A A A

Valmynd

Skólastarf eftir páska - gildandi sóttvarnareglur.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 05. apríl 2021
Kennsla í Grunn- og tónskóla hefst að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 6. apríl klukkan 8:30 skv. stundaskrá.
Starfið í leikskólanum  hefst að morgni sama dag.

Gefin hefur verið út reglugerð um skólastarf með takmörkunum. Reglugerðin gildir til 15. apríl.

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg%20um%20takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20sk%c3%b3lastarfi%20vegna%20fars%c3%b3ttar_hreint%20lokaskjal.pdf

 
Leikskólar

 • Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri.
 • Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma.
 • ​Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella.  
 • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
 • Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu.

Grunnskólar

 • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
 • Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
 • Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
 • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
 • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.

Tónlistarskólar

 • Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur.
 • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri.
 • Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra.
 • Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil.
 • Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Laust starf

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. mars 2021

Laust starf í sameinuðum leik, grunn og tónskóla á Hólmavík

 • Kennari/leiðbeinandi í leikskóla 100%. Vinnutími 08:00-16:00.

 

Leitað er eftir fólki með kennaramenntun, uppeldismenntun eða fólki sem hefur áhuga á að vinna með börnum.

Áhersla er lögð á jákvæðni, sveigjanleika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.

Áreiðanleiki og frumkvæði eru góðir kostir.
Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2021. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar gefur Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri sími 451 3430, skolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir ásamt starfsferilskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á netfangið: skolastjori@strandabyggd.is

Laus störf

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. janúar 2021


Strandabyggð auglýsir laus störf í Grunnskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku

 • Stuðningsfulltrúi, 100%. Vinnutími 8:00-16:00. Um er að ræða starf með nemanda/nemendum með sérþarfir og eftirfylgni í grunnskóla og Frístund. Í starfinu felst einnig gæsla í frímínútum.
 •  Deildarstarfsmaður á leikskóla 50% Vinnutími 12:00-16:00. Leitað er eftir fólki með kennaramenntun, uppeldismenntuðu fólki eða fólki sem hefur áhuga á að vinna með börnum.

Áhersla er lögð á jákvæðni, sveigjanleika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Áreiðanleiki og frumkvæði eru góðir kostir.

Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að fara á milli leik- og grunnskóla og þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst.

Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2021.

Nánari upplýsingar gefur Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri sími 451 3430, skolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir ásamt starfsferilskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á netfangið: skolastjori@strandabyggd.is

Kennsla hefst 5. janúar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 04. janúar 2021
Kennsla í Grunn- tón- og leikskólanum á Hólmavík 5. janúar 2021 samkvæmt stundaskrá. Ný reglugerð um sóttvarnir í skólum hefur tekið gildi og má finna hér
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=72703eb0-47b7-4de1-8723-5ef869658e81 
Starfsfólk skólanna óskar ykkur öllum gleðilegs árs og hlakkar til að hefja starfið aftur að loknu jólafríi. 

Jólalag Barnakórs Strandabyggđar 2020

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. desember 2020

Jólalag Barnakórs Strandabyggðar 2020 var unnið í samstarfi við frábæra jólavini, sjálfa jólasveinana Stúf og Hurðaskelli.
 
Lagið er eftir Þorgeir Ástvaldsson og textinn eftir Bjartmar Guðlaugsson. Upptökur Reykjavíkurmegin annaðist Ásgeir Páll Ágústsson og Bragi Þór Valsson annaðist upptökur Hólmavíkurmegin, undirleik, kórstjórn, hljóðblöndun og klippingu myndbands.
 
Sérstakar þakkir fá Ásgeir Páll Ágústsson, Bjartmar Guðlaugsson, Christina van Deventer, Kvenfélagið Glæður á Hólmavík, Valur Þórðarson, Þorgeir Ástvaldsson og Þorsteinn Óli Viðarsson.​

Gjörið svo vel og njótið.
https://youtu.be/d6DND5J92s4

Skólahald frá 3. nóvember 2020

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 04. nóvember 2020
Með útgáfu reglugerðar um takmörkun í skólastarfi 3. nóvember sjá hér, verða nokkrar breytingar á skipulagi skólahalds á Hólmavík. 


Í Grunnskólanum á Hólmavík verða nemendur í tveimur rýmum, nýja skóla og gamla skóla: 


 25 nemendur verða í nýja skóla í 5.-10. bekk skiptast á tvær kennslustofur og svæði fyrir framan hafa sér inngang og salerni. Þessir nemendur eru skyldugir til að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð í skólanum. 
Í skólabíl hefur þessi hópur líka grímuskyldu. (Fjöldinn er skv. reglugerð sem segir að 25 í 5. bekk eða eldri megi vera saman í rými).
Stundaskrá breytist að því leyti að frímínútur færast til og hádegisverður er á öðrum tíma. Nemendur koma með nesti að heiman.

...
Meira

Breytingar á skólastarfi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 30. október 2020

Á upplýsingafundi stjórnvalda 30.10.2020 kom fram að breytingar verða á skólastarfi. Reglugerð verður unnin um helgina í samstarfi menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Nánari upplýsingar verða sendar út um leið og þær liggja fyrir.

Við biðjum ykkur öll að fara varlega, þvo, spritta, nota grímu og virða fjarlægðar- og fjöldatakmörk. 

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. október 2020

Frábær þátttaka nemenda í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Því sem næst allir nemendur Grunn- og tónskólans á Hólmavík tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem fram fór í gær á Hólmavík, fimmtudaginn 8. október, í stilltu haustveðri. Þetta hlaup er arftaki Norræna skólahlaupsins.

Nemendur hlupu 2,5 km, 5 km eða 10 km. Allir nemendur sem kláruðu 2,5 km eða meira fá viðkenningarskjal frá ÍSÍ

Farinn var sami hringur og undanfarin ár: byrjað hjá íþróttahúsinu, síðan eftir Vitabraut, framhjá skólanum, yfir að kirkju, að heilsugæslunni, niður Bröttugötu og eftir Kópnesbraut, framhjá Riis og eftir Hafnarbraut upp sýslumannshalla að félagsheimilinu en þessi hringur er einmitt 2,5 km.

Að hlaupi loknu fengu nemendur appelsínur, gulrætur og vatn. Mikil ánægja var með gulræturnar enda höfðu nemendur óskað sérstaklega eftir þeim.

Síðan var haldið fjörugt sundlaugarpartí með tónlist og tilheyrandi!

 5 nemendur hlupu 10 km

11 nemendur hlupu 5 km
Aðrir hlupu 2,5 km

 

 

 

Kennari óskast til starfa

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. september 2020

Grunnskólinn á Hólmavík

 

 Kennari óskast til starfa við Grunnskólann á Hólmavík

 • Staða umsjónarkennara á yngsta stigi 1.-4. bekk er laus til umsóknar. Um er að ræða samkennslu og teymisvinnu með bekkjarkennara. Allar almennar kennslugreinar. Áhersla er lögð á jákvæðan aga og samþætt þemabundin verkefni.

 Umsækjendur um kennarastöður þurfa að hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla.  Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Um er að ræða tímabundið starf út skólaárið 2020-2021. Starfshlutfall 75%.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands

Umsóknarfrestur er til 30. september 2020.

 

 Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

 

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22,        510 Hólmavík

Göngum í skólann

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. september 2020

Verkefnið Göngum í skólann hófst formlega í Grunnskólanum á Hólmavík að morgni 9. september. Ragnar Bragason á Heydalsá flutti hvatningarræðu og startaði verkefninu á einkar viðeigandi hátt og minnti á þrautseigju, jákvæðni og vaxtarhugarfar og mikilvægi þess að hvetja og hrósa. 

Verkefnið mun standa yfir í þrjár vikur og á þeim tíma leggja allir sig fram um að nota virkan ferðamáta á leið til skóla.
Nemendur hafa sett upp stóra pappírspizzu á gangi skólans og í hvert skipti sem gengið er eða hjólað í skólann má setja nafn og álegg á pizzuna. Ef vel gengur er svo von á pizzuveislu þegar verkefninu lýkur.

Starfsfólk og nemendur Grunnskólans á Hólmavík hvetja ykkur öll til að vera dugleg að ganga eða hjóla til vinnu í september.

Nánar um verkefnið má finna hér: http://www.gongumiskolann.is/


Fyrri síđa
1
234567474849Nćsta síđa
Síđa 1 af 49
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2021 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir