A A A

Valmynd

Námsvísar, áćtlanir og mat

Í Grunnskóla Hólmavíkur vinna kennarar saman einn stóran námsvísi fyrir allan skólann - þar er gerð grein fyrir þeim aðferðum sem skólinn hefur valið til þess að útfæra þær áherslur sem birtast í Aðalnámskrá. Stefna skólans er að um 80% námsins fari fram með heildstæðum samþættum verkefnum sem sameina eitthvað úr öllum námsgreinum sem nemendur eiga að fást við samkvæmt Aðalnámskrá.

Segja má að skólaárið skiptist að mestu í 6 þemaverkefni sem falla beint undir grunnþætti menntunnar. Lesa þarf námsvísinn beint niður - þ.e. þar fer efst nafnið á grunnþættinum og útskýring, síðan hvert þemað er, hvaða námsgreinar er lögð áhersla á, kennsluaðferðir, helstu viðfangsefni, námsmat, lokaskil og svo framvegis. Hverju þema fylgir svo hlekkur í ítarlegri námsáætlun. Það kann að vera að í upphafi skólaárs séu einhverjar áætlanir enn í vinnslu en þær bætast við þegar á líður enda skólaárið ekki undirbúið allt í upphafi skólaárs - heldur líka á yfirstandandi skólaári. Sama þemað og sami námsvísirinn gildir fyrir allan skólann - alla árganga og þar er að finna hlekki í ítarlegri námsáætlanir.

Námsvísir

Námsmat fer fram með fjölbreyttum leiðum sem gert er grein fyrir í námsvísi. Aðaláherslan er lögð á leiðsagnarmat og aðferðir sem miða að því að nemandinn sé stöðugt að endurskoða eigin frammistöðu og meta hvað má betur fara. Kennarar halda utanum námsferil hvers nemanda í svokölluðu Vegabréfi sem myndar hæfnikort nemandans og inniheldur öll hæfniviðmið Aðalnámskrár. Kennarar nýta einnig Námfús til utanumhalds. Hver og einn nemandi og foreldrar/forráðamenn hafa aðgang að Vegabréfi hvers nemenda en hér er að finna óútfylltar útgáfur. 

Vegabréf 1.-4. bekkjar
Vegabréf 5.-7. bekkjar
Vegabréf 8.-10. bekkjarUppfært október 2019

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Ágúst 2020 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir