A A A

Valmynd

Jafnrétti

"Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis.

Menntun til jafnréttis fjallar um hvernig aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni geta skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks. Við undirbúning framtíðarstarfsvettvangs er mikilvægt að opna augun fyrir kynskiptum vinnumarkaði og stuðla að því að námsval kynjanna verði minna kynbundið en hingað til. Það varðar miklu að ekki halli á kynin í þeim viðfangsefnum sem nemendur fást við heldur grundvallist þau á jafnræði og jafnrétti.


Jafnréttismenntun vísar þannig í senn til inntaks kennslu, námsaðferða og námsumhverfis. Gæta verður þess að nemandinn samþætti þekkingu sína og leikni, samtímis því sem hann þjálfast í samskiptum sem byggjast á virðingu fyrir mannréttindum og jafnrétti". 
(Mennta- og menningamálaráðuneytið, sótt 25. apríl 2018, http://www.namtilframtidar.is/#!/jafnretti)


Jafnrétti birtist í skólastarfinu með eftirfarandi hætti:


 

  • Umhverfisnefnd

    • Í grunnskólanum

    • Reglulegir fundir og umsjón með Grænfánaverkefnum

    • Fulltrúar nemenda allra bekkjardeilda, starfsfólks, foreldra og kennara kosnir að hausti. Ekki er gætt sérstaklega að kynjajafnrétti.

    • Nemendur á öllum aldri og starfsfólk

  • Skólaráð

    • Er ekki virkt

  • Reglugerðarnefnd

    • Í grunnskólanum

    • Gert í fyrsta skiptið veturinn 2017-2018. Lýðræðisleg kosning í miðdeild og unglingadeild. Fulltrúar starfsfólks valdir af skólastjóra. Tilgangurinn er að endurskoða, bæta og framfylgja skólareglum.

    • Eftir þörfum

    • Nemendur á miðstigi og í unglingadeild

  • Skoðanaskipti

    • Í öllu skólastarfi

    • Allt starfsfólk leggur áherslu á að nemendur fái að tjá skoðanir sínar og tilfinningar og reynir að bregðast við þeim og óskum þeirra eftir fremsta megni

    • Allir fá tíma og rými til að tjá sig, ef sá tími sem kennarinn skammtar dugar ekki þarf að skipuleggja sérstaka fundi.

    • Allir nemendur og starfsfólk

  • Samfelldur dagur

    • Í frístund yngri nemenda

    • Til að tryggja að allir njóti jafnréttis til þátttöku í frístundum er yngri nemendum fylgt í frístundastarf á skólatíma og þeir sem þess þurfa njóta sérstaks stuðnings. Skóladagurinn er brotinn upp með frístundastarfi um miðjan dag og svo tekur frístundin aftur við að skóla loknum. Unnið í samstarfi við tómstundafulltrúa, íþróttafélög og íþróttamiðstöð.

    • Alla virka daga

    • Nemendur í 1.-4. bekk

  • Gæta jafnréttis nemenda

    • Í öllu skólastarfi

    • Með einstaklingsmiðuðu námi, reglulegum samráðsfundum, teymisfundum, stuðningi þegar við á, einstaklingsnámsskrá, sérkennslu og nemendaviðtölum svo eitthvða sé nefnt. Við vinnum samkvæmt þeirri sannfæringu að allir eigi jafnan rétt til náms, óháð hindunum.

    • Eftir þörfum hvers nemenda en vissulega fylgist starfsfólk vel með stöðu allra nemenda alla daga og koma ábendingum áleiðis jafnharðan.

    • Allir nemendur

  • Lýðræðislegar kosningar

    • Í kennslustofum

    • Þegar velja á fulltrúa til starfa í nefndum eða ráðum eru haldnar lýðræðislegar kosningar.

    • Þegar þörf er á

    • Öll aldursstig og starfsfólk

  • Sérkennsla

    • Í sérkennslustofum, námsveri og kennslustofum

    • Sérkennari skipuleggur sérstæka þjónustu sem er í höndum sérmenntaðs starfsfólks og stuðningsfulltrúa. Haldnir eru reglulegir teymisfundir starfsfólki sem koma að þeim nemendum sem þurfa á sérkennslu að halda ásamt foreldrum og eftir atvikum nemendunum sjálfum.

    • Sérkennslan fer efir þörfum, áskorunum og greiningum hvers nemanda fyrir sig og stjórnast magnið af því. Tilvísanir um óskir um sérkennslu fara í gegnum nemendaverndarráð.

    • Allir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda

  • Talþjálfun Tröppu

    • Í sérkennsluveri

    • Fjarþjálfun með talmeinafræðingi í gegn um tölvu

    • Vikulega meðan þjálfun á sér stað, sumir koma sjaldan en aðrir oft

    • Þeir nemendur sem á þurfa að halda

  • Sérþjálfun

    • Í sérkennsluveri og í skólastarfi eftir þörfum

    • Þjálfun nemenda hjá þroskaþjálfa og/eða iðjuþjálfa

    • Eftir þörfum

    • Eftir þörfum

  • Val á þjálfunarleið

    • Í öllu skólastarfi

    • Foreldrar einhverfra nemenda geta valið á milli þjálfunarleiðar, þ.e. Atferlismeðferðar eða TEACCH

    • Við greiningu eða í upphafi skólagöngu, aðferðin er endurskoðuð á teymisfundum

    • Þeir nemendur sem á þurfa að halda

  • Skipting í hópa

    • Í öllu skólastarfi

    • Kennarinn gætir þess að hópaskipting sé fjölbreytt

    • Í öllu hópastarfi

    • Á öllum aldri

  • Kynjagleraugu

    • Þetta þarf að bæta

  • Einstaklingsmiðað nám

    • Í öllu námi

    • Kennarar bera ábyrgð á að skipuleggja námið þannig að allir nemendur, óháð stöðu og getu geti öðlast aukna þekkingu, leikni og hæfni í öllu námi. Í sumum tilfellum þarf einstaklingsnámskrá, stuðning eða sérkennslu til að uppfylla kröfur um einstaklingsmiðað nám.

    • Alltaf

    • Allir aldurshópar

  • Skimanir

    • Inni í bekk eða hjá sérkennara eða skólasálfræðingi eftir atvikum

    • Ákveðnar skimanir eru fastar og taka allir nemendur viðkomandi bekkjadeildar taka þátt í þeim. Það er gert til að tryggja að allir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast við námið. Þess utan er skimað eftir því sem þurfa þykir hverju sinni.

    • Listi frá Hrafnhildi Þorsteins. Annað eftir þörfum

    • Listi frá HÞ

  • Aðgangur að skólasálfræðingi

    • Í sérkennslu rými

    • Skólasálfræðingur kemur á um 5 vikna fresti. Nemendur fá viðtal og/eða skimanir eftir vísun til nemendaverndarráðs

    • Á 5 vikna fresti

    • Allur aldur

  • Kynhneigðir og kyn

    • Þarf að bæta

Jafnrétti

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Mars 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir