A A A

Valmynd

Frístund

Frístund.

 

Í okkar samfélagi bjóðum við upp á samfelldan skóladag. Markmiðið er að skóla-, tómstunda-, og íþróttastarf fari fram á samfelldum tíma á skóladegi barna.

Börn í 1.-4. bekk geti tekið þátt í öflugu og metnaðarfullu frístundastarfi að skólastarfi loknu og til kl. 16:00 á degi hverjum en þá býðst þeim sem búa fyrir utan þorpið að fara í heim með skólabíl. Engu að síður greiða foreldrar gjald fyrir hressingu, Geislaíþróttir og einkatíma í tónlist samkvæmt gjaldskrám. Það er von okkar að sem flest börn og foreldrar nýti sér þetta spennandi tækifæri til að efla félagsþroska, leikfærni og gleði.

Stundaskrá 1.-4. bekkjar nær til klukkan 13:30. Þá tekur frístundastarf þeirra við, 5. bekkur getur einnig tekið þátt óski nemendur þar eftir því en þeirra stundatafla nær til klukkan 14:20.

Í frístundastarfinu starfar starfsmannahópur sem býður börnunum upp á fjölbreytt starf til að auka við félagsþroska sinn, og stuðla að jákvæðum samkiptum og efla sjálfstraust sitt. Leika í öruggu umhverfi með stuðningi fullorðinna, gleyma sér í stað og stund og iðka áhugamál sín í umhverfi þar sem er barnalýðræði. Börnin hafa daglegt val um fjölbreytt og ögrandi viðfangsefni og taka þátt í að móta þau í samstarfi við starfsfólk. Það er lögð áhersla á styrk barna og áhuga. Vaxtarhugarfar og jákvæður agi er hafður að leiðarljósi.
Starfsfólk er Halldóra ,Christina, Angantýr og Linda.

Á mánudögum, þríðjudögum, fimmtudögum og föstudögum er þeim börnum sem vilja æfa íþróttir fylgt í íþróttahúsið og fá þau stuðning þar eftir þörfum. Ungmennafélagið Geislinn sér um þjálfun og rukkar fyrir hana samkvæmt sinni gjaldskrá.

 

Á miðvíkudögum er þeim börnum sem eru skráð í tónlist fylgt í Tónskólann og fá þau stuðning þar eftir þörfum. Tónskólinn sér um kennsluna og rukkar fyrir hana samkvæmt sinni gjaldskrá.

Þau sem ekki taka þátt í íþróttastarfi eða tónlist eru í frjálsum leik á meðan, úti ef veður leyfir, og fá stuðning til að finna sér eitthvað við sitt hæfi.

Um klukkan 15 er boðið upp á hressingu, brauð og álegg auk ávaxta og vatns að drekka. Hressingin er frjálsleg og fær að standa í dágóðan tíma til að börnin séu ekki trufluð í leik og geti nýtt þann tíma sem þau finna sér í sínu flæði.

Frístundinni lýkur kl 16:00 en ekki er í boði að barn sé lengur en 16:05. Ef einhver töf er á því að börn séu sótt þarf að láta vita. Óskað er eftir því að foreldrar láti vita hvort börnin séu almennt sótt eða þau megi fara sjálf heim að frístund lokinni.

 

Mikilvægt er að skráningar barnanna séu skýrar til að starfsfólk geti gætt vel að þeim. Vikufyrirvara þarf til að breyta skráningum en það er hægt að gera með því að hafa samband við Christinu - christina@strandabyggd.is eða Halldóru - halldora@strandabyggd.is


Uppfært haust 2021 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nćstu atburđir