A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skemmtilegur siđur ţýskra iđnnema

22. júní 2017 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Undanfarin ár hefur komið fyrir að starfsmaður á skrifstofu hefur þurft að gefa þýskum iðnnemum stimpil í vinnubók til að votta dvöl þeirra við vinnu og ýmis störf.  Sá siður er þekktur í Þýskalandi að iðnnemar þ.e. bakarar, trésmiðir, klæðskerar og fl. fari vissan radíus út fyrir sitt heimahérað i þrjú ár og 1 dag og vinni fyrir sér í sinni iðngrein. Áður var þetta skylda en er nú val hvers og eins.  Þetta eru aðallega handverksfólk, ekki iðnnemar í vélsmíði t.d.  Klæðnaðurinn er sérstakur og mismunandi eftir greinum og ekki er leyfilegt að nota síma eða nútíma tækni.  Skemmtilegur siður og gaman að hitta þau.

Tómstundafulltrúi í Strandabyggđ – spennandi starf

13. júní 2017 | Andrea Kristín Jónsdóttir
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem skapandi og skipulagðir einstaklingar sem hafa  unun af samskiptum og samstarfi við ungt fólk ættu að blómstra....
Meira

SEEDS vinnuhópur

12. júní 2017 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Hópurinn í Lyngholti, fleiri myndir eru vćntanlegar á Facebooksíđu tómstundafulltrúa
Hópurinn í Lyngholti, fleiri myndir eru vćntanlegar á Facebooksíđu tómstundafulltrúa
Vinnuhópur frá SEEDS kom til Hólmavíkur 1. júní síðastliðinn og dvelja hér til 14. sama mánaðar.

Í fyrstu voru þau sex en fimm sjálfboðaliðar klára vistina. Þau hafa unnið að endurbótum göngustíga í Kálfanesborgum og í fjörunni í námunda við minnismerkið um Stefán frá Hvítadal.

Hópurinn hefur dvalist í Ungmennahúsinu Fjósinu og unnið undir handleiðslu Lýðs Jónssonar....
Meira

Fundarbođ - Sveitarstjórnarfundur 1262 í Strandabyggđ

09. júní 2017 | Andrea Kristín Jónsdóttir
Fundur nr. 1262 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 13. júní 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
...
Meira

Pokar

31. maí 2017 | Hrafnhildur
« 1 af 2 »

Fimmtudaginn 1. júní klukkan 16:00 munu nemendur í umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmavík og Pokastöðin Strandir afhenda fulltrúum Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík 75 fjölnota poka. Á nýliðnum umhverfisdegi skólans bjuggu nemendur til poka úr bolum sem íbúar á Ströndum gáfu sérstaklega til verkefnisins.

Grunnskólinn á Hólmavík er grænfánaskóli sem leggur sig fram um að vinna í þágu umhverfisins.

Pokastöðin Strandir er hluti af samfélagi pokastöðva víðs vegar um landið sem eru í samstarfi við alþjóðlega verkefnið Boomerang bags.

 

Skólaslit

31. maí 2017 | Hrafnhildur
Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verða föstudaginn 2. júní klukkan 12:00 í Hólmavíkurkirkju. Allir velkomnir.

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Júní 2017 »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nćstu atburđir

Vefumsjón