A A A

Valmynd

SkóladagatalSkóladagatal 2020-2021

Skóladagatal 2020-2021 með breytingum á vorönn hér:


Skólasetning og móttaka nýnema: Skólasetning verður 24. ágúst 2020, klukkan 08:30. Skólaslit verða 1. júní 2021, klukkan 12:00.


Litlu jól. Að hádegisverði loknum fara nemendur og starfsfólk heim og nemendur mæta aftur með fjölskyldum sínum í félagsheimili klukkan 13:00. Nemendur úr sveit eiga athvarf í skólanum. Á litlu jólum er dagskrá á sviði sem er áður undirbúin af hverri bekkjardeild. Umsjónarkennari stýrir þeirri vinnu. Elstu nemendur leikskóla taka þátt og sýna atriði í dagskrá.  Nemendur í 7. bekk sjá  um að kynna skemmtiatriði. Nemendur í 10. bekk sjá um að jólasveinar mæti á staðinn og taka þátt í að skreyta jólatréð. Gengið er í kringum jólatréð og starfsfólk skólans sér um undirleik. Litlu jól eru klukkan 13:00 - 15:00.


Íþróttahátíð er haldin í janúar Nemendur bjóða foreldrum til leiks í íþróttahúsi síðdegis. Leikskóli tekur þátt í íþróttahátíð.  Oft er hátíðin tengd heilbrigði og hollustu og íbúum sveitarfélagsins er boðið til þátttöku.


Starfs- og skólakynning í 10. bekk fer þannig fram að nemendur í 10. bekk velja sér vinnustaði utan héraðs og fara í starfskynningu á sitt hvorn staðin.n í þrjá daga og í heimsóknir í framhaldsskóla í tvo daga. Starfs- og skólakynning í 10. bekk stendur yfir í viku í janúar.

Á sama tíma fer 9. bekkur í tveggja daga starfskynningu á heimaslóðum. Umsjónarkennari hefur samband við væntanlega vinnustaði og viðtökuskóla og heldur utan um skipulag kynninganna.


Ferðir að Laugum og í Reykjaskóla eru farnar annað hvort ár í viku í senn og er farið sama árið á báða staði. Ekkert var farið síðastliðið ár og eru því tveir árgangar í hvorum hópi. Kennari fer með hópunum og stuðningsfulltrúi ef þess gerist þörf.


Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er haldin sameiginlega með skólunum á Reykhólum, Drangsnesi og Finnbogastöðum og skipt á milli staða. Keppnin í vetur verður haldin á Drangsnesi.


Styttri dagar - fyrirkomulag


Stofujól: Síðasti dagur fyrir jól. Nemendur mæta í skólann klukkan 11:00 með kerti, litlar gjafir og eitthvert góðgæti. Róleg stund í hverri bekkjardeild, nemendur fá kort með jólakveðju frá bekkjarfélögum, umsjónarkennari sér um stofujól. Stofujólum lýkur klukkan 12:00 og um leið hefst jólafrí.


Útivistardagur: Er daginn eftir sumardaginn fyrsta. Allir nemendur og starfsfólk fer þá saman í einhvers konar útivist. Hefur verið með ýmsu móti, sleðar/skíði, skautar, gönguferð, sund. Mjög margir nemendur fara á Andrésar andarleikana á Akureyri og útivistardagurinn er ætlaður til að gefa þeim sem heima sitja tækifæri til að njóta útivistar. Skóladegi lýkur við lok skóladags yngstu nemenda.


Umhverfisdagur: Er þemadagur umhverfisins og þá er sett upp dagskrá með fræðslu og leik sem tengist umhverfinu. Oft er öðrum skólum boðið að taka þátt eða foreldrum, eldri borgurum eða öðru fólki á svæðinu. Á þessum degi er reynt að skila einhverju af sér til umhverfisins  (fjölnota pokar til Kaupfélagsins vor2017). Skóladegi allra lýkur við lok skóladags yngstu nemenda.


Vordagur: Er dagur með leikjadagskrá og grilli sem stendur yfir frá klukkan 10:00. Keppt er um sterkasta nemanda skólans, grillaðar pylsur og djús í boði og spákona/maður mætir á svæðið. Allir eru velkomnir en nemendur leikskólans eru sérstaklega boðnir.

Uppfært ágúst 2020.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2021 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir