A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ólympíuhlaupiđ 2021

21. september 2021 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2021 fer fram á Hólmavík fimmtudaginn 23. september klukkan 10:10. Þátttakendur verða ræstir frá Íþróttamiðstöðinni og hlaupa einn, tvo eða fjóra hringi innanbæjar á Hólmavík.

Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hlauparar geta valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 km og 10 km.

Lögð er áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal.
Foreldrum og öðru áhugasömu fólki er sérstaklega boðið að taka þátt í hlaupinu. Klæðum okkur eftir veðri.

Upphafsfundur félagsstarfs

21. september 2021 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Fimmtudaginn 23. september kl. 16 fer fram upphafsfundur félagsstarfsins í Félagsheimilinu á Hólmavík.

Tilgangurinn er að móta vetrarstarfið, skiptast á hugmyndum og skipuleggja starfið framundan.
Jafnframt fer fram sölusýning á postulíni og keramiki.

Markhópurinn hefur verið einstaklingar 60 ára og eldri sem búa á svæðinu en þeir sem yngri eru og hafa áhuga á að móta starfið mega að sjálfsögðu taka þátt.

Tilkynning frá kjörstjórn Strandabyggđar

15. september 2021 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Vegna kosningar til alþingis þann 25. september 2021 vill kjörstjórn taka fram eftirfarandi:

Kjörskrá liggur frammi til kynningar í afgreiðslu Strandabyggðar Hafnarbraut 25,fram að kjördegi en einnig getur fólk farið inn á slóðina http://www.kosning.is til að kynna sér hvar það er skráð.


Kjörfundur vegna kosninga til alþingis.
Ein kjördeild verður í Strandabyggð og er kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík.

Kjörfundur hefst kl. 09:00 laugardaginn 25.september 2021 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00 . Sbr. 1. mgr. 89 gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.

Sérstök athygli kjósenda er vakin á 1. mgr. 79 gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis:

,,Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér svo sem með því að segja til sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörstjórninni afhendir kjörstjórn honum einn kjörseðil".


Oddviti kjörstjórnar Strandabyggðar,
Jóhann Björn Arngrímsson

 

Framtíđarsýn í fiskeldi

14. september 2021 | Brynja Rós Guđlaugsdóttir

Fundur um framtíðarsýn í fiskeldi á Vestfjörðum verða haldnir 20. og 21. september. Á fundunum verður Samfélagssáttmáli og framtíðarsýn fyrirtækja í fiskeldi á Vestfjörðum til umfjöllunar auk þess sem þar verður vettfangur til að ræða þróun atvinnugreinarinnar frá öllum hliðum.

Ungmennaţing

13. september 2021 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Þriðjudaginn 14. september fer fram fyrsta ungmennaþing vetrarins. Óli Örn sem starfar hjá Rannís kemur til okkar og aðstoðar okkur við að undirbúa og móta umsókn í Ungmennaskipti með Erasmus+ áætluninni.

Öll ungmenni á svæðinu eru velkomin en þingið fer fram í Ozon kl. 14:30. Nánar á facebook viðburði.

Starfsmađur óskast í félagslega heimaţjónustu í Strandabyggđ

13. september 2021 | Soffía Guđrún Guđmundsdóttir

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu í Strandabyggð

 

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu í Strandabyggð

Umsóknarfrestur er til og með 1. október.

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón