A A A

Valmynd

Samstarf

 

Samstarf grunn- og framhaldsskóla  

Umsjónarmaður dreifnáms kemur í skólann og kynnir dreifnámið fyrir nemendum í 8.-10. bekk. Grunnskólanemum er boðið í kennslustundir í dreifnámið og sameiginlega viðburði í dreifnámsveri. Dreifnemum hefur verið boðin þátttaka í viðburðum grunnskólanema svo sem uppsetningu á leikritum. 

Umsjónarmaður kynnir dreifnámið fyrir nemendum 8.-10. bekkjar á haustönn.

Nemendum er boðið í dreifnámið á vorönn og þá einnig boðið að taka þátt í kennslustundum og kynningu fjölbrautaskólans á Sauðárkróki.

Samstarf leik og grunnskóla 

Leikskólinn Lækjarbrekka og Grunnskólinn á Hólmavík vinna sameiginlega að því að brúa bilið milli skólanna með sameiginlegri móttökuáætlun grunnskólans fyrir nemendur úr leikskólanum. Nemendum í 1. bekk grunnskólans er boðið í heimsókn í leikskólann og leikskólanemendum er boðið í viðburði í grunnskólanum svo sem litlu jól og vordag og viðburði á vegum umhverfisnefndar og grænfánans.

Nemendaverndarráð beggja skólanna er sameiginlegt. 

Sameiginlegur fræðsludagur leik- og grunnskólanna á Ströndum, Reykhólum og Búðardal á starfsdögum er á starfsdögum að hausti.

Sameining leik- og grunnskóla

Skipaður hefur verið starfshópur sem vinnur að sameiningu Leikskólans Lækjarbrekku og Grunnskólans á Hólmavík. Hópurinn hóf störf í ágúst 2019. Verkefnastjóri hópsins er Gunnþór Gunnþórsson en aðrir eru Guðfinna Hávarðardóttir formaður, Esther Ösp Valdimarsdóttir f.h. foreldra leikskóla, Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Eiríkur Valdimarsson f.h. foreldra grunnskóla og   Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri.

Samstarf við tónlistarskóla

Tónskóli er í miklu og nánu samstarfi við grunnskólann, samnýtir húsnæði og skólastjóri er sameiginlegur. Haldnir eru tónleika í desember og maí þar sem nemendur koma fram. Nemendur taka einnig þátt í viðburðum grunnskólans til dæmis Litlu jólum og við uppsetningu leikrita. Kennarar grunn- og tónskóla eru þá í samstarfi um æfingar og sýningar.


Tónskóli tekur þátt í Frístund í 4. -5. bekk með því að annast skólakór á tím.

 
Uppfært október 2019

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2024 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nćstu atburđir