A A A

Valmynd

Foreldrabođ í skólanum

27. október 2014 | Hrafnhildur

Foreldrar barna eru ávallt velkomnir í skólann og til að árétta það verður sérstakt foreldraboð í skólanum þriðjudaginn 28. október í fyrstu tveimur kennslustundum barnanna klukkan 08:30 - 9:50. Að því loknu eru frímínútur 9:50 - 10:20 og þá er hægt að fá sér hafragraut í glasi (eða kaffi), fara út og prófa aparóluna, fara í fótbolta á sparkvellinum eða spjalla við kennara og annað starfsfólk. 

 

Athugið að það er velkomið að vera með alveg frá byrjun og til enda en það er líka hægt að mæta seinna og það er frjálst að fara á milli bekkja og tíma. Sumir eiga fleiri en eitt barn.

 

Eftirtaldar kennslustundir eru á stundaskránni:

10. bekkur - Danska/ Listir

8. og 9. bekkur - Danska/ Íslenska

7. bekkur - Lesstund/Stærðfræði

6. bekkur - Röklist/Stærðfræði

5. bekkur - Lesstund/ Stærðfræði

3. - 4. bekkur - Íslenska

1. - 2. bekkur - Íslenska

 

Við hlökkum til að sjá ykkur í skólanum!

 

 

Ađgengi ađ lífinu

23. október 2014 | Hrafnhildur

MND félagið á Íslandi hefur með stuðningi Velferðar-, Umhverfis- og auðlindaráðuneytis hrint af stað verkefninu Aðgengi að lífinu sem er ætlað 10. bekkingum á landsvísu.


Verkefnið er liðakeppni sem felur í sér könnun á aðgengismálum hreyfihamlaðra í nærumhverfi ungmennanna.

Tilgangur verkefnisins er eftirfarandi:

1. Að efla skilning ungmenna á aðstæðum hreyfihamlaðra

2. Að stuðla að bættu aðgengi hreyfihamlaðra með lausnum ungs fólks

3. Að skapa jafnréttisgrundvöll á milli hreyfihamlaðra og óhreyfihamlaðra

Tilgangur verkefnisins er að vekja ungmenni til umhugsunar um hindranir í umhverfi sínu og að þau verði eins konar sendiherrar aðgengis í framtíðinni.

Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins og Arnar Helgi Lárusson formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra og atvinnumaður í hjólastólaakstri heimsóttu Grunnskólann á Hólmavík 7. október sl. og kynntu verkefnið og aðstæður hreyfihamlaðra.

Verkefnið fór þannig fram að hópnum var afhentur hjólastóll í 1 sólarhring til þess að greina hindranir í nærumhverfi sínu, t.d. að komast í tómstundastarf, fara í verslanir, komast á bókasafn og svo framvegis.

Í lok nóvember verða veitt vegleg verðlaun fyrir bestu lausnirnar og bestu samantektina auk þess sem verkefnin í 2. og 3. sæti fá verðlaun.

Hér má sjá skilaverkefni nemenda okkar í 10. bekk: 

https://www.youtube.com/watch?v=_EpbuRC94B8&list=UUUXxz5O0-nEgRu9EDvWpq2AVerkfall tónlistarkennara

21. október 2014 | Hrafnhildur
Því miður lítur út fyrir að boðað verkfall tónlistarkennara hefjist á morgun 22. október. Það þýðir að engin kennsla verður í Tónskólanum á meðan á því stendur en vonandi nást samningar fyrr en varir.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2014 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir