A A A

Valmynd

Sölutorg

22. október 2015 | Hrafnhildur
Sölutorg í lok þemadaga verður föstudaginn 23. október klukkan 13:00 - 14:00 á gangi gamla skólans. Þar selja nemendur afrakstur framleiðslu sinnar á þemadögunum. Hóflegt verð. Enginn posi. Kaffi og kökur til sölu.
Allur ágóði rennur til söfnunar fyrir leiktækjum á skólalóðinni.

Samrćmd próf

21. september 2015 | Hrafnhildur
Vikuna 21. - 25. september eru samræmd könnunarpróf í 10., 7. og 4. bekk.
21. september - Íslenska 10. bekkur
22. september - Enska 10. bekkur
23. september - Stærðfræði 10. bekkur
24. september - Íslenska 4. og 7. bekkur
25. september - Stærðfræði 4. og 7. bekkur

Markmið prófanna er að kanna stöðu nemenda við upphaf ofangreindra bekkja og eru niðurstöðurnar ætlaðar grunnskólanum til úrvinnslu og til að hægt sé að bregðast við í einstökum þáttum eða einstaklingsmiðað. Ekki er tekið mið af samræmdum könnunarprófum við inntöku í framhaldsskóla.


Göngum í skólann

16. september 2015 | Hrafnhildur
Átakið Göngum í skólann er hafið. Segja má að margar flugur séu slegnar í einu höggi vegna þess að Norræna skólahlaupið er hlaupið í dag 16. september á degi náttúrunnar. Hlaupið verður um Borgirnar og um leið leystar nokkrar þrautir sem tengjast náttúrunni. Í boði er að fara 2,5 - 5 og 10 km. Engin tímataka er í gangi en hver keppir við sjálfan sig og miklu máli skiptir að svara sem flestum spurningum rétt á þrautablaðinu. Næstu daga verður sitthvað gert sem tengist hreyfingu, við fáum góða gestakennara og nemendur á hverju stigi skipuleggja hreyfingu fyrir aðra nemendur og starfsfólk.
http://www.gongumiskolann.is/

Í næstu viku höldum við áfram að ganga í skólann, hreyfa okkur og taka á móti góðum gestum en þá tekur skólinn þátt í hreyfivikunni Move Week. 
http://moveweek.eu/

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2015 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nćstu atburđir