A A A

Valmynd

Lög Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

 

Lög Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík

 

1. grein

Heiti og heimilisfang

 

Félagið heitir Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík. Heimili þess og varnarþing er í sveitarfélaginu Strandabyggð.

 

 

2. grein

Félagar

 

Félagar eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í Grunnskólanum á Hólmavík.

 

 

3. grein

Markmið

 

Aðalmarkmið félagsins eru að:

1) Stuðla að velferð, heill og hamingju nemenda við Grunnskólann á Hólmavík.

2) Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum

3) Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfinu.

4) Efla tengsl og samvinnu heimilis og skóla.

5) Koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skólastarf og uppeldismál.

6) Standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.

 

 

4. grein

Leiðir að markmiðum

 

Til að ná þeim markmiðum sem nefnd eru í 3. grein hyggst félagið:

1) Starfa eftir ákvæðum laga sem Alþingi setur um grunnskóla og foreldrafélög.

2) Kynna sér stefnu skólans og fylgjast með almennri starfsemi hans.

3) Standa fyrir umfjöllun, fræðslu og upplýsingamiðlun um uppeldis- og skólamál.

4) Styðja eftir megni við félags- og tómstundastarf nemenda.

5) Taka þátt í samstarfi við samtök foreldra og önnur foreldrafélög.

6) Skipa bekkjarfulltrúa í hverja bekkjardeild, sem og fulltrúa í skólaráð og fræðslunefnd.

 

 

5. grein

Stjórn og stjórnarmenn

 

Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi ár hvert. Hún skal vera skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum úr hópi félaga. Gætt skal að því að ekki gangi allir úr stjórn í einu. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi, en hún skal skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í öllum málum á stjórnarfundum.

 

 

 

6. gr.

Aðalfundur

 

Aðalfundur félagsins skal haldinn að hausti ár hvert, eigi síðar en 15. október og skal hann boðaður með a.m.k. viku fyrirvara. Fundurinn er löglegur ef löglega er til hans boðað. Á aðalfundi hafa atkvæðarétt allir félagsmenn skv. 2. grein laga félagsins og ræður einfaldur meirihluti úrslitum.

 

Á fundinum skal leggja fram til samþykktar skýrslu stjórnar og reikninga síðasta starfsárs staðfesta af skoðunarmönnum. Kjósa skal aðalmenn og varamenn í stjórn ásamt því að kjósa bekkjarfulltrúa og skoðunarmenn reikninga. Einnig skal taka fyrir lagabreytingar, hafi þær verið löglega kynntar í fundarboði. Auk þess skulu tekin fyrir önnur mál samkvæmt fundarboði hverju sinni.

 

 

7. gr.

Félagsgjöld

 

Aðalfundur ákveður ár hvert félagsgjöld fyrir næsta starfsár. Félagsgjöld eru innheimt tvisvar sinnum á ári. Innheimta skal gjöld á vorönn fyrir lok maímánaðar og á haustönn fyrir lok desember. Hvert heimili borgar eitt félagsgjald óháð fjölda nemenda á heimilinu.

 

 

8. gr.

Bekkjarfulltrúar

 

Stjórn félagsins skal tilnefna á aðalfundi tvo bekkjarfulltrúa úr hópi foreldra og forráðamanna fyrir hverja bekkjardeild. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og nemenda og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar. Skipan þeirra skal samþykkt á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða.

 

Bekkjarfulltrúar hafa yfirumsjón með bekkjarstarfi og skulu vera virkir í starfi félagsins þegar eftir því er leitað. Stjórn félagsins setur bekkjarfulltrúum starfsreglur. Þeir mynda jafnframt fulltrúaráð skólans sem skal boðað á sameiginlegan fund með stjórn félagsins á haustönn. Þar skulu rædd mál er varða starf og dagskrá foreldrafélagsins á komandi vetri.

 

 

9. gr.

Aðrar nefndir og ráð

 

Stjórn foreldrafélagsins skal tilnefna tvo fulltrúa í Skólaráð Grunnskólans á Hólmavík annað hvert ár. Fulltrúar í Skólaráði taka þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.Stjórn félagsins skal tilnefna einn áheyrnarfulltrúa í Fræðslunefnd Strandabyggðar.

 

Stjórn félagsins skipar einnig fulltrúa í aðrar nefndir og ráð í samráði við skóla og nemendur, t.d. í eineltisteymi skólans, Grænfánanefnd o.s.frv. Stjórninni er einnig heimilt að skipa nefndir um afmörkuð viðfangsefni og setja nefndunum verkáætlun í samráði við þær.

 

 

 

 

 

10. grein

Lagabreytingar

 

Lögum þessum má einungis breyta með einföldum meirihluta á aðalfundi, enda hafi tillögur að lagabreytingum verið kynntar löglega í fundarboði með minnst sjö daga fyrirvara.

 

 

 

Samþykkt á aðalfundi 1. desember 2010

 

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2022 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir