A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Félagsmiđstöđin Ozon

Merki félagsmiđstöđvarinnar Ozon
Merki félagsmiđstöđvarinnar Ozon

Kveðið er á um rétt barna til tómstunda og skapandi starfs í 31. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna auk þess sem réttur barna til lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu er undirstrikaður. Hvort tveggja er miðlægt í tómstundastarfi í Strandabyggð. Við leggjum áherslu á að þjálfa samskiptafærni, styrkja sjálfsmynd, auka félagsfærni og efla virkni og þátttöku í samfélaginu með því að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni og tækifæri til reynslunáms á vettvangi frítímans fyrir unga sem aldna.

Frístundastarf er mikilvægt forvarnarstarf sem byggir bæði upp einstaklinga og hópa. Það er mikilvægt að hafa aðstöðu og tækifæri til að hitta aðra, skemmta sér og hlægja, ekki síst á meðan áhugamálin eru iðkuð í öruggu umhverfi. Frumkvæði og sköpun eru höfð að leiðarljósi í hvetjandi starfi leiddu af jákvæðum fyrirmyndum. Þessir þættir efla sjálfsmyndina og auka líkur á því að þátttakendur kjósi sér heilbrigðan lífsstíl.

Hugmyndafræðin um virka þátttöku og raunveruleg áhrif hvers og eins til að efla sjálfsmynd viðkomandi er höfð að leiðarljósi í öllu starfi.

Félagsmiðstöðin Ozon er staðsett í kjallara Félagsheimilisins. Starfið er ætlað krökkum í 5.-10. bekk í Strandabyggð og Kaldrananeshreppi. Félagsmiðstöðin er vel tækjum búin, virkur þátttakandi í starfi Samfés og í miklu samstarfi við félagsmiðstöðvar í nágrannasveitarfélögum.


Í Félagsmiðstöðinni er starfandi Dungeons and Dragons klúbbur, leiklistarklúbbur og klúbbur sem undirbýr þátttöku í hönnunarkeppninni Stíll. Hljómsveitin Stebbi musicband æfir í aðstöðu Ozon og er ein þeirra sem mun keppa í söngkeppni SamVest fyrir hönd Ozon. 

Ozonráð, sem samanstendur af ungmennum, stýrir allri starfsemi félagsmiðstöðvarinnar. Rík hefð er fyrir félagsmiðstöðvarstarfi og hafa margir viðburðir fest sig í sessi svo sem foreldrakvöld, galakvöld, ferð á Samfestingin, útivistar- og ævintýraferð og góðgerðarkvöld.

Ozon á fulltrúa í Ungmennaráði Samfés en það er Unnur Erna Viðarsdóttir sem gegnir því embætti.

Opið er mánudaga-fimmtudaga frá 14:40-16:00, á fimmtudögum er jafnframt opið kl 16-18 fyrir yngri hóp og kl. 19-21. Yngri hópur miðast við 5.-7. bekk og eldri hópur við 7.-10. bekk en 7. bekkur getur tekið þátt í starfi eldri og yngri hóps.

Forstöðumaður:Hrafnhildur Skúladóttir
Sími: 451-3510 og 895-5509
Netfang: tomstundafulltrui@strandabyggd.is 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón