Til hamingju Háafell með nýja seiðaeldisstöð á Nauteyri
Fyrir hönd Strandabyggðar,
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Fundur nr. 1381 sem er aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn kl. 17:30, þriðjudaginn 30. september 2025 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Júlíana Ágústsdóttir
Þórdís Karlsdóttir/Marta Sigvaldadóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir
Strandabyggð 25. september
Þorgeir Pálsson oddviti
Strandabyggð veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 að 18 ára, styrki vegna íþrótta- og frístundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og frístundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6 að 18 ára með lögheimili í Strandabyggð. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og frístundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum.
Upphæð styrks 2025 verður tekin fyrir á Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar fundi í september og staðfest af sveitarstjórn í október.
Umsóknir vegna æfingagjalda frá 1. september síðasta árs til 31. ágúst þessa árs þurfa að berast í síðasta lagi 15. september ár hvert til skrifstofu Strandabyggðar á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is.
Gögn sem fylgja þurfa umsókninni:
Greiðsla styrks fer fram fyrir lok október ár hvert.