A A A

Valmynd

Nemendafélag

Nemendafélag

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008091.html

Starfsreglur Nemendafélags Grunnskólans á Hólmavík

 

Gr. 1

Um félagið

Nemendafélag Grunnskólans á Hólmavík er félag nemenda í Grunnskólanum á Hólmavík.

 

Gr. 2

Tilgangur og markmið

Tilgangur félagsins er að vinna að félags-, hagsmuna og velferðarmálum nemenda í Grunnskólanum á Hólmavík og halda uppi fjölbreyttu og reglubundnu félagsstarfi í Félagsmiðstöðinni Ozon í yngri deild (5.-7. bekkur) og eldri deild (8.-10. bekkur).

 

Gr. 3

Kosning Nemendaráðs

Kjósa skal fulltrúa í stjórn nemendafélagsins (stjórnin er hér eftir nefnd nemendaráð) fyrir 15. september hvert skólaár. Kosnir eru fimm fulltrúar í leynilegri kosningu; tveir fulltrúar úr 10. bekk, tveir fulltrúar úr 9. bekk og einn fulltrúi úr 8. bekk. Varamenn, einn fyrir hvern bekk, eru útnefndir eftir atkvæðafjölda.

Kosningarétt hefur 8.-10. bekkur. Kosning fer þannig fram að kjósendur skrifa á kjörseðil tvo fulltrúa úr 10. bekk, tvo úr 9. bekk og einn úr 8. bekk. Fleiri, færri eða engin nöfn ógilda atkvæðið.

Einnig kýs 5.-7. bekkur svokallað félagsmiðstöðvarráð fyrir 15. september hvert skólaár. Þar eru kjörnir fimm fulltrúar í leynilegri kosningu á sama hátt og í eldri bekkjum; tveir fulltrúar úr 7. bekk, tveir fulltrúar úr 6. bekk og einn úr 5. bekk. Ráð yngri deildarinnar skipuleggur hálfsmánaðarleg opin hús í Félagsmiðstöðinni Ozon.

 

Gr. 4

Verkaskipting Nemendaráðs

Nemendaráð skiptir með sér verkum og velur formann á fyrsta stjórnarfundi. Formaðurinn skal vera úr 10. bekk. Einnig skal ráðið velja sér ritara og gjaldkera.

 

Gr. 5

Starfsemi Nemendaráðs

Nemendaráð fundar regulega með umsjónarmanni Félagsmiðstöðvarinnar Ozon og einnig með skólastjóra ef þörf er á eða hann óskar eftir fundi með Nemendaráðinu. Starfstími Nemendaráðs er frá kosningum að hausti fram að skólaslitum um vor.

Fulltrúar í Nemendaráði skulu vera öðrum nemendum skólans jákvæð og uppbyggileg fyrirmynd, jafnt innan skóla sem utan. Nemendaráð skal leita eftir samvinnu og samstarfi við önnur nemendafélög í nágrenni Strandabyggðar.

Nemendaráð skal reyna að haga starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon á þann hátt að unnt sé að virkja sem flesta til starfa og þátttöku. Passa þarf upp á að bjóða upp á fjölbreytta viðburði og viðfangsefni þannig að allir fái eitthvað við sitt hæfi.

Nemendaráð fylgist með því að félagslíf nemenda skerðist ekki á einn eða annan hátt. Ráðið fylgist með og skráir þátttöku nemenda á uppákomum félagsins og hlustar eftir öllum hugmyndum og gagnrýni félagsmanna hvað varðar málefni félagsstarfs og skóla.

 

Gr. 6

Aðkoma að Skólaráði

Nemendaráð fundar árlega með Skólaráði Grunnskólans á Hólmavík. Skólastjórnendur geta leitað eftir umsögn ráðsins um hin ýmsu málefni. Skólastjórnendur geta leitað til Nemendaráðs vegna útnefningar á fulltrúum í Skólaráð, en tveir fulltrúar í ráðinu eiga að vera úr hópi félagsmanna.

 

Gr. 7

Viðburðir og verkefni

Helstu atburðir og verkefni sem nemendaráð kemur að með skipulagningu, undirbúningi, markaðssetningu og framkvæmd eru eftirfarandi:

    Opin hús hjá Félagsmiðstöðinni Ozon (8.-10. bekkur)

    Aðstoð við umsjónarmann félagsmiðstöðvarinnar Ozon á opnum húsum fyrir yngri nemendur tvisvar til þrisvar sinnum yfir veturinn

    Söngkeppni Ozon á Hólmavík

    Ferðalag á forvarnardansleik í Borgarnesi fyrstu helgina í nóvember

    Ferðalag á landshlutakeppnina Samvest

    Ferðalag á Samfestinginn fyrstu helgina í mars

    Ferðalag á Lyngbrekkuballið í Búðardal að vori

    Safnanir vegna fjáröflunar, s.s. flöskusöfnun, áheit o.fl.

    Tiltekt og frágangur eftir viðburði ásamt öðrum þátttakendum í starfinu

    Önnur verkefni sem Nemendaráð hefur ákveðið að standa fyrir.

 

Nemendaráð fer, sé þess nokkur kostur, á Landsmót Samfés sem venjulega er haldið fyrstu helgina í október ásamt umsjónarmanni Félagsmiðstöðvarinnar Ozon.

 

Gr. 8

Valgrein

Starf hvers og eins aðalfulltrúa í Nemendaráði er metið sem ein valgrein við Grunnskólann á Hólmavík.

 

Gr. 9

Breyting á starfsreglum

Til að breyta starfsreglum þessum þarf samþykki meirihluta Nemendaráðs, samþykki skólastjóra Grunnskólans á Hólmavík og samþykki umsjónarmanns Félagsmiðstöðvarinnar Ozon. Allir þessir aðilar geta gert tillögu að breytingum á starfsreglunum. Breytingarnar öðlast þó ekki gildi nema meirihluti stjórnar nemendafélagsins samþykki þær.Starfsáætlun nemendafélags

Viðfangsefni skólaárisins 2017 til 2018 verður að útbúa sameiginlega starfsáætlun fyrir félagsmiðstöðina Ozon og nemendur Grunnskóla Hólmavíkur og bera undir skólastjóra. Starfsáætlunin verði framvegis lögð fram til endurskoðunar á hverju hausti og sem reglulegur hluti af starfsáætlun Grunnskóla Hólmavíkur og félagsmiðstöðvarinnar Ozon. Leggja þarf til við nemendafélagið að breyta grein 7 í lögunum þannig að hún kveði á um að sérstök starfsáætlun sé gerð.


Eitt af verkefum og áherslum nemendafélagsins verður að vinna umgegnisreglur með skólastjóra, skólaliða og kennurum.


Taka þarf viðburði á vegum skólans inn í starfsátælun s.s. skólabúið, Stóra upplestrarkeppnin, skólaferðaög og svo framvegis.


Hægt er að taka mið af starfsáætlunum annarra skóla. Til dæmis Laugarnesskóla sem má finna hér.

https://laugarnesskoli.is/starfsaaetlun-skolans/um-starfsaaetlun/starfsaaetlun-nemenda 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2019 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nćstu atburđir