A A A

Valmynd

Atvinna í bođi

15. apríl 2016 | Hrafnhildur

Grunnskólinn á Hólmavík

 

Lausar stöður kennara og stuðningsfulltrúa

við Grunnskólann á Hólmavík skólaárið 2016-2017

 

  • Staða íþróttakennara. Um er að ræða kennslu og þjálfun í samstarfi skólans og íþróttahreyfingarinnar á svæðinu. Meðal kennslugreina eru skólaíþróttir, sund, skólahreysti og þjálfun íþróttagreina.
  • Staða tónlistarkennara. Meðal kennslugreina er gítar, bassagítar, og trommur.
  • Staða grunnskólakennara. Meðal kennslugreina er enska, danska, stærðfræði og  náttúrugreinar.
  • Staða grunnskólakennara eða uppeldismenntaðs starfsmanns í sérkennslu. Þekking og reynsla í atferlisþjálfun og leyfisbréf á uppeldissviði er skilyrði.
  • Tvær stöður stuðningsfulltrúa. Um hlutastörf er að ræða.  Meðal þess sem felst í starfinu er vinna með nemendum í nánu samstarfi við umsjónarkennara og sérkennsluteymi.

 

Umsækjendur um kennarastarf þurfa að hafa leyfisbréf. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu, samkennslu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ en samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegna stöðu stuðningsfulltrúa.

 

Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2015.

 

 

Nánari upplýsingar veitir

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430

 

Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík

 

Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 60 nemendum í 1. – 10. bekk þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og samvinnu.  Skólinn er  Grænfánaskóli og áhersla er lögð á umhverfismennt. Hefð er fyrir leiklist og tónlist í skólastarfinu og samvinnu við samfélagið. Við skólann starfar 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð ungmenna hefur aðstöðu í skólanum.

Í Strandabyggð búa tæplega 470 manns þar af 340 manns í þéttbýliskjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og mikil náttúrufegurð. 

 

Lífiđ er blátt á mismunandi hátt

31. mars 2016 | Hrafnhildur

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Föstudaginn 1.apríl ætla nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan.

Hægt er að setja myndir á instagram og facebook og merkja þær með myllumerkinu #blarapril
Stöndum saman og fögnum fjölbreytileikanum.

Páskafrí og ball á Bessastöđum

18. mars 2016 | Hrafnhildur
Að loknum skóladegi í dag halda nemendur Grunn- og Tónskólans í páskafrí.
Síðustu daga hafa nemendur tekið virkan þátt í Barnamenningarhátíð, bæði staðið fyrir viðburðum og tekið þátt í því sem í boði er. Ekki er þó allt búið enn og Grunnskólinn á Hólmavík og Leikfélag Hólmavíkur frumsýna leikritið Ballið á Bessastöðum í Félagsheimilinu á Hólmavík 18. mars klukkan 20:00. Höfundur leikverks er Gerður Kristný og tónlistin er eftir Braga Valdimar Skúlason.
Önnur sýning verður klukkan 14:00 sunnudaginn 20. mars.
Þá koma nemendur Tónskólans fram laugardaginn 19. mars klukkan 12:00 í Félagsheimilinu ásamt Jóni Víðis töframanni og fleiri atriðum á Festivali Húllumhæ.
Kennsla hefst aftur eftir páska þriðjudag 29. apríl.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Maí 2016 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir