A A A

Valmynd

Námsvísar, áćtlanir og mat

Í Grunnskóla Hólmavíkur vinna kennarar saman einn stóran námsvísi fyrir allan skólann - þar er gerð grein fyrir þeim aðferðum sem skólinn hefur valið til þess að útfæra þær áherslur sem birtast í Aðalnámskrá. Stefna skólans er að um 80% námsins fari fram með heildstæðum samþættum verkefnum sem sameina eitthvað úr öllum námsgreinum sem nemendur eiga að fást við samkvæmt Aðalnámskrá.

Skólaárið skiptist að mestu í sex þemaverkefni sem falla beint undir grunnþætti menntunnar. Í námsvísi er efst nafn hvers þema og þess grunnþáttar sem unnið er með, síðan hvert þemað er og hvaða námsgreinar er lögð áhersla á, kennsluaðferðir, helstu viðfangsefni, námsmat, lokaskil og svo framvegis. Hverju þema fylgir svo hlekkur í ítarlegri námsáætlun. Það kann að vera að í upphafi skólaárs séu einhverjar áætlanir enn í vinnslu en þær bætast við þegar á líður enda skólaárið ekki undirbúið allt í upphafi skólaárs - heldur líka á yfirstandandi skólaári. Sama þemað og sami námsvísirinn gildir fyrir allan skólann - alla árganga og þar er að finna hlekki í ítarlegri námsáætlanir.

Námsvísir 2023-2024.

Námsvísir 2024-2025.

Námsvísir 2025-2026.


Námsmat fer fram með fjölbreyttum leiðum sem gert er grein fyrir í námsvísi. Aðaláherslan er lögð á leiðsagnarmat og aðferðir sem miða að því að nemandinn sé stöðugt að endurskoða eigin frammistöðu og meta hvað má betur fara. Kennarar halda utanum námsferil hvers nemanda með því að fylla inn í hæfnikort nemandans í Mentor og inniheldur öll hæfniviðmið Aðalnámskrár. Kennarar nýta hæfnikort Mentor fyrir námsmat. Hver og einn nemandi og foreldrar/forráðamenn hafa þannig alltaf aðgang að námsmati nemendans eftir því sem náminu vindur fram.
Nemendur í 4., 7. og 10.bekk fá að vori afhent vitnisburðarskjal úr Mentor með lokamati fyrir hvert stig og vitnisburð með bókstöfum A, B+, B, C+ eða C og þá liggja að baki upplýsingar fengnar úr hæfnikorti hvers nemanda. 
Nemendur í öðrum bekkjum fá vitnisburð um að hafa lokið viðeigandi bekk og vísun í hæfnikort nemandans.

Uppfært júní 2023.




Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Mars 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir