A A A

Valmynd

Skólinn í tölum

Grunnskólinn á Hólmavík er einsetinn skóli með tæplega 50 nemendur í 1. - 10. bekk.

Skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.  Hún er jafnframt skólastjóri tónlistarskólans. Staðgengill skólastjóra er Kolbrún Þorsteinsdóttir grunnskólakennari.

Nemendafjöldi

 

Skólaárið 2017-2018 eru 45 nemandi skráður í skólann.

Bekkur/Árgangur/Umsjónarkennari/Drengir/Stúlkur/Allir

1.bekkur    1    HH   2    1    3

2. bekkur   2    HH   6    2    8

3.bekkur    3        4    3    7

4.bekkur    4        2    1    3

5.bekkur    5    LJ    2    0    2

6.bekkur    6    LJ    4    2    6

7.bekkur    7    LJ    2    5    7

8.bekkur    8    EÖV  1    1    2

9.bekkur    9    EÖV  0    0    0

10.bekkur 10    EÖV  4    3    7


Samtals drengir: 27

Samtals stúlkur: 18
Samtals nemendafjöldi: 45

Fjöldi almennra kennslustunda

Almennar kennslustundir eru 30 í 1. - 4. bekk,  35 í 5. - 7. bekk, og 37 í 8. - 10. bekk í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla.

 

Stöðugildi

Fjöldi stöðugilda í kennslu eru 6,8

Stöðugildi í stjórnun er 1 staða skólastjóra

Stöðugildi stuðningsfulltrúa eru 3 sem skiptast á fjóra starfsmenn.

Stöðugildi skólaliða eru 2

Stöðugildi sérkennara sem jafnframt er umsjónarmaður sérkennslu er 1

Stöðugildi annarra 1 staða þroskaþjálfa, 1 staða bókavarðar með skólaakstri, einn tónlistarkennari í 1 stöðugildi. Sveitarfélögin Strandabyggð og Kaldrananeshreppur hafa skrifað undir samstarfssamning um tónskóla þannig að nemendur þaðan munu sækja nám við skólann.

Kynjahlutföll eru þannig að við skólann og í frístundamiðstöð starfa (18) konur og (6) karlar.  24 starfa við skólann í mismunandi stöðuhlutföllum.

Markmið og viðmið um árangur samræmdra prófa.

 

Markmið Grunnskólans á Hólmavík er að öllum nemendum fari fram á milli samræmdra prófa í 4., 7. og 9. bekk. Það er viðmið um góðan árangur að hverju barni fari fram við reglubundnar mælingar. Þetta á einnig við um niðurstöður lestrarprófana sem fara fram í september, janúar og maí. Fari nemendum ekki fram eru gerðar sérstakar áætlanir um hvernig brugðist skal við í hverju tilfelli.


Uppfært ágúst 2018.

 

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júlí 2019 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir