A A A

Valmynd

Móttaka nýrra starfsmanna

 

Tilgangurinn með móttökuáætlun er að kynna fyrir nýjum starfsmönnum mikilvæg atriði í skólastarfinu og auðvelda þeim að aðlagast nýjum vinnustað. Á hverju hausti skal halda kynningu fyrir nýja starfsmenn. Um kynninguna sjá: Skólastjóri, trúnaðarmaður kennara/starfsmanna, verkefnastjóri tölvumála og umsjónarmaður fasteignar.


Skólastjóri:  

  • Sér um að nýr starfsmaður undirriti ráðningarsamning.

  • Sýnir nýjum kennara húsakynni skólans.

  • Kynnir stefnu skólans.

  • Kynnir réttindi og skyldur starfsmanna skv. kjarasamningi (s.s. veikindarétt, lífeyrismál, símenntunarákvæði, vinnutímaramma, vinnuskýrslu, stundatöflu, undirbúningstíma, vinnumenningu, starfsreglur, trúnaðar- og þagnarskyldu o.fl.).

  • Sér um að nýr starfsmaður undirriti yfirlýsingu um  trúnað og þagnarskyldu.

  • Veitir nýjum starfsmanni upplýsingar um vinnureglur, vinnufyrirkomulag, vinnutíma og starfsmannafundi.  

  • Fer yfir starfslýsingu og hæfniskröfur starfsins við kennarann/starfsmanninn, ræðir starfshætti í væntanlegu starfi.  

  • Kynnir Aðalnámskrá grunnskóla/skólanámskrá/skóladagatal/starfsáætlun.

  • Kynnir upplýsingamiðla, heimasíðu og Námfús.

  • Kennir nýjum starfsmönnum vinnubrögð við skráningu á t.d. Námfús.

  • Kynnir þjónustu sérkennslu og námsvera.   

  • Sér um að allar upplýsingar sem fram koma á kynningarfundinum verði aðgengilegar á sameign.

  • Kynnir hvernig móttöku nýrra nemenda er háttað.

  • Kynnir skipulag matarmála í skólanum, bæði fyrir nemendur og kennara/starfsmenn.  

  • Fer yfir hagnýt atriði s.s. kaffitíma, fatnað, hefðir og umgengni í skólanum.

  • Kynnir nýja kennara/starfsmenn á fyrsta starfsmannafundi.

  • Kynnir nýja kennara/starfsmenn fyrir foreldrum.

  • Kynnir brunavarnir skólans, fyrstu viðbrögð við slysum og skráningu á slysum.

  • Kynnir tölvukerfi skólans, tölvupóst, geymslu gagna og prentunarmáta.  

  • Kynnir vefsíðu skólans og hver setur efni inn á hana.

  • Afhendir nýjum kennara/starfsmanni lykla (kvittað fyrir).

  • Sér um að nýr kennari fái afhenta vinnutölvu (kvittað fyrir og skráð hjá sveitarfélagi).

Trúnaðarmaður:  

  • Kynnir stéttarfélag (KÍ/það stéttarfélag sem við á).


Öryggisvörður og skólastjóri

  • Kynna öryggisáætlun skólans:

  • Slysavarna og skyndihjálparnámskeið annað hvert ár

  • Brunavarnir skólans

  • Fyrstu viðbrögð við slysum og skráningu á slysum

  • Viðbragðsáætun og öryggisferlar skólans

  • Staðsetning sjúkrakassa og öryggisupplýsinga

  • Heilsufarsupplýsingar s.s. bráðaofnæmi

  • Ábyrgð og hlutverk í viðbragðsáætlunum


Uppfært ágúst 2018

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Næstu atburðir