A A A

Valmynd

Eineltisáćtlun Grunn- og tónskólans á Hólmavík

Nemendaverndarráð þjónar hlutverki eineltisteymis og tekur eineltisáætlun til endurskoðunar annað hvert ár. 

 

1.      Stefnuyfirlýsing

Starfsfólk Grunn- og tónskólans á Hólmavík lýsir því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi verði liðið í skólanum og unnið verði að því að starfsmenn, nemendur og  foreldrar geri sér grein fyrir hvað einelti er. Á heimasíðu skólans og annars staðar þar sem því er viðkomið kemur fram hvert nemendur,  foreldrar eða fólk almennt geta snúið sér með fyrirspurnir og tilkynningar. Einnig að þar komi fram hverjir koma að úrvinnslu eineltismála í skólanum, hvernig ferlið er sem fer í gang ef tilkynning berst um einelti.
Leitað verður allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og brugðist verður við þeim málum sem upp kunna að koma án tafar og í góðri samvinnu allra hlut að eigandi. Lögð verður áhersla á að nemendum verði markvisst kennd góð samskipti. Nemendur skulu hvattir til að taka afstöðu gegn einelti og ofbeldi í verki með því að bregðast við og láta vita.  Gera skal nemendum grein fyrir því að það að skilja útundan  og virða aðra ekki viðlits er jafnmikið einelti og að hæðast að eða berja. Þannig verður stuðlað að vellíðan allra í sameiginlegu átaki. Skólinn skal vera öruggur og góður vinnustaður, þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju fyrir öllum. 


2.    
Skilgreining á einelti

Einelti er endurtekið líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi og/eða útskúfun  sem beinist að ákveðnum einstaklingi eða einstaklingum og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þolandann.

Birtingarmyndir eineltis eru t.a.m.: 

 • Líkamlegt, t.d. barsmíðar, spörk og hrindingar.
 • Munnlegt, t.d. uppnefni, niðrandi athugasemdir, virðingarleysi og endurtekin stríðni. 
 • Skriflegt, t.d. niðrandi tölvuskeyti, niðrandi athugasemdir á bloggi/fésbókarsíðu, sms-skilaboð, krot og bréfasendingar.
 • Útilokun, t.d. baktal, hunsun, augngotur, útskúfun eða útilokun úr félagahóp.
 • Efnislegt, t.d. eigum barns stolið eða þær eyðilagðar.
 • Andlegt, t.d. þegar barnið er þvingað til að gera eitthvað sem gengur gegn réttlætiskennd þess og sjálfsvirðingu.

 

3.     Forvarnir

Hlutverk starfsfólks skólans:

 • Virkt eftirlit
 • Fræðsla til nemenda, foreldra og starfsfólks 
 • Reglulegir bekkjarfundir
 • Reglulegar kannanir á líðan nemenda í skólanum (í upphafi haustannar og einu sinni á önn)  

Hlutverk nemenda skólans:

 • Ræða við starfsfólk/foreldra ef þeir verði vitni af einhverju
 • Hvetja alla til að taka þátt í starfi og leik á skólatíma  

Hlutverk foreldra: 
 • Vera góð fyrirmynd  
 • Kynni sér stefnu skólans í eineltismálum 
 • Að fylgjast vel með net- og símanotkun barna sinna, þar sem rafrænt einelti hefur aukist.
 • Stuðla að jákvæðum samskiptum nemenda utan skólatíma með samstarfi til dæmis með vinahópum 
 • Mikilvægt er að foreldrar tali af virðingu um skólann í áheyrn barna sinna. Það stuðlar að jákvæðum samskiptum og hegðun í skólanum. Jafnframt hvetjum við foreldra til að koma ábendingum, áhyggjum og gagnrýni beint til skólans.   

Það sem starfsfólk, foreldrar og nemendur geta gert: 
 • Leggja áherslu á opin og jákvæð samskipti á milli heimilis og skóla 
 • Hjálpa sérhverju barni sem verður fyrir einelti. 
 • Aðstoða börn sem leggja önnur börn í einelti, við að breyta hátterni sínu. 

 

4.     Vinnuferli

Þegar skólanum berast upplýsingar um ætla ætlað einelti frá nemanda, foreldrum/forráðamönnum eða starfsfólki skólans fer af stað ferli sem er nánar lýst í flæðiriti.

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júní 2024 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nćstu atburđir