A A A

Valmynd

Lćsistefna og skimanir

 

Læsi - færni til framtíðar

 

Í skólastefnu Strandabyggðar er lögð áhersla á að allir nemendur eigi rétt á þátttöku í skólastarfinu á eigin forsendum. Forsenda virkrar þátttöku nemenda í eigin námi er að þeir geti lesið sér til gagns. Að ná góðum tökum á lestri og læsi er einn mikilvægasti þátturinn í námi barna frá því að skólagangan hefst og þar til skyldunámi lýkur við lok grunnskólans. Færni í lestri þarf að þjálfa alla skólagönguna með aðkomu bæði heimilis og skóla.

Mikilvægt er að læsisstefna Strandabyggðar sé öllum kunnug sem að skólastarfinu koma og að það sé sameiginlegur skilningur að hverju skuli stefnt.

 

Meginmarkmið sameiginlegrar læsisstefnu

 • Áður en grunnskólagöngu lýkur geti allir nemendur í Strandabyggð lesið sér til gagns og gamans.

 • Að hver og einn nemandi í leik- og grunnskólanum á Hólmavík sé með mælanlegar framfarir. Endurskoðun læsisstefnu fari fram á tveggja ára fresti. Næst árið 2020.

Leikskólinn leggur grunninn

Leikskólinn gegnir stóru hlutverki við að efla málþroska barna sem er undanfari lesturs. Unnið er með hljóðkerfisvitund, málskilning og almenna málörvun í gegnum leik og dagleg samskipti við börnin í fjölbreyttu málörvunarumhverfi.

Meginmarkmið leikskólans

 • Að öll börn leikskólans nái hámarksárangri hvað varðar mál, tal, boðskipti og góðan undirbúning er varðar lestur.

 • Að markviss málörvun fari reglulega fram í fjölbreyttu málörvunarumhverfi.

 • Að unnið sé eftir hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun með áherslu á hámarksárangur allra nemenda hvað varðar mál og læsi.

 

Grunnskólinn leggur megináherslu á lestrarkennslu

Grunnskólinn leggur megináherslu á lestrarkennslu og að nemendur verði ekki aðeins tæknilega læsir heldur fái einnig markvissa þjálfun í lestri og lesskilningi. Tilgangur lestrarnáms er ekki síður að vekja áhuga á bókum með það að markmiði að lestur verði lífsstíll.


Fjölbreyttar lestrarkennsluaðferðir eru í forgrunni í grunnskólanum. Kennarar koma til móts við einstaklingsþarfir barna og skipuleggja lestrarnámið eftir þörfum hvers og eins.


Meginmarkmið grunnskólans

 • Að allir nemendur njóti skólagöngunnar með góðan lestrargrunn að vopni.

 • Að hver nemandi nái sínum markmiðum og að kennarar, foreldrar og barnið sjálft sé upplýst um framfarir sínar og sigra.

 • Að komið sé til móts við þarfir nemenda.

 

Ábyrgð samfélagsins er mikil. Við berum öll ábyrgð á að undirbúa unga nemendur undir það að verða læs og geta notið lestrar. Nokkur mikilvæg ráð:

 • Að fullorðna fólkið í samfélaginu séu góðar lestrarfyrirmyndir. Að börnin sjái fullorðna lesa og að fullorðnir lesi með börnum.

 • Að hafa bækur við hönd, skoða myndir og ræða saman - hver á sínu móðurmáli. Með auknum þroska lengjast bækurnar og textinn verður flóknari.

 • Að lesa fyrir börnin alla skólagönguna.

 • Að sinna málörvun barna og heimalestri.

 

Markmið með málörvun er að bæta við orðaforða, efla málskilning og styrkja málvitund.

Markmið með heimalestri er að börn lesi meira, auki leshraða, bæti við orðaforða og efli málskilning.


Leiðir og aðferðir


Grunnskólinn á Hólmavík og Leikskólinn Lækjarbrekka hafa sett sér ítarlegar áætlanir um hvernig læsisstefnu skólanna er komið í framkvæmd. Áætlun Grunnskólans á Hólmavík “Stefna og áherslur í lestrarnámi og kennslu” má finna hér og læsisstefna Leikskólans Lækjarbrekku “Málþroski og læsi - Færni til framtíðar” má finna hér.

Þar er gerð grein fyrir því hvernig komið er til móts við ólíkar þarfir nemenda.

 

Viðmið og áætlun um fyrirlögn skimana

Til að merkja árangur þeirra breytinga sem verða í kjölfar aukinnar áherslu á læsi er nauðsynlegt að setja viðmið um árangur. Við upphaf læsisáætlunar Grunnskólans á Hólmavík eru upphafsviðmið um lestrarhraða barna byggð á tveggja ára meðaltali niðurstöðu lestrarprófana.

 

Markmiðið er að á næstu 2 árum verði átakið til þess að bætt verði um betur að lestrarhraði verði ekki meira en +/- 10% frá viðmiðum menntamálaráðuneytisins um lestrarhraða.

 

Aldur

nemenda

90%

viðmið

50%

viðmið

25%

viðmið

1. bekkur

20

55

75

2. bekkur

40

85

100

3. bekkur

55

100

120

4. bekkur

80

120

145

5. bekkur

90

140

160

6. bekkur

105

155

175

7. bekkur

120

165

190

8 bekkur

130

180

210

9. bekkur

140

180

210

10. bekkur

145

180

210

 

Lestrarhraði segir ekki alla söguna - á yngri stigum eru það aðrar mælingar sem segja til um hvort inngripum skuli beitt og hverjar framfarirnar eru þegar kemur að hljóð og málvitund, líkum á sértækum lestrarörðugleikum og leshraða, lesskilningi og aðra lestengda færni svo eitthvað sé nefnt.


Fyrirlögn skimana

Bæði leik- og grunnskóli Strandabyggðar hafa sett sér ítarlega áætlun hvenær skimanir og próf eru lögð fyrir til þess að tryggja snemmtæka íhlutun og stuðning. Það skiptir höfuðmáli að framfarir séu mældar reglulega og gripið sé inn í ef framfarir skila sér ekki með eðlilegum hætti. Það er á ábyrgð skólastjóra og leikskólastjóra að sjá um að matinu sé fylgt eftir.

Áætlun um fyrirlagnir prófa: Yfirlit skimana grunnskóla má finna hér.

 

Aldur

Skimun/próf

Tími

 

Greinandi mat/athugasemdir

18 mán

Íslenski smábarnalistinn

Í afmælis mánuði barns

   

2-5 ára

Tras

Skimun endurtekin á 6 mánaða fresti

   

3 ára

Orðaskil

Í afmælis mánuði barns

   

4 ára

Sænska fínhreyfimatið*

Í afmælis mánuði barns

 

 

5 ára

Hljóm-2

Október

 

 

1. bekkur

Lesfimipróf A

Félagsleg staða

Lesskimun

Tove Krogh

Læsi 1. hefti

Lesfimipróf B

Læsi 2. hefti

Læsi 3. hefti

Lesfimipróf A

Aston Index 2.b.

September

Sept.-nóv.-jan.

Október

Október og mars

Nóvember

Janúar

Febrúar

Maí

Maí

Maí

Umsjónarkennari

 

2. bekkur

Lesfimipróf A

Félagsleg staða

Læsi 1. hefti

Lesfimipróf B

Læsi 2. hefti

Lesfimipróf A

Aston Index 3.b

September

Sept.-nóv.-jan.

Nóvember

Janúar

Febrúar

Maí

Maí

Umsjónarkennari

 

3. bekkur

Lesfimipróf A

Félagsleg staða

Orðarún

Lesfimipróf B

Lh-60

Talnalykill *

Lesfimipróf A

Aston Index 4.b

September

Sept.-nóv.-jan.

Okt.- mars

Janúar

Janúar

Febrúar

Maí

Maí

Umsjónarkennari
 

* Ef nemandi kemur út undir viðmiðum er mælt með að hann taki prófið í heild sinni.

4. bekkur

Lesfimipróf A

Félagsleg staða

Samræmd próf

Orðarún

Lesfimipróf B

Lh-40

Lesfimipróf A

Aston Index 5.b

September

Sept.-nóv.-jan.

September

Okt.- mars

Janúar

Janúar

Maí

Maí

Umsjónarkennari

 

5. bekkur

Lesfimipróf A

Félagsleg staða

Orðarún

Lesfimipróf B

Lesfimipróf A

Aston Index 6.b

September

Sept.-nóv.-jan.

Okt.- mars

Janúar

Maí

Maí

Umsjónarkennari

 

6. bekkur

Lesfimipróf A

Félagsleg staða

Orðarún

Lesfimipróf B

Talnalykill*

Lesfimipróf A

Aston Index 7.b

September

Sept.-nóv.-jan.

Okt.- mars

Janúar

Febrúar

Maí

Maí

Umsjónarkennari 
* Ef nemandi kemur út undir viðmiðum er mælt með að hann taki prófið í heild sinni.

7. bekkur

Lesfimipróf A

Félagsleg staða

Samræmd próf

Orðarún

Lesfimipróf B

Lesfimipróf A

Aston Index 6.b

September

Sept.-nóv.-jan.

September

Okt.- mars

Janúar

Maí

Maí

Umsjónarkennari

 

8. bekkur

Lesfimipróf A

Félagsleg staða

Orðarún

Lesfimipróf B

Lesfimipróf A

September

Sept.-nóv.-jan.

Okt.- mars

Janúar

Maí

Umsjónarkennari

 

9. bekkur

Lesfimipróf A

Félagsleg staða

Orðarún

Grp-14h*

Lesfimipróf B

Samræmd próf Lesfimipróf A

September

Sept.-nóv.-jan.

Okt.- mars

Nóvember

Janúar

Mars

Maí

Umsjónarkennari


 *Ef nemandi kemur út með 3 eða fleiri slaka þætti er Logos lagt fyrir í heild sinni í 10. bekk.

10. bekkur

Lesfimipróf A

Félagsleg staða

Orðarún

LOGOS próf*

Lesfimipróf B

Lesfimipróf A

September

Sept.-nóv.-jan.

Okt.- mars

Des.-maí

Janúar

Maí

Umsjónarkennari


 

 

 

Lokaorð

Það er ósk okkar að læsisstefna þessi verði til að börnin okkar fái notið skólagöngunnar og nái að nýta sér þau tækifæri sem skólasamfélagið býður upp á með sterkum og góðum undirstöðum í lestri.

 

Strandabyggð 19. júní 2018

 

Leikskólinn Lækjarbrekka tók þátt í að móta læsisstefnu með Húnaþingi vestra og Austur Húnavatnssýslu sem birtist í nýtúkomnum bæklingi  sem birtur var í febrúar 2020. Læsistefna leik- og grunnskóla Strandabyggðar stendur eins og hún er rituð hér að ofan en gátlistar úr bæklingnum nýttir eins og kostur er. 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júní 2024 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nćstu atburđir