025

Þorgeir Pálsson | 11. ágúst 2025

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú um helgina var haldin í annað sinn, bæjarhátíðin „Sameinumst á Ströndum“.  Hún tókst frábærlega og það er vert að hrósa aðstandendum hátíðarinnar sem lögðu ómælda vinnu í framkvæmdina.  Vel gert! Ótal margir aðrir lögðu hátíðinni lið og við þökkum þeim einnig fyrir þeirra framlag.

Það er alls ekki sjálfgefið að skipuleggja og framkvæma hátíð af þessu tagi.  Og eitt er að skipuleggja og auglýsa ... en annað er síðan hvernig íbúar og gestir bregðast við.  Óhætt er að segja að allt gekk upp og var mæting mjög góð, alla dagana.  Gleði og ánægja einkenndu samskipti fólks og allir voru staðráðnir í að skemmta sér.
 

Sameinumst á Ströndum er bæjarhátíð sem er komin til að vera.  Nú er hægt að draga lærdóm af framkvæmdinni síðustu tvö ár og móta þannig fyrirkomulag sem tryggir gott skipulag, fjármögnun og mannafla til að halda áfram.  Við, íbúarnir, þökkum svo fyrir okkur með góðri mætingu og klöppum skipuleggjendum á bakið fyrir vel unnið verk. 

Takk fyrir frábæra hátíð!

Sveitarstjórnarfundur 1379 í Strandabyggð

Heiðrún Harðardóttir | 08. ágúst 2025

Sveitarstjórnarfundur 1379 í Strandabyggð   
Fundur nr. 137í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn 12. ágúst 2025 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.  

  

Fundardagskrá er svohljóðandi:  

  1. Verksamningur vegna leikskólalóðar, 18.6.25 

  2. Staða á bókhaldi og framkvæmdabókhaldi, sex mánaða uppgjör 

  3. Fjallskilaseðill 2025, drög ásamt athugasemdum 

  4. Skólaakstur í Strandabyggð 

  5. Erindi frá Árneshrepp, Skólahald í Árneshreppi, 22.7.25 

  6. Tónlistarskólinn á Akureyri, nám utan sveitarfélags, 10.6.25 

  7. Erindi frá Heiðrúnu Harðardóttur, beiðni um laun í námslotum, 8.8.25 

  8. Erindi frá Kristínu Lárusdóttur, opið bréf og ákall varðandi fyrirhuguð vindorkuver á landinu, 5.7.25 

  9. Erindi til sveitarstjórnar, Lítil Þúfa fta., beiðni um rekstrarstyrk til Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur, 15.7.25 

  10. Erindi frá Félagi atvinnurekenda, varðandi álagningu fasteignaskatta, 10.6.25 

  11. Farsímasamband í Strandabyggð 

  12. Endurskoðun áfangastaðaáætlunar Vestfjarða 

  13. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps (FSR), fundargerð stjórnar, 2.6.25 ásamt ársreikningi FSR 2024 

  14. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, fundargerð frá 20.6.25 

  15. Erindi frá Guðfinnu Láru og Ágústi Helga, beiðni um  niðurfellingu fjallskila 

  16. Samþykkt um búfjárhald, drög 

  17. Vinnuskýrsla sveitarstjóra 

  18. Brák íbúðafélag hses, fundargerð ársfundar ásamt ársreikningi 2024, 11.6.25 

  19. Samtök um áhrif umhverfis á heilsu, ályktun frá aðalfundi SUM 2025, 30.6.25 

  20. Hafnasamband Íslands, fundargerð 473. fundar, 22.05.25 

  21. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, fundargerð 90. fundar stjórnar, 19.6.25 

  22. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 981. og 982. stjórnarfundar, 13.6.25 og 16.6.25

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
 

Þorgeir Pálsson 

Grettir Örn Ásmundsson 

Júlíana Ágústsdóttir 

Matthías Sævar Lýðsson  

Hlíf Hrólfsdóttir 

 

Strandabyggð 8. ágúst 

Þorgeir Pálsson oddviti  

Lausar stöður

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 08. ágúst 2025
Auglýstar hafa verið nokkrar stöður við Grunnskólann á Hólmavík, í frístund og við félagsmiðstöðina Ozon.
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst og ef smellt er á þessa slóð má sjá nánari upplýsingar. Vinsamlegast fyllið út formið sem er gefið upp neðst í auglýsingunni.

Verndarsvæði í byggð - Hólmavík

Heiðrún Harðardóttir | 06. ágúst 2025
Við minnum á, sbr. frétt sem var birt á heimasíðu Strandabyggðar 11 júní sl., að enn er hægt að senda inn umsagnir, athugasemdir og/eða viðbætur við tillögu Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í þjóðfræði/Þjóðfræðistofu um Verndarsvæði í byggð.

Hægt er að senda umsagnir eða athugasemdir á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is til og með 31. ágúst. 


Stefnt er að kynningarfundi fimmtudaginn 21 ágúst og verður það auglýst þegar nær dregur. 

Tillögu Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofu má finna hér. 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón