A A A

Valmynd

Leyfi, forföll, veikindi og gestanemendur

Veikindi

Öll veikindi ber að tilkynna strax að morgni í síma 451-3430 eða til skólastjóra í netfangið skolastjori@strandabyggd.is. Veikindaforföll í íþróttum ber að tilkynna til skólans en ekki í íþróttamiðstöð. Foreldri eða forráðamaður skal tilkynna veikindi nemenda.


Þurfi nemandi af heilsufarsástæðum að fá að vera inni í frímínútum skal foreldri/forráðamaður láta ritara eða umsjónarkennara vita af því. Foreldrar og forráðamenn skulu einnig láta ritara eða umsjónarkennara vita þegar um lengri veikindi er að ræða og fyrirsjáanlegt að nemandi mæti ekki í skólann í nokkra daga. Ekki er æskilegt að nemendur séu utandyra, á íþróttaæfingum eða taki þátt í félagsstarfi sama dag og þeir hafa verið í veikindaleyfi.


Fari skólasókn nemenda niður fyrir 80% á hverjum tíma skal umsjónarkennari gera foreldrum og nemendaverndarráði viðvart. Nemendaverndarráð skal fjalla um slík mál og ákvarða um frekari aðgerðir í samráði við skólastjóra.

Leyfi

Öll leyfi styttri eða lengri eða önnur forföll ber að tilkynna til skólastjóra skolastjori@strandabyggd.is eða með því að hringja í síma 451-3430. Athugið að foreldrum ber skylda til að sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann verður af vegna leyfisins.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júlí 2018 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir