A A A

Valmynd

Tónskólatónleikum frestađ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. desember 2019
Tónleikum tónskólans hefur verið frestað til fimmtudagsins 12. desember klukkan 17:00 í Hólmavíkurkirkju. 

Skólahald fellur niđur 10. desember

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. desember 2019
Allt skólahald fellur niður í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku á morgun 10. desember 2019 vegna óvenju slæmrar veðurspár.
Gunnar Helgason rithöfundur sem ætlaði að lesa upp í Grunnskólanum á Drangsnesi hefur frestað för og stefnir á heimsókn í janúar.

Jólatónleikar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 03. desember 2019
Jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík verða í Hólmavíkurkirkju mánudaginn 9. desember klukkan 17:00. Nemendur skólans koma fram og syngja og leika jólalög og önnur lög eins og þeim einum er lagið.
Stjórnendur eru tónlistarkennararnir, Vera Ósk Steinsen og Bragi Þór Valsson.
Ókeypis aðgangur og þið eruð öll velkomin!Ólafur Stefánsson heimsćkir nemendur grunnskólans.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 18. nóvember 2019
Miðvikudaginn 20. nóvember nk. heimsækja Ólafur Stefánsson frumkvöðull og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Arnar Ingvarsson nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík. Þeir munu fjalla um sögugerð og frásagnarlist í hverri bekkjardeild fyrir sig og búa til sögustemningu í gegnum stafræn hljóð og lifandi tónlist.
Heimsókn Ólafs og Arnars í skólana á Hólmavík og Drangsnesi er þáttur í samstarfinu við Galdrasýningu á Ströndum og styrkt af Barnamenningarsjóði.


Daginn áður 19.nóvember klukkan 19:00 bjóða þeir félagarnir upp á Kakóhugleiðslu í Hvatastöðinni í flugstöðinni. Þar bjóða þeir upp á hreint kakó frá Perú. Með blandi af öndun, hugleiðslu, sagnamennsku, hljóðfærum og tækni skapa þeir stað fyrir þátttakendur að hvíla hugann og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Athugið að viðburðurinn er ókeypis og þar eruð þið öll velkomin.

Ţjóđtrúarverkefni Grunnskólanna og Galdrasýningar á Ströndum

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 13. nóvember 2019
Í haust hefur Galdrasýning á Ströndum verið í öflugu samstarfi við Grunnskólana á Hólmavík og Drangsnesi þar sem nemendur hafa fengið fræðslu um þjóðtrú og galdra sem tengjast svæðinu. Nemendur hafa farið í vettvangsferðir um Strandir og heimsótt sagnastaði með  Dagrúnu Ósk Jónsdóttur  þjóðfræðingi  og notið fræðslu hennar og frásagna og fengið leiðsögn Önnu Bjargar Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra um Galdrasýninguna. Í skólunum hafa börnin svo unnið markvisst með efnið með dyggri aðstoð kennara sinna.
Verkefnið hlaut veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði og afrakstur vinnunnar verður til sýnis  á Galdrasýningunni fimmtudaginn 14. nóvember, kl 17:00.


Námsvísir birtur

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 28. október 2019
Undanfarið hefur verið unnið að gerð námsvísis fyrir alla skólann. Þar er að finna yfirlit yfir allt nám nemenda í Grunnskólanum á Hólmavík. Námsvísirinn byggir að mestu leiti á þemaverkefnum þar sem einn grunnþáttur aðalnámskrár er í forgrunni hverju sinni og lykilhæfni og hæfniviðmið stjórna ferðinni í skapandi starfi þar sem námsgreinar eru samþættar. Námsvísirinn rúllar á þremur árum þannig að börnin í samkennsluskólanum okkar fái öll tækifæri til að tileinka sér hvern námsþátt án þess þó að lenda í endurtekningum. Að því sögðu er um að ræða lifandi skjal sem mun taka breytingum og þróast í tímans rás.

Hægt er að kynna sér námsvísinn nánar á þessum hlekk.

Gjöf frá foreldrafélaginu

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 23. október 2019
Nemendur er ánćgđir međ nýju spilin
Nemendur er ánćgđir međ nýju spilin
Grunnskólinn á Hólmavík hlaut síðastliðið vor styrk úr Sprotasjóði til að þróa stærðfræðinám nemenda. Kennarar vinna hörðum höndum að þessu verkefni í samstarfi við kennsluráðgjafa Tröppu. Liður í þessu eru talnastundir sem allir nemendur taka nú þátt í nokkra morgna í viku. Í talnastund er ýmist unnið með kennara á kennarastöð, í sjálfstæðri vinnu eða skapandi hópastarfi....
Meira

Jákvćđur agi og vöfflukaffi

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 14. október 2019
Rúna Mćja, Inga og Ásdís í vöfflukaffinu
Rúna Mćja, Inga og Ásdís í vöfflukaffinu
Í skólanum okkar vinnum við samkvæmt hugmyndafræðinni um jákvæðan aga. Við leggjum því áherslu á að benda á það sem vel er gert. Við vinnum ekki eftir umbunarkerfi en erum dugleg að hrósa og höfum gaman að því að umbuna þegar ástæða þykir til. Síðastliðinn fimmtudag buðu skólaliðar einmitt upp á vöfflur með sultu og rjóma í frímínútum til að þakka nemendum fyrir einstaklega góða umgengni um skólann það sem af er hausti.

Hugleiđsludagur unga fólksins

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 10. október 2019
Hugleiðsludagur unga fólksins fór fram þann 9. október, á afmælisdegi John Lennon og sama dag og kveikt er á Friðarsúlunni í Viðey. Við í Grunnskólanum á Hólmavík tókum að sjálfsögðu þátt með því að koma öll saman í hugleiðslu í upphafi dags, rétt eins og fjölmargir aðrir skólar á landinu. Börn og starfsfólk tengdu við hjartað sitt og innri ró í þrjár mínútur og áttu saman góða kyrrðarstund. Flest eru börnin vön enda stundar 1.-6. bekkur skólans hugleiðslu daglega. 

Farsćlt samstarf

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 08. október 2019
Hrafnhildur skólastýra tekur viđ rausnarlegurm gjöfum frá Önnu Björgu á Galdrasýningunni, ipad og hljóđnema sem nemendur munu nýta í mynd- og hljóđvinnslu.
Hrafnhildur skólastýra tekur viđ rausnarlegurm gjöfum frá Önnu Björgu á Galdrasýningunni, ipad og hljóđnema sem nemendur munu nýta í mynd- og hljóđvinnslu.
Í gær, mánudaginn 7.október, hófst nýtt þemaverkefni meðal nemenda í Grunnskólanum á Hólmavík. Verkefnið snýst um þjóðtrú og galdra og er unnið í samstarfi við Galdrasýninguna á Ströndum, Þjóðfræðistofu - Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum og Grunnskólann á Drangsnesi með stuðningi frá Barnamenningarsjóði.

Námshóparnir hafa nú þegar farið í vettvangsferðir um Strandir og kynnst sér sögur um ýmsa vætti og kynjaverur og hafa kennarar fengið í hendurnar nýtt fræðsluefni frá Þjóðfræðistofu. Galdrasýningin hefur enn fremur fært Grunnskólanum á Hólmavík ný tæki til verkefnavinnunnar sem munu sannarlega nýtast óspart í framhaldinu og færum við bestu þakkir fyrir....
Meira
Fyrri síđa
1
234567444546Nćsta síđa
Síđa 1 af 46
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2019 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir