A A A

Valmynd

Skólinn í tölum

Grunnskólinn á Hólmavík er einsetinn skóli með tæplega 50 nemendur í 1. - 10. bekk.

Skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.  Hún er jafnframt skólastjóri tónlistarskólans. Staðgengill skólastjóra er Kolbrún Þorsteinsdóttir grunnskólakennari.

Nemendafjöldi

 

Skólaárið 2017-2018 eru 45 nemandi skráður í skólann.

Bekkur/Árgangur/Umsjónarkennari/Drengir/Stúlkur/Allir

1.bekkur    1    HH   2    1    3

2. bekkur   2    HH   6    2    8

3.bekkur    3        4    3    7

4.bekkur    4        2    1    3

5.bekkur    5    LJ    2    0    2

6.bekkur    6    LJ    4    2    6

7.bekkur    7    LJ    2    5    7

8.bekkur    8    EÖV  1    1    2

9.bekkur    9    EÖV  0    0    0

10.bekkur 10    EÖV  4    3    7


Samtals drengir: 27

Samtals stúlkur: 18
Samtals nemendafjöldi: 45

Fjöldi almennra kennslustunda

Almennar kennslustundir eru 30 í 1. - 4. bekk,  35 í 5. - 7. bekk, og 37 í 8. - 10. bekk í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla.

 

Stöðugildi

Fjöldi stöðugilda í kennslu eru 6,8

Stöðugildi í stjórnun er 1 staða skólastjóra

Stöðugildi stuðningsfulltrúa eru 3 sem skiptast á fjóra starfsmenn.

Stöðugildi skólaliða eru 2

Stöðugildi sérkennara sem jafnframt er umsjónarmaður sérkennslu er 1

Stöðugildi annarra (iðjuþjálfi var síðasta vetur), 1 staða þroskaþjálfa, 1 staða bókavarðar með húsvörslu og akstri (65% starf bókavarðar, húsvarsla á skólatíma og akstur innanbæjar, afleysingar í skólaakstri 35%), tveir tónlistarkennara í 1,8 stöðugildi. Sveitarfélögin Strandabyggð og Kaldrananeshreppur hafa skrifað undir samstarfssamning um tónskóla þannig að nemendur þaðan munu sækja nám við skólann

Kynjahlutföll eru þannig að við skólann starfa (17) konur og (2) karlar.  19 manns starfa við skólann í mismunandi stöðuhlutföllum.

Markmið og viðmið um árangur samræmdra prófa.

 

Markmið Grunnskólans á Hólmavík er að öllum nemendum fari fram á milli samræmdra prófa í 4., 7. og 9. bekk. Það er viðmið um góðan árangur að hverju barni fari fram við reglubundnar mælingar. Þetta á einnig við um niðurstöður lestrarprófana sem fara fram í september, janúar og maí. Fari nemendum ekki fram eru gerðar sérstakar áætlanir um hvernig brugðist skal við í hverju tilfelli.

 

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Ágúst 2018 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir