Áfallaráð - Áfallaáætlun
Á yfirstandandi skólaári 2017-2018 mun skólastjóri leggja til við nemendaverndarráð að það taki að sér hlutverk áfallaráðs og að verkefnið verði sameiginlegt fyrir leik- og grunnskólana á Hólmavík. Drög að áfallaáætlun liggja fyrir í Grunnskólans á Hólmavík og hægt er að nýta til þess að fullvinna áfallaáætlun skólanna. Mikilvægt er að áfallaáætlun sé öllum kunn og liggi fyrir á vefsíðum skólanna beggja. Stefnt er á að þessi vinna komist í gagnið sem fyrst og verði lokið í byrjun árs 2018 og verði undir stjórn skólastjóra Grunnskólans.