A A A

Valmynd

Árshátíđ

11. apríl 2019 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir
Við minnum á árshátíð Grunnskólans á Hólmavík í dag 11. apríl klukkan 17:00 í Félagsheimilinu. Á dagskránni eru skemmtiatriði nemenda, foreldrar í 10. bekk selja veitingar á vægu verði og svo verður ball fyrir alla. Skemmtuninni lýkur klukkan 19:00. Allir velkomnir.

Umhverfismál og lýđheilsa - frćđslufundur

22. mars 2019 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir

Umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmavík stendur fyrir fræðslufundi  þriðjudaginn 26. mars kl. 13:00 fyrir nemendur grunnskólans, foreldra og aðra áhugasama. Stefán Gíslason verður með fræðslu um lýðheilsu- og umhverfismál. Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur, maraþonhlaupari og eigandi og framkvæmdastjóri umhverfisráðgjafarfyritækisins UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi en það er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Stefán er einnig Strandamaður sem margir þekkja þannig að það verður gaman og gagnlegt að fá hann til að fræða okkur um eitt og annað tengt lýðheilsu og umhverfismálum.

Grunnskólanemendur, foreldrar og annað áhugafólk um lýðheilsu og umhverfismál  er velkomið til fundarins sem fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 26. mars kl. 13:00.

 

Stóra upplestrarkeppnin 7. mars

06. mars 2019 | Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk verður haldin 7. mars klukkan 17:00 í Reykhólaskóla. Nemendur í 7. bekkjum skólanna á Hólmavík og Reykhólum taka þátt og lesa upp sögubrot og ljóð. Allt áhugafólk um vandaðan og áheyrilegan upplestur er velkomið á hátíðina.

 

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Apríl 2019 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nćstu atburđir