A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Jóladagataliđ 2019 - NÝTT 11.desember

21. nóvember 2019 | Salbjörg Engilbertsdóttir
Það er sjaldan lognmolla í skemmtanalífi og afþreyingu á Ströndum, þar er alltaf nóg að gera og mikið fjör.   Á morgun verður Saumastofan frumsýnd í félagsheimilinu en leikritið sem gerist árið 1975, fjallar um sorgir og gleði starfsmanna á saumastofu. Leikritið er með söngvum við undirleik Strandabandsins.  Við hvetjum alla til að skella sér á þessa flottu sýningu en fyrirhugaðar eru 2 sýningar á föstudag og laugardag hér á Hólmavík og fleiri sýningar verða auglýstar á næstunni.

Hér birtum við síðan fyrstu útgáfu af Jóladagatalinu okkar þetta árið en það verður uppfært um leið og tilkynningar berast á netfangið skrifstofa@strandabyggd.is.  Hægt er að skoða í stærri útgáfu ef þið smellið hér á pdf.útgáfu (uppf.kl. 12.20 11.desember)

Skólahald fellur niđur 11. desember

10. desember 2019 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir
ATHUGIÐ - Skólahald í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku fellur niður miðvikudaginn 11. desember 2019. 

Tilnefningar um íţróttamann ársins 2019

10. desember 2019 | Ađalbjörg S.Sigurvaldadóttir

Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2019 í Strandabyggð. Senda skal tilnefningar ásamt rökstuðningi á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is, eigi síðar en 8. janúar 2020. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila, en viðkomandi þurfa að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. Útnefning er fyrst og fremst hugsuð sem viðurkenning fyrir íþróttaafrek, framlag til íþróttastarfs og hvatning til frekari afreka.

 

Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni ársins hefur Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju. Upplýst verður um valið á íþrótta- og lýðheilsuhátíð Grunnskólans á Hólmavík fimmtudaginn 16. janúar 2020.

 

Viðurkenningin var fyrst veitt með þessu sniði fyrir árið 2012, þá hlaut Ingibjörg Emilsdóttir nafnbótina íþróttakona ársins og Jamison Ólafur Johnson fékk sérstök hvatningarverðlaun. Sigríður Drífa Þórólfsdóttir var hins vegar valin íþróttakona ársins 2013, en Trausti Rafn Björnsson fékk þá sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2014 hlaut Jamison Ólafur Johnsson titilinn og sérstök hvatningarverðlaun fékk Ingibjörg Benediktsdóttir. Íþróttamaður ársins 2015 var Rósmundur Númason og Vala Friðriksdóttir fékk sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2016 hlaut Ragnar Bragason titilinn og Friðrik Heiðar Vignisson fékk sérstök hvatningarverðlaun hlaut. Árið 2017 hlaut Jón Eðvald Halldórsson titilinn og sérstök hvatningarverðlaun fékk Hilmar Tryggvi Kristjánsson. Á síðasta ári hlaut Birkir Stefánsson titilinn íþróttamaður ársins og Jóhanna Rannveig Jánsdóttir fékk hvatningarverðlaunin. Handhafi viðurkenningarinnar hlýtur til vörslu í eitt ár farandbikar sem íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík gefur.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur alla til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.

Tónskólatónleikum frestađ

09. desember 2019 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir
Tónleikum tónskólans hefur verið frestað til fimmtudagsins 12. desember klukkan 17:00 í Hólmavíkurkirkju. 

Skólahald fellur niđur 10. desember

09. desember 2019 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir
Allt skólahald fellur niður í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku á morgun 10. desember 2019 vegna óvenju slæmrar veðurspár.
Gunnar Helgason rithöfundur sem ætlaði að lesa upp í Grunnskólanum á Drangsnesi hefur frestað för og stefnir á heimsókn í janúar.

Sveitarstjórnarfundur 1297 í Strandabyggđ, 10.12.19 -FRESTAĐ TIL 12.12.19

07. desember 2019 | Ţorgeir Pálsson

Sveitarstjórnarfundur 1297 í Strandabyggð
FUNDI VERÐUR FRESTAÐ VEGNA VEÐURS TIL FIMMTUDAGSINS 12.12.19 KL.16.00

Fundur nr. 1297, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 10. desember 2019 kl 16:00 í Hnyðju. 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Fjárhagsáætlun 2020 – seinni umræða
 2. Gjaldskrár Strandabyggðar
 3. Lántaka Veitustofnunar
 4. Breytingar á eignarhaldi í Sævangi, fundargerð Hvatar, 20.10.19
 5. Minnisblað sveitarstjóra vegna bílastæðis á Skeiði
 6. Forstöðumannaskýrslur, nóvember
 7. Nefndarfundir
  1. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 9.12.19
  2. Velferðarnefnd, 27.11.2019
 8. Stjórnarfundur Vestfjarðastofu nr. 21 – til kynningar
 9. Þinggerð 4. Haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga, 2019 – til kynningar
 10. Erindi eigenda Ögurs og Ögurferða í Súðavíkurhreppi, til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, vegna starfsemi á Garðstöðum – til kynningar
 11. Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórnarfundur 876 – til kynningar
 12. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 417 – til kynningar
 13. Siglingaráð Íslands, fundargerð 19 – til kynningar
 14. Tillaga til þingsályktunar um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi – til kynningar.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Jónsson

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Desember 2019 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir

Vefumsjón