A A A

Valmynd

Foreldraviđtöl

Foreldraviðtöl

Foreldraviðtöl eru þrisvar á ári í nóvember, febrúar og maí. Umsjónarkennarar senda út tíma og er hvert viðtal 15 mínútur, sé þörf á lengri tíma er fundinn nýr tími.

Kynningafundir bekkjardeilda eru í september. Þar er farið yfir skipulag kennslu í hverjum bekk, skimanir og próf sem eru lögð fyrir og áhersla lögð á lestur og læsi. Samfelldur dagur barna í 1.-4. bekk í skóla-, tómstunda og íþróttastarfi er kynntur.

Einn til tveir fræðslufundir fyrir foreldra er á hverjum vetri á vegum skólans. Á haustönn 2017 var fræðslufundur með Vöndu Sigurgeirsdóttur um samskipti

Foreldrum er boðið til þátttöku í öllum viðburðum skólans og þeir eru ávallt velkomnir.


Leiðsagnarmat Námfús

Hefur verið lagt til grundvallar í foreldraviðtölum í Grunnskóla Hólmavíkur síðustu ár. Gert er ráð fyrir að nýta leiðsagnarmatið áfram en mikilvægt sé að einfalda það og gera það almennara og einfaldara. Á yfirstandandi skólaári verður leiðsagnarmatið endurskoðað og einfaldað með aðkomu, kennara, foreldra og nemenda. Er leiðsagnarmatið að þjóna þeim tilgangi sem það var ætlað að þjóna?

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2019 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nćstu atburđir