A A A

Valmynd

Starfsmannastefna

Starfsmannastefna sameinaðs skóla á Hólmavík

Markmið starfsmannastefnu sameinaðs skóla er að við skólann starfi fólk sem af metnaði leggi sig fram um að veita nemendum og foreldrum þeirra framúrskarandi þjónustu.

Einkunnarorð sem höfð eru að leiðarljósi í starfsmannastefnu sameinaðs skóla á Hólmavík eru: Samstarf og virðing.

Starfsfólk sameinaðs skóla á Hólmavík er hópur fagmenntaðra og ófaglærðra starfsmanna sem vinnur í sameiningu að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af vilja og virðingu, umburðarlyndi og tillitsemi með hag nemenda að leiðarljósi. Þeir starfa undir verkstjórn skólastjórnenda og eiga í nánu samstarfi sín á milli, við nemendur, foreldra þeirra og aðra sem að skólastarfinu koma. Allt starfsfólk skólans ber mikla ábyrgð á skólastarfinu jafnt undirbúningi, framkvæmd og mati og leggur metnað sinn í góðan starfsanda og gott starfsumhverfi. Uppeldisstefnu jákvæðs aga er fylgt og starfsfólk styður hvert annað í starfi, miðlar þekkingu, reynslu og færni og nýta sér þau tækifæri sem gefast til þess að vaxa í starfi.

Framkvæmd starfsmannastefnu sameinaðs skóla á Hólmavík:

Að taka vel á móti nýju starfsfólki með því að:

Tryggja að starfsfólk fái allar nauðsynlegar upplýsingar og kynningu á vinnustaðnum strax sem byggir á móttökuáætlun nýrra starfsmanna. Ábyrgð: Skólastjóri, aðstoðartónskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri. http://www.strandabyggd.is/skolinn_okkar/mottaka_starfsmanna/

 

Að gera starfsfólki kleift að þróast í starfi með því að:

Tryggja að starfsfólk hafi aðgang að námskeiðum og sveigjanleika til þess að komast á námskeið við hæfi. Sjá nánar í starfsþróunaráætlun.

 

Að stuðla að því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi séu til fyrirmyndar með því að; Gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað (skv. lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980) og framfylgi henni Ábyrgð: Stjórnendur, trúnaðarmenn.

https://drive.google.com/file/d/1Q6p3KsprlP-qsAxynGUYDOB_0JA_p9Vf/view

 

Að kynna stefnu sameinaðs Leik, grunn- og tónskóla á Hólmavík og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni starfsmanna

https://drive.google.com/file/d/1Q6p3KsprlP-qsAxynGUYDOB_0JA_p9Vf/view

 

Að undirbúa starfslok vandlega með því að: Eiga starfslokasamtöl við starfsfólk til að tryggja að starfsþekking haldist innan vinnustaðarins og greina ástæður þess að starfsfólk hættir Ábyrgð: Skólastjóri

Að ráða hæft og metnaðarfullt starfsfólk með því að: Auglýsa öll störf nema þegar um er að ræða tímabundnar ráðningar eða tilfærslu í starfi og fara eftir þeim reglum sem gilda um réttindi starfsmanna hverju sinni. Ábyrgð: Skólastjóri

Að vinna markvisst að jafnrétti kynjanna með því að: Fara eftir jafnréttisáætlun sameinaðs skóla. Ábyrgð: Skólastjóri. http://www.strandabyggd.is/ymsar_skrar/skra/1629/

Að sjá um að starfsmannasamtöl fari fram á hverju vori:

Tryggja tíma í fundaráætlun skólans fyrir starfsmannaviðtöl á hverju vori. Ábyrgð: Skólastjóri

 

Almennar skyldur og réttindi starfsmanna:

Að kynna nýjan starfsmann fyrir trúnaðarmönnum og halda starfsmanninum eins upplýstum og mögulegt eru um réttindi sín og skyldur samkvæmt móttökuáætlun. Ábyrgð: Skólastjórnendur

 

Eftirfylgni/Aðgerðir

Til að tryggja eftirfylgni með starfsmannastefnunni: Að kanna reglulega starfsánægju og starfsumhverfi samkvæmt sjálfsmatsáætlun skólans. Að endurskoða árlega starfsmannastefnu sameinaðs skóla og bregðast við breytingum.

 

Starfsmannastefna Strandabyggðar

Tekið er mið af starfsmannastefnu Strandabyggðar og gildir hún í þeim atriðum sem starfsmannastefna sameinaðs skóla nær ekki til.

 

Apríl 2021.
Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júlí 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir