A A A

Valmynd

Á ferđ og flugi

01. september 2014 | Hrafnhildur
Óhætt er að segja að gleði og gott veður hafi einkennt skólastarfið fyrstu viku skólaársins. Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík hafa verið á ferð og flugi. Nemendur í 9. og 10. bekk hafa verið á námsferðalagi um Danmörku ásamt Önnu Birnu og Hrafnhildi, Ester og Gunnari sem voru fulltrúar foreldra í ferðinni. Allar upplýsingar benda til þess að ferðin hafi verið hin skemmtilegasta en hópurinn er væntanlegur heim til Hólmavíkur síðdegis með ferðasöguna í farangrinum.

Nemendur í 5. 6. og 7. bekk fóru á fimmtudegi í Ólafsdal með Hlyni, Ástu og Láru og tóku upp samtals 180 kíló af grænmeti sem sáð var til og sett niður síðastliðið vor. Sama dag fóru allir almennir starfsmenn skólans að Reykhólum en starfsmenn grunn- og leikskólanna á báðum stöðum sitja saman 70 kennslustunda námskeið. Að þessu sinni var dagurinn helgaður sjálfstyrkingu og samskiptatækni.
Íþróttatímar vikunnar voru á sparkvellinum við skólann og verða áfram þar í næstu viku ef veður helst gott. Vissara getur þó verið að taka með sér íþróttafötin þá daga sem íþróttir eru kenndar.  

Skólasetning 22. ágúst 2014

21. ágúst 2014 | Hrafnhildur
Við minnum á að Skólasetning Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verður í Hólmavíkurkirkju, föstudaginn 22. ágúst nk. kl. 12:00 . Eftir skólasetningu verður gengið fylktu liði yfir í skólann og þar fylgja kennarar nemendum í stofur og afhenda stundaskrá, skóladagatal, og fleiri gögn. Við hlökkum til að sjá ykkur

Hefðbundið skólastarf hefst eftir stundaskrá mánudaginn 25. ágúst kl. 08:30. 

Skólasetning

16. ágúst 2014 | Hrafnhildur

Skólasetning Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verður í Hólmavíkurkirkju, föstudaginn 22. ágúst nk. kl. 12:00 . Eftir skólasetningu verður gengið fylktu liði yfir í skólann og þar fylgja kennarar nemendum í stofur og afhenda stundaskrá, skóladagatal, og fleiri gögn.

Hefðbundið skólastarf hefst eftir stundaskrá mánudaginn 25. ágúst kl. 08:30

Starfsmenn skólans eru nú að hefja störf að nýju eftir sumarleyfi og undirbúningur fyrir skólaárið 2014-2015 gengur vel. Innkaupalistar birtast á bekkjarvef um leið og þeir eru tilbúnir. Bekkjavefir

Atburđadagatal

« September 2014 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir