A A A

Valmynd

Skipulag náms og námsmat - ATH breytt stađsetning!

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 30. ágúst 2022
Fræðslufundur fyrir foreldra og aðra áhugasama verður miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 17:00 í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Gestur fundarins er Anna María Þorkelsdóttir kennsluráðgjafi sem fjallar um Skipulag náms og námsmat í samræmi við menntastefnu ríkisins
Öll velkomin.

Umf. Geislinn auglýsir

Salbjörg Engilbertsdóttir | 29. ágúst 2022

Býrð þú yfir þekkingu á íþrottagrein?

Geislinn leitar að einstaklingi til að sjá um æfingu á fimmtudögum fyrir 6 - 9 ára iðkendur í íþróttahúsinu á Hólmavík fram til áramóta. Æfingin er milli klukkan 13:45-14:30. Um er að ræða íþróttagrunn sem felur í sér að ein íþróttagrein er tekin fyrir í 5-6 skipti. Það yrðu þá 3 íþróttagreinar á þessari önn. Við eru einnig opin fyrir því að skipta þessum greinum milli þriggja einstaklinga sem hver tæki 5-6 skipti í röð kjósi viðkomandi svo.

Lágmarks hæfniskröfur: Hafa hreint sakavottorð og lágmarks þekkingu á greininni sem tekin er fyrir, virða og fylgja almennum samskipta og siðferðis gildum og geta átt jákvæð og uppbyggjandi samskipti við þátttakendur.
Greitt er fyrir 1 klukkustund og ferðakostnað búi viðkomandi utan Hólmavíkur.

Endilega sendið okkur tölvupóst á umf.geislinn@gmail.com til frekari upplýsinga.

Skipulag náms og námsmat

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 28. ágúst 2022

Fræðslufundur fyrir foreldra og aðra áhugasama verður miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 17:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Gestur fundarins er Anna María Þorkelsdóttir kennsluráðgjafi sem fjallar um Skipulag náms og námsmat í samræmi við menntastefnu ríkisins
Öll velkomin.

Skólasetning Grunnskólans á Hólmavík

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 17. ágúst 2022

Grunnskólinn á Hólmavík verður settur mánudaginn 22. ágúst klukkan 13:00 við skólann. Að setningu lokinni bjóða umsjónarkennarar nemendum inn og kynna fyrir þeim starfið. Skóladegi lýkur 14:30 þennan dag.
Skólaárið byrjar með útikennslu fyrstu vikuna, meðal annars skipulögðum gönguferðum og útivist.
Miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 17:00 verður fræðslufundur fyrir foreldra og aðra áhugasama um námsskipulag og námsmat.

Lausar stöđur kennara

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 28. júní 2022


Grunnskólinn á Hólmavík og Leikskólinn Lækjarbrekka

 

Staða listgreinakennara skólaárið  2022-2023

Staða listgreinakennara með áherslu á sjónlistir, hönnun og smíði. Um er að ræða kennslu í 1. – 10. bekk með samkennslu hópa. Starfshlutfall 60%. Athugið að um tímabundna ráðningu til eins árs er að ræða frá 1. ágúst 2022.  


Staða leikskólakennara

Staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 8. ágúst nk. eða sem fyrst eftir það.

Grunnskólinn Hólmavík og Leikskólinn Lækjarbrekka tilheyra sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla og leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans. Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu heilsueflandi skóla.

 Menntunar og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í viðeigandi skólagerð

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 5. júlí 2022.
Sjá einnig https://alfred.is/starf/leikskolakennari-i-strandabyggd, https://alfred.is/starf/laust-starf-i-strandabyggd

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, afriti leyfisbréfa og upplýsingum um meðmælendur netfang skolastjori@strandabyggd.is

Starf skólaliđa er laust til umsóknar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 28. júní 2022
Starf skólaliða við Grunnskólann á Hólmavík er laust frá 15. ágúst 2022. Starfshlutfall er 30% sem dreifist yfir árið. Vinnutími frá 8:30-15:00, tvo daga í viku.
Helstu verkefni eru almenn þrif, gæsla og aðstoð við nemendur í leik og starfi. 

Grunnskólinn Hólmavík tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans.

Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu heilsueflandi skóla.

Hæfni:

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt samningum Strandabyggðar og Kjalar stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 5. júlí 2022.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, og upplýsingum um meðmælendur netfang skolastjori@strandabyggd.is

Skólaslit

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 01. júní 2022

Skólaslit Grunn- og Tónskóla verða 1. júní klukkan 12.00 í Hólmavíkurkirkju.
Öll velkomin

Valgreinaskólinn

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. maí 2022


Skólaþjónustan Ásgarður og fjórtán grunnskólar hafa í vetur unnið að því að skipuleggja valgreinar fyrir unglingastig þvert á skóla, þvert yfir landið. 

Upphaf þessarar vinnu var rausnarlegur styrkur til Ásgarðs og Skóla í skýjunum síðastliðið haust frá samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra SSNV. Styrkurinn var meðal annars nýttur til að þróa miðlægt tvær valgreinar. Nemendur í níu skólum tóku þátt í náminu á netinu sem heppnaðist afar vel og framhaldsstyrkur varð svo til þess að farið var í að þróa valgreinaval í samstarfi við fleiri skóla.

Í samráði við skólastjórnendur í fjórtán skólum var nemendum gefinn kostur á að koma með tillögur að valgreinum og taka þátt í forvali. Að öllum líkindum verður hægt að bjóða upp á allt að fjórtán valgreinar í Valgreinaskólanum næsta haust. Meðal valgreina í boði verða Kökuskreytingar, íþróttaval, eðlis- og efnafræðival, kvikmyndagerð, franska, þýska, hljóðblöndun, kynjafræði, rafíþróttir, tölvuleikjahönnun og leiklist.

Samstarfsskólarnir eru: Reykhólaskóli, Patreksskóli, Bíldudalsskóli, Tálknafjarðarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Grunnskólinn á Hólmavík, Hríseyjarskóli, Stórutjarnaskóli, Þingeyjarskóli, Reykjahlíðarskóli, Öxarfjarðarskóli, Grunnskóli Raufarhafnar, Skóli í skýjunum og Þórshafnarskóli. 

Valgreinarnar verða settar upp á Námsgagnatorgi í Valgreinaskólanum. Kennarar koma úr þátttökuskólunum. Þetta er þess vegna tækifæri í starfsþróun fyrir kennara í Valgreinaskólanum auk þess sem þekking þeirra og hæfni nýtist fleirum.  Þetta er líka tækifæri fyrir nemendur í fámennum skólum sem fá þá aðgang að fjölbreyttum valgreinum í samræmi við áhugasvið sitt og efla tengslanet sitt með því að kynnast nemendum úr öðrum skólum. Annað eins framboð af valgreinum er ekki mögulegt að bjóða án þessa samstarfs.

 

Krufning, geđfrćđsla og Emmsjé Gauti

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 29. apríl 2022
Það var mikið fjör í grunnskólanum á Hólmavík fimmtudaginn 28. apríl.
Í líffræðitíma settu nemendur í 10. bekk fram rannsóknarspurningu og krufðu mýs og rannsökuðu, skilgreindu líffæri og framkvæmdu ýmsar mælingar og skiluðu svo rannsóknarskýrslu.
Sama dag kom Geðlestin í skólann og var með fræðslu fyrir unglingastigið og fjallaði þá staðreynd að við búum öll við geð svona rétt eins og við erum öll með hjarta. Fjallað var um mikilvægi þess að huga að geðheilsunni og verndandi þætti. Hægt er að fræðast nánar um Geðlestina á gedlestin.is.
Emmsjé Gauti endaði svo fræðsluna með því að taka nokkur lög og öll viðstödd tóku undir og og hoppuðu af hjartans lyst. 
 

Dans, dans, dans

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 17. mars 2022

Við bjóðum í dans
í Íþróttamiðstöðinni 18. mars, klukkan 13:00-13:30.
Nemendur Grunnskólans á Hólmavík og eldri deildar Leikskólans hafa í vikunni stundað dansæfingar og um leið fengið þjálfun í félagsfærni hjá danskennaranum Jóni Pétri Úlfljótssyni.
Jón Pétur er okkur að góðu kunnur en hann hefur í mörg ár kennt dans eina viku á ári og þá alltaf samtímis á Hólmavík og Reykhólum.
Þið eruð öll velkomin.
Fyrri síđa
1
234567505152Nćsta síđa
Síđa 1 af 52
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2022 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir