A A A

Valmynd

Árshátíđ

26. mars 2015 | Hrafnhildur
Fimmtudaginn 26. mars klukkan 17:00 verður Árshátíð Grunn- og Tónskólans haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar stíga á svið nemendur Grunnskóla auk nemenda Tónskóla og fimm ára nemenda Leikskólans Lækjarbrekku og flytja leik, dans og tónlist eins og þeim einum er lagið. Allir velkomnir!

Viđburđir vikunnar 23. - 27. mars.

23. mars 2015 | Hrafnhildur
Óhætt er að segja að síðasta vikan fyrir páskafrí verði annasöm hjá nemendum og starfsfólki Grunn- og Tónskólans á Hólmavík.

Þriðjudaginn 24. mars klukkan 17:00 verður Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk haldin í Grunnskólanum á Drangsnesi. Þar lesa nemendur frá Grunnskólunum á Reykhólum, Finnbogastöðum, Drangsnesi og Hólmavík vel valda texta fyrir gesti. Allir eru velkomnir.

Fimmtudaginn 26. mars klukkan 17:00 verður Árshátíð Grunn- og Tónskólans haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar stíga á svið nemendur Grunnskóla auk nemenda Tónskóla og fimm ára nemenda Leikskólans Lækjarbrekku og flytja leik, dans og tónlist eins og þeim einum er lagið.

Föstudaginn 27. mars klukkan 13:00 verður danssýning í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík en þessa vikuna stíga nemendur dansinn daglega undir stjórn Jóns Péturs Úlfljótssonar danskennara. Að danssýningunni lokinni hefst páskaleyfi nemenda. 

Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi 7. apríl. 2015.

Sólmyrkvi 20. mars

18. mars 2015 | Hrafnhildur

Föstudagsmorguninn 20. mars 2015 verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá landinu öllu. Í tilefni myrkvans hafa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness ,Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá fært öllum grunnskólanemendum og kennurum þeirra sérstök sólmyrkvagleraugu svo allir geti fylgst með þessu sjaldgæfa sjónarspili á öruggan hátt. 

Margir nemendur Grunnskólans á Hólmavík sem hafa að undanförnu verið að vinna verkefni um himingeiminn hlakka til að sjá þennan atburð sem vonandi verður vel sýnilegur.  Sólmyrkvinn hefst fljótlega eftir að nemendur eru mættir í skólann eða um 08:40

Allar upplýsingar um sólmyrkvann má finna á Stjörnufræðivefnum sem er uppfullur af fróðleik um sólmyrkvann og himingeiminn og við hvetjum ykkur öll til þess að skoða http://www.stjornufraedi.is/solmyrkvi/

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Mars 2015 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir