Félagsmiðstöðin Ozon
Félagsmiðstöðin Ozon er staðsett í kjallara Félagsheimilisins. Starfið er ætlað krökkum í 5.-7. bekk annars vegar og 8.-10. bekk hins vegar. Miðstöðin er vel tækjum búin, virkur þátttakandi í starfi Samfés og alltaf eitthvað spennandi að gerast.
Veturinn 2018-19 eru opin hús í hverri viku fyrir 8.-10. bekk á þriðjudögum kl. 20:00-22:00. Opin hús fyrir 5.-7. bekk er á mánudögum kl.14:30 - 16:00 og miðvikudögum kl. 16:00 - 18:00.
Forstöðumaður: Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Sími: 4513511 og 6967046
Netfang: tomstundafulltrui@strandabyggd.is